Er góðærið að taka sinn toll?

Í fréttum í vikunni var því haldið fram að skuldir heimila væru komnar upp í tæp 170% af ráðstöfunartekjum, sem er rúmlega tvöföldun frá árinu 1990. Þetta er að sjálfsögðu ekki gleðiefni og gerir heimilin afskaplega viðkvæm fyrir þrengingum og öllum óvæntum útgjöldum. Sumir segja að þrátt fyrir kaupmáttaraukningu sé góðærið nú að taka sinn toll.

Í fréttum í vikunni var því haldið fram að skuldir heimila væru komnar upp í tæp 170% af ráðstöfunartekjum, sem er rúmlega tvöföldun frá árinu 1990. Þetta er að sjálfsögðu ekki gleðiefni og gerir heimilin afskaplega viðkvæm fyrir þrengingum og öllum óvæntum útgjöldum. Sumir segja að þrátt fyrir kaupmáttaraukningu sé góðærið nú að taka sinn toll.

Þessi mikla skuldaaukning er væntalega samsett úr húsnæðislánum, lífeyrissjóðslánum og bílalánum ásamt okkar heittelskuðu yfirdráttarlánum. Fasteignaverð hefur hækkað umtalsvert frá 1990, þó mest á höfuðborgarsvæðinu, og það eitt hlýtur að útskýra töluverðan hluta af skuldaaukningunni. Frá 1990 hafa tólf nýir árgangar keypt sér þak yfir höfuðið á síhækkandi húsnæðisverði og eldri kynslóðir hafa “stækkað við sig” og þ.a.l. hækka heildarskuldir heimila. En skuldaaukning sem slík er í sjálfu sér ekkert áhyggjuefni ef hún helst í hendur við eignamyndun og ef kaupmátttarauki gerir heimilunum kleift að standa undir greiðslubyrðinni. Því miður virðist það þó ekki vera raunin.

Á síðustu þremur árum hefur bílafloti landsmanna mikið til verið endurnýjaður og skýrir það hluta af skuldaaukningunni þar sem flestir líta á bifreiðaeign sem n.k. samstarfsverkefni við lánastofnanir. Afföll af bifreiðum eru í mörgum tilfellum meiri en sem nemur afborgun lánanna og eignamyndunin verður því neikvæð. Fall á verðbréfamarkaði á sjálfsagt einnig nokkurn þátt í í neikvæðri eignamyndun landsmanna þó sú þróun gæti snúist við þegar markaðurinn tekur við sér. En þrátt fyrir ár húsnæðis-, bíla- og hlutabréfalán undangenginna ára verður skuldaaukningin ekki skýrð til hlítar með öðrum hætti en að landsmenn hafi einnig verið að eyða í neyslu, sem verður að teljast síðsta form eignamyndunar.

Þessi þróun undanfarin ár gerir gerir heimilin afskaplega viðkvæm fyrir öllum ytri og innri breytingum, enda hafa vanskil á yfirstandandi samdráttarskeiði aukist eins og sjá má af fjölgun árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum. Náist ekki að halda verðbólgu í skefjum og lækka vexti má gera ráð fyrir því að vanskil aukist enn frekar – og þá lækkar húsnæðisverð – og þá lækka veð fyrir lánum – og þá fjölgar fjárnámum – og þá hægist á efnahagskerfinu – og þá lækkar húsnæðisverð…

Undangengið góðæri hefur ýtt mjög undir skuldasöfnun heimila en ef að verðbólga helst í skefjum má ætla að markaðurinn nái að jafni sig og heimili fari að borga niður skuldir. En vandamálið er að það er ekki hægt að kenna góðærinu alfarið um þessa þróun því að skuldir voru þegar komnar upp í 129% sem hlutfall af ráðstöfunartekjum árið 1995. Þessi þróun fór því af stað áður en annar hver Íslendingur keypti sér nýjan bíl og sólgleraugu.

Vandamálið hlýtur að liggja í því að hér er við lýði skuldahvetjandi kerfi. Það er einfaldlega of “ódýrt” að eignast húsnæði hér landi á niðurgreiddum lánum. Þessi krafa þjóðfélagsins um að rúmlega tvítugir einstaklingar eigi rétt á nýjum bíl og rúmgóðu húsnæði er óraunhæf miðað við aðstæður – við eigum bara eftir að átta okkur á því.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)