Einokun í skjóli RÚV

Í síðustu viku var upplýst um kaup Norðurljósa hf. á fjölmiðlafyrirækinu Fínum miðli. Þar með hefur plötuútgefandi nokkur eignast nær alla frjálsu ljósvakamiðlana hér á landi.

Í síðustu viku var upplýst um kaup Norðurljósa hf. á fjölmiðlafyrirækinu Fínum miðli. Þar með hefur plötuútgefandi nokkur eignast nær alla frjálsu ljósvakamiðlana hér á landi. Af því leiðir að markaðshlutdeild hans er meiri en leyfð er á flestum öðrum sviðum viðskiptalífsins og því hljóta spurningar að vakna um hugsanleg viðbrögð samkeppnisyfirvalda, sem hingað til hafa gætt lítils meðalhófs í framgöngu sinni gegn hvers konar samruna innan viðskiptageirans.

En í þessu tilviki eru hendur samkeppnisyfirvalda bundnar, vegna þess að samkeppnisaðili Norðurljósa er ríkisstyrktur, eða öllu heldur ríkið sjálft. Þess vegna eru engin takmörk sett á markaðshlutdeild plötuútgefandans. DEIGLAN hefur áður viðrað það sjónarmið, að Ríkisútvarpið sé í raun helsti bandamaður einokunarrisans Norðurljósa hf. en ekki keppinautur eins og einhverjir kynnu að halda. Tilvist ríkisvaldsins á þessum markaði stendur nýjum einkaaðilum fyrir þrifum og gerir löglega einokunaraðstöðu Norðurljósa hf. Það er plötuútgefandanum því mikið hagsmunamál að brölt ríkisbáknsins á ljósvakamarkaðnum haldi áfram sem lengst.

Þessi umræddi plötuútgefandi hefur náð miklum árangri í sínum umsvifum, um það verður ekki deilt. Hann á orðið miklar eignir og án efa í hópi efnuðustu manna landsins. Það má því með ólikindum teljast að svo efnaður maður búi við jafn kröpp kjör og síðustu álagningarskýrslur sína fram á, en þar voru mánaðarlaun hans uppgefin 79 þúsund krónur. Auðvelt er að túlka þessar tölur sem skýr skilaboð frá umræddum plötuútgefanda, þ.e. hvaða augum hann lítur samfélag sitt og hvaða hug hann ber til samborgara sinna.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.