Eigin Idol stjarna

Á miðvikudaginn í næstu viku verða úrslitin í bandarísku Idolkeppninni sýnd beint í Bandaríkjunum. Margar hafa bent á undarlegar niðustöður í keppninni hingað til. Hafa nú komið upp fjölmargar raddir frá almenningi um að það fái litlu um það ráðið hver fari með sigur af hólmi. Hins vegar séu það aðilar með tölvur og netið að vopni sem ráði meira um það sigri.

Á miðvikudaginn í næstu viku verða úrslitin í bandarísku Idolkeppninni sýnd beint í Bandaríkjunum. Margir hafa bent á undarlegar niðustöður í keppninni hingað til. Hafa nú komið upp fjölmargar raddir frá almenningi um að það fái litlu um það ráðið hver fari með sigur af hólmi. Hins vegar séu það aðilar með tölvur og netið að vopni sem ráði meira um það sigri.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi umræða kemur upp en Fox hefur ávallt gert lítið úr þessu. Þeir hafa þó ekki viljað setja þak á það hversu oft hver og einn getur hringt inn í hvert sinn. Bendir það til að Fox vilji ekki sleppa þessu enda töluverðar tekjur. Aðilar sem stunda þetta eru allt frá því að vera “nördar” sem hafa áhuga að þeirra uppáhald komist sem lengst og yfir í að vera stórvirkir „atvinnumenn“. Þessir aðilar eru kallaðir phone phreakers.

Phone phreakers hafa verið lengi að, aðferðir þeirra hafa þó breyst mjög mikið með tilkomu tölvutækninnar. Upphaflega sneri þetta að því að sleppa við að greiða fyrir langlínu símtöl. Fyrir löngu hefur verið komið í veg fyrir þann möguleika en þó hefur phone phreaking ekki stöðvast. Áhugamenn leita stöðugt að nýjum leiðum til að notfæra sér símkerfi. Oftast eru þetta áhugamenn um tækni sem fá útrás fyrir nördaskap á þennan hátt, algengt er að sömu aðilar hafi áhuga á tölvuhakki. Heilu samfélögin eru til á netinu um þetta fyrirbrigði, flest eru í Bandaríkjunum og miðaðuð við bandarísk símakerfi. Til eru margar aðferðir af þessu, allt frá því að reyna að spara nokkrar krónur og upp í stórfelld skemmdarverk.

Ein aðferð sem er vinsæl í dag hjá þessum hópi er að teppa símakerfi með því að hringja í þau ótt og títt með tölvu tengdri við eina eða fleiri símalínur. Þetta hefur verið kallað “War Dialing”, símakerfin þola ekki álagið og hrynja undan álaginu. Í stórum árásum er þessi tækni stórvirkari og mjög margar línur eru notaðar.

Tilgangur þeirra getur verið margvís, sem dæmi sem um “war dialing” hefur verið gegn miðasöla í gegnum síma og í búð. Símasalan er stöðvuð með árásunum, á meðan viðkomandi fer og sækir miða í verslunina. Hitt er að hafa áhrif á símakosningar en venjulegt fólk á ekki möguleika að ná inn, gegn þessum innhringivélum. Tvíþættur ágóði er af þessu fyrir árásaraðilann, viðkomandi tryggir sínum manni fullt af atkvæðum annars vegar og hins vegar ná aðrir ekki inn til að kjósa aðra keppendur.

Forsvarsmenn Idol hafa gert lítið úr þessu og sagt að mjög fáar slíkar hringingar hafi komið, aðrir hafa sagt að þetta hafi verið stundað í miklum mæli (þúsundir aðila). Þessir aðilar hafi stillt saman strengi sína í gengum netið, valið aðila sem eru taldir eiga litlar líkur á að vinna. Aðilarnir leggja undir háar fjárhæðir og í stað þess að treysta á guð og lukkuna, sjá tölvurnar um að tryggja þeim sigur hjá veðbankanum.

Það skal ekki fullyrt hér hvort einhverjir séu í raun og veru að reyna að spilla Idol eða hvort þetta sé enn ein fjarstæðukennda útskýringin til að útskýra mjög skrýtnar niðurstöður keppninnar hingað til. Hins vegar er alveg ljóst að á Íslandi eru nóg til af tölvuáhugamönnum og fikturum til að prufa þessa tækni. Hins vegar koma takmarkanir á fjölda hringinga úr hverju númeri og hátt verð á hverri hringingu í veg fyrir að þetta sé stunað í stórum stíl á Íslandi.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.