Stóð IBM við bakið á nasistum?

Í Sunday Times í gær er greint frá því að helför nasista á hendur gyðingum í seinni heimstyrjöldinni hafi grundvallast á bandarískri tölvutækni, áratugum áður en tölvur komu fyrst til sögunnar.

Í Sunday Times í gær er greint frá því að helför nasista á hendur gyðingum í seinni heimstyrjöldinni hafi grundvallast á bandarískri tölvutækni, áratugum áður en tölvur komu fyrst til sögunnar. Edwin Black, sem er bandarískur rannsóknarblaðamaður, telur sig hafa fundið ítarleg sönnunargögn fyrir þessari kenningu. Nasistar munu hafa notast við eins konar gatamerkingakerfi frá bandaríska skrifstofuvöruframleiðandanum IBM, en þetta kerfi var í raun forveri nútíma tölvutækni. Kerfið var notað til skipuleggja til hlítar ofsóknir á hendur gyðingum með miklu nákvæmaari skráningu en almennt var möguleg með tækni þess tíma.

IBM hefur fyrir löngu viðurkennt að dreifingaraðili fyrirtækisins í Þýskalandi hafi komið kerfinu í hendur nasista en Black segir rannsóknir sínar hafa leitt ýmislegt annað í ljós. Hann segir að Thomas J. Watson, stofnandi IBM, hafi dáðst mjög að Adolf Hitler og hann hafi meira að segja verið sæmdur heiðursmerki þýsku Arnarorðunnar af Foringjanum sjálfum. Stjórnendum IBM hafi verið ljóst frá 1933 að þeir voru í nánum viðskiptum við yfirstjórn nasista. Sonur Watsons og alnafni, sem síðar stýrði fyrirtækinu inn í tölvuöldina, ritaði eftirfarandi í endurminningum sínum: „Bjartsýni byrgði pabba sýn á það sem var að gerast í Þýsklandi.“

IBM hefur undanfarna áratuga byggt um góð tengsl við samtök gyðinga sem eru í forsvari fyrir þá sem lifðu helförina af eða afkomendur þeirra sem týndu lífi. Útlit er fyrir að rannsókn Edwins Blacks muni valda miklum úlfaþyt og verða fyrirtækinu erfiður ljár í þúfu. Skýrsla sú sem Black vann í tengslum við rannsóknina spannar 20.000 blaðsíður og hann segist hafa rætt við meira en 100 manns í tengslum við rannsókn sína. Black segir meginniðurstöðu rannsóknarinnar vera þá, að IBM hafi vísvitandi, með beinum og óbeinum hætti, tekið þátt í helför nasista á hendur gyðingum.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.