Skiptir máli hver kaupir Landsbankann

Sú stefna ríkisstjórnarinnar að selja 30% hlut í Landsbankanum til erlends kjölfestufjárfestis hefur nokkuð verið gagnrýnd á síðustu dögum. Ein af þeim rökum sem færð hafa verið fyrir þessari stefnu er að nauðsynlegt sé að fá erlent fjármagn inn í landið þar sem þjóðin á nú á brattan að sækja með að fjármagna viðskiptahallann.

Sú stefna ríkisstjórnarinnar að selja 30% hlut í Landsbankanum til erlends kjölfestufjárfestis hefur nokkuð verið gagnrýnd á síðustu dögum. Ein af þeim rökum sem færð hafa verið fyrir þessari stefnu er að nauðsynlegt sé að fá erlent fjármagn inn í landið þar sem þjóðin á nú á brattan að sækja með að fjármagna viðskiptahallann.

Við fyrstu sýn gæti virst sem hér sé um nokkuð góð rök að ræða. Það er vissulega rétt að um þessar mundir er til mikils að vinna fyrir stjórnvöld að auðvelda fjármögnun viðskiptahallans, rétt á meðan út honum dregur. Ef málið er hins vegar skoðað eilítið betur kemur í ljós að það skiptir í raun engu máli hvort innlendur eða erlendur aðili kaupir hlutinn, a.m.k. hvað varðar fjármögnun viðskiptahallans.

Ástæðan er einfaldlega sú að innlendir aðilar sem hefðu áhuga á því að kaupa þessi bréf þyrftu einhvern veginn að fjármagna kaupin. Það gætu þeir gert annað hvort erlendis, sem þýddi einfaldlega innflæði erlends fjármagns á sama hátt og ef útlendingar keyptu bréfin beint, eða þá að þeir gætu fjármagnað sig innanlands. En þar sem allt innlent fjármagn er nú þegar bundið einhvers staðar þá þarf í rauninni innlendur sparnaður að aukast til þess að unnt sé að fjármagna þessi kaup innanlands. Þar sem viðskiptahallinn er jafn mismun fjárfestingar og þjóðhagslegs sparnaðar leiðir innlend fjármögnun til þess að viðskiptahallinn dregst saman sem fjármögnuninni nemur. En það þýðir að erlend fjárþörf okkar Íslendinga minnkar sem fjármögnuninni nemur.

Með öðrum orðum, það kemur út á eitt hver kaupir bankann. Ef hann er fjármagnaður erlendis flæða meiri peningar inn í landið. En ef hann er fjármagnaður innanlands flæða minni peningar út úr landinu.

Ríkisstjórnin á auðvitað að einbeita sér að því að fá sem hæst verð fyrir hlut sinn í bankanum. Verðið sem áhugasamur aðili eru tilbúnir að borga er rétti mælikvarðinn á það hversu ákjósanlegur kaupandi hann er.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.