Alvöru úrslitakostir

Ræða sú sem George W. Bush flutti á bandaríska þinginu skömmu eftir hryðjuverkin voðalegu í fyrra mánuði varð Deiglunni að umfjöllunarefni skömmu síðar. Ræðan þótti auka tiltrú jafnvel hörðustu andstæðinga Bush á hæfileikum hans til að leiða Bandaríkin, í það minnsta að vera ekki eins og kjáni að þeirra mati í hvert skipti sem hann þyrfti að opna munninn.

Ræða sú sem George W. Bush flutti á bandaríska þinginu skömmu eftir hryðjuverkin voðalegu í fyrra mánuði varð Deiglunni að umfjöllunarefni skömmu síðar. Ræðan þótti auka tiltrú jafnvel hörðustu andstæðinga Bush á hæfileikum hans til að leiða Bandaríkin, í það minnsta að vera ekki eins og kjáni að þeirra mati í hvert skipti sem hann þyrfti að opna munninn.

En þrátt fyrir að ræðan hafi almennt þótt takast vel, voru ýmis efnisatriði hennar gagnrýnd víða og fannst mörgum hinna frjálslyndari að hin harða afstaða sem kom fram í ræðunni ætti ekki við – hún tilheyrði kalda stríðinu. Einkum voru það eftirfarandi orð Bush sem menn áttu erfitt með að fella sig við:

„Either you’re with us, or you’re with the terrorists.“

Ólíkt því sem menn áttu að venjast hjá forvera Bush í embætti, Bill Clinton, þá þurfa fáir að velkjast í vafa um raunverulegt innihald þess sem Texasbúinn segir. Ofangreind orð Bush munu að öllum líkinum fara á stall með fleygustu orðum bandarískra forseta fyrr og síðar. En þessi yfirlýsing er ekki bara „soundbite“ – innihald hennar hefur þegar haft áhrif og þau áhrif munu vafalítið verða enn meiri þegar fram sækja stundir.

Þeir sem á einhvern hátt taka þátt í eða tengjast hryðjuverkastarfsemi munu sjálfkrafa verða óvinir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Í rauninni er þetta eina leiðin til að berjast gegn hryðjuverkum, að gera hlutdeildarmenn að fullu ábyrga fyrir þeim. Afvopnun Írska lýðveldishersins er skýlaust dæmi um áhrifamátt yfirlýsingar Bush. Og þessi yfirlýsing er líklegri en margar fyrri til að koma böndum á friðarspilla fyrir botni Miðjarðarhafs, bæði meðal Ísraela og Palestínumanna.

En með þessari yfirlýsingu hljóta Bandaríkjamenn jafnframt að hafa skuldbundið sig til að vinna með þjóðum heims að þessu markmiði. Taka verður orðum Bush sem yfirlýsingu leiðtoga hins frjálsa heims og undirtektir annarra leiðtoga, eins og Vladímírs Pútíns, renna stoðum undir þennan skilning. Yfirlýsingin hefur jafnframt þá þýðingu að Bandaríkjamenn verða að koma til móts við sjónarmið annarra þjóða til að halda nauðsynlegri samstöðu.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.