Kjósum samstarf

Kosningar til Stúdentaráðs standa nú yfir. Að þessu sinni eru þrír listar í framboði og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þó lítur fyrir að um helmingur stúdenta muni sitja heima. Hvers vegna telja þau að atkvæði þeirra skipti ekki máli? Og hvers vegna er það rangt hjá þeim?

Kosningar til Stúdentaráðs standa nú yfir. Að þessu sinni eru þrír listar í framboði og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þó lítur fyrir að um helmingur stúdenta muni sitja heima. Hvers vegna telja þau að atkvæði þeirra skipti ekki máli? Og hvers vegna er það rangt hjá þeim?

Fólk getur haft ýmsar ástæður fyrir að kjósa ekki. Tvær þeirra eru helstar:

1.Það er fullt af öðru fólki að fara kjósa. Hvers vegna skiptir máli hvað ég geri?

2.Allir frambjóðendur eru eins svo það skiptir ekki máli hvað ég kýs.

Í seinustu Stúdentaráðskosningum munaði aðeins 4 atkvæðum á Vöku og Röskvu. Það hefði sem sagt verið nóg ef að einu vina- eða kærustupari hefði snúist hugur til að farið hefði á hinn veginn. Einnig var fjöldi þeirra sem gerði atkvæði sitt ógilt með því að strika menn út af öðrum listum eða breyta röð þeirra stærri en fjórir svo það má sannarlega segja að að orðin “að kjósa rétt” hafi orðast beinskeyttari merkingu þann dag.

Þá er að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort að niðurstaða kosninganna skipti máli. Mörgum kjósendum virðist sem fylkingarnar séu mjög svipaðar, málefnin keimlík og jafnvel litasamsetning plakatanna stæluð hvor frá öðrum. Margir eru enn fremur þeirrar skoðunar að: “Flokkadrættir eigi ekki við í háskólapólitík sem sé sérhagsmunagæsla í eðli sínu. Stúdentar ættu að starfa saman í stað þess að karpa innbyrðis.”

Ýmislegt er til í áðurnefndri tilvitnun. En í því samhengi verður að skoðast hvor fylkingin eigi sér betri fortíð varðandi samstarf í Stúdentaráði. Þegar Röskva sigraði mjög naumlega í kosningunum fyrir tveimur árum var engu að síður ákveðið að ALLIR nefndarformenn skyldu koma úr röðum Röskvu. Tillögur Vöku í Stúdentaráði og nefndum þess voru allar kosnar niður. Skoðanir næstum helmings kjósenda voru virtar að vettugi.

Í ár hefur meirihluti Vöku meðal annars boðið Röskvu formennsku í nefndum, fjölgað fulltrúum minnihlutans í stjórn Stúdentaráðs auk þess sem margar tillögur Röskvu voru samþykktar í Stúdentaráði og nefndum þess.

Því miður hafnaði minnihlutinn boði Vöku um formennsku í nefndum. Röskva svaraði því til að þau vildu “skýra ábyrgð”. Með öðrum orðum vildi Röskva einfaldlega ekki koma á fordæmi í þessum efnum. Það skipti engu máli að formannsembættin hefði mátt nýta til að vinna í þágu kjósenda sinna, Röskva vildi ekki koma á slíku fordæmi og þurfa þar með hugsanlega að afsala sér völdum í framtíðinni.

Þegar þetta er skrifað eru um 4 klukkustundir þar til að kjörstöðum lokar. Ég vil nýta tækifærið til að hvetja alla sem hafa kosningarétt til að nýta sér hann. Kjósum markvissa stefnu í stað nöldurs. Kjósum samstarf í Stúdentaráði. Kjósum betri Háskóla. Áfram Vaka!

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.