Mislæg peningaeyðsla!

Í vikunni var athyglisverð samþykkt ríksstjórnarinnar kynnt, það á að verja 6 miljörðum til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra í landinu. Sem betur fer á nú ekki að auka skattheimtuna enn frekar heldur á fjármagna “sköpun atvinnutækifæra” með sölu ríkseigna.

Í vikunni var athyglisverð samþykkt ríksstjórnarinnar kynnt, það á að verja 6 miljörðum til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra í landinu. Sem betur fer á nú ekki að auka skattheimtuna enn frekar heldur á fjármagna “sköpun atvinnutækifæra” með sölu ríkseigna.

Það er hætt að koma á óvart að peningum skattgeiðenda sé varið í umdeilanleg verkefni. Það kom einnig ekki á óvart hvernig skipta á þessum fjármunum, langstærstur hlutinn fer í framkvæmdir á landsbyggðinni, byggja á fleira en eitt menningarhús og styrkja Byggðastofnun um hundruðir milljóna. Aðeins 1 miljarður verður nýttur í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Það vekur hins vegar furðu að ekki sé ljóst að ráðist verði í úrbætur á einum hættulegustu gatnamótum höfuðborgarsvæðisins, gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Talsvert hefur verið rætt um þessi gatnamót og efast fáir um að um þarna sé þörf á framkvæmdum. Stjórnmálamenn virðast ekki einu sinni vera ósammála um mikilvægi þess að gera úrbætur á þessari slysagildru hins vegar keppast nú allir í kerfinu, hvort sem það er ríki eða borg, um að benda á hvorn annan sem hindrun.

Þær ástæður sem gefnar eru upp sem hindrarnir hjá öllum aðilum eru ósannfærandi og virðast stundum hafa það eina markmið að vera þvert á málflutning annarra. Það að stjórnmálamenn deili um kerfisleg atriði í máli sem þeir eru sammála um er óþarfi, stjórnmálamenn verða að hafa pólitískt hugrekki til að fara í framkvæmdir sem eru hagkvæmar og nauðsynlegar fyrir kjósendur þrátt fyrir grundvöllurinn fyrir framkvæmdunum komi frá pólitískum andstæðingum þeirra. Það er því undarlegt að 15 borgarfulltúar, 63 alþingismenn, heill her embættismanna og vel yfir 100 þúsund íbúar Reykjavíkur geti ekki eytt einni helstu slysagildru borgarinnar – því viljinn er fyrir hendi og meira að segja peningarnir!

Latest posts by Berglind Hallgrímsdóttir (see all)