Samgönguæði

Nú í upphafi helgarinnar þeystu þúsundir landsmanna út úr borginni, allir á leið í útilegu í kreppufíling með gamla góða tjaldið og kolagrillið. Ein stærsta ferðahelgi landans er gengin í garð og klárt mál að umferðarfréttir af þjóðvegum lansins munu ekki fara framhjá okkur um helgina.

Nú í upphafi helgarinnar þeystu þúsundir landsmanna út úr borginni, allir á leið í útilegu í kreppufíling með gamla góða tjaldið og kolagrillið. Ein stærsta ferðahelgi landans er gengin í garð og klárt mál að umferðarfréttir af þjóðvegum lansins munu ekki fara framhjá okkur um helgina.

Umferðartafirnar á helstu þjóðvegunum á suðvesturhorninu um síðustu helgi hristu vel upp í umræðunum um samgönguúrbætur á vegum hins opinbera og forgangsröðun samgönguráðherra í málflokknum. Það er ekki að furða þegar litið er til þess að yfirlýst forgangsverkefni núverandi samgönguráðherra eru Vaðlaheiðargöng í hans eigin kjördæmi og samgöngumiðstöð í Reykjavík.

Það viðurkennist hér með að undirrituð hefur lítið skrifað af pistlum um samgöngumál áður en það er hugsanlegt að heimferðin úr útilegu síðustu helgar á 20 km/klst hraða milli Selfoss og Reykjavíkur s.l. sunnudagskvöld hafi einhver áhrif hér á.

Úrbætur á þjóðvegum landsins eru verkefni sem sannarlega krefjast ítrustu athygli. Það er nauðsynlegt að vegakerfið sé þannig úr garði gert að það anni þeim meðalumferðarþunga sem að öllu jöfnu dreifist á samgönguæðarnar og stuðli í leiðinni að umferðaröryggi. Á suðvesturhorninu er umferð um þjóðvegina að öllu jöfnu ekki af þeirri stærðargráðu sem skapast um stærstu ferðahelgar sumarsins en vissulega eru kaflar á þjóðvegi 1 sem þarfnast brýnna úrbóta. Því verður heldur ekki neitað að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur eru þeir vegir sem stærstan toll hafa tekið af mannslífum undanfarin ár ásamt því að bera meiri umferðarþunga en aðrir vegi landsins. Það verður þó seint hægt að ætlast til þess að allir þjóðvegir landins anni hámarksumferð á öllum tímum.

Síðasta framkvæmdaár var eitt það stærsta og dýrasta á sviði samgöngumála hér Íslandi og í ljósi þess fordæmalausa ástands sem ríkir í efnahagsmálum hér á landi um þessar mundir er ljóst að erfitt verður að viðhalda eyðslufillerýi í samgöngumálum næstu árin. Það er því ekki nema eðlilegt að verkefni á sviði samgöngumála séu tekin til grundvallarendurskoðunar og réttast væri að skoða hvort ekki sé hægt að koma flestum þessara framkvæmda í einkaframkvæmd með takmarkaðri þátttöku ríkisins. Þá mætti hugsanlega úthluta meira af kökunni beint í vasa skattgreiðenda sem hafa fullt í fangi með fjárlög heimilianna eins og vaxtastefnu og verðleysi krónunnar er háttað um þessar mundir.

Latest posts by Soffía Kristín Þórðardóttir (see all)

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar

Soffía hóf skrif á Deigluna í apríl 2001.