Vont og það versnar

Við fengum af því fréttir enn og aftur í gærkvöldi að staða ríkisfjármála og efnahagslífsins sé verri en menn áttu von á. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra lýsti því yfir við fjölmiðla í gær að það þurfi að taka enn fastar á ríkisfjármálunum. Yfirlýsing forsætisráðherra er furðuleg en kemur svo sem ekki á óvart því þessi ríkisstjórn hefur verið bæði máttlaus og svifasein þegar kemur að því að taka erfiðar ákvarðandir um ríkisfjármálin.

Við fengum af því fréttir enn og aftur í gærkvöldi að staða ríkisfjármála og efnahagslífsins sé verri en menn áttu von á. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra lýsti því yfir við fjölmiðla í gær að það þurfi að taka enn fastar á ríkisfjármálunum, að óvissa varðandi hagvöxtinn sé meiri en menn héldu og hugsanlega þurfi að skera enn frekar niður í velferðarkerfinu.

Þessar yfirlýsingar forsætisráðherra eru furðulegar en koma svo sem ekki á óvart því þessi ríkisstjórn hefur verið bæði máttlaus og svifasein þegar kemur að því að taka erfiðar ákvarðandir um ríkisfjármálin.122 dagar eru liðnir síðan núverandi ríkisstjórn tók við og enn hafa niðurskurðartillögurnar ekki litið dagsins ljós, stýrivextir síga hægt niður á við, hert hefur verið á gjaldeyrishöftunum og aðgangur að lánsfé er nánast enginn. Ríkisstjórnin hefur sama sem ekkert gert til að færa fjölskyldum og fyrirtækjum nokkra von til þess að hér fari málin að þróast í rétta átt á næstu misserum. Það kemur því ekki á óvart að menn séu svartsýnni á hagvöxtinn nú en fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Legið hefur fyrir í marga mánuði að ráðast þurfi í viðamesta niðurskurð í sögu landsins og ómögulegt verði að hlífa velferðarkerfinu með öllu. Það er því berlega að koma í ljós að áhyggur af útgjaldaáráttu forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og fylgisveina hennar í félagshyggjuflokkunum voru ekki af ástæðulausu og koma nú fram í ákvörðunarfælni á hæsta stigi. Hér á Deiglunni var bent á það í pistli nýlega að forgangsröðin þyrfti ekki að vera ýkjaflókin.

Á tímum uppgangs og góðæris var smurt vel á og unnið duglega að ýmsum málaflokkum á vegum ríkisins sem fyrir rétt um áratug síðan hefðu flokkast sem lúxus eða jafnvel bruðl. Flest þessara verkefna hafa góðan tilgang og vinna jafnvel eitthvert gagn en þegar við stöndum frammi fyrir jafn erfiðum vandamálum og við gerum nú þá þarf ríkið að skera af sér fituna. Hér mun heldur engin skyndimegrun duga heldur er öllum fyrir bestu að breytt verði um lífstíl til frambúðar.

Latest posts by Soffía Kristín Þórðardóttir (see all)

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar

Soffía hóf skrif á Deigluna í apríl 2001.