Ísland fyrir íslenskar kýr

Í gær vannst stórsigur í réttindabaráttu íslenska kúastofnsins er landbúnaðarráðherra hafnaði umsókn Nautgriparæktunarfélags Íslands um leyfi til að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm til ræktunar og kynblöndunar. Það er ljóst að með þessari framsýnu ákvörðun ráðherra er stigið enn eitt framfaraskrefið í íslenskum landbúnaði. Íslenskar kýr sem aldar eru á íslensku grasi af íslenskum bændum gefa af sér hollustu mjólk á jörðinni og að henni þarf að hlúa og mynda um hana víðtæka sátt.

Í gær vannst stórsigur í réttindabaráttu íslenska kúastofnsins er landbúnaðarráðherra hafnaði umsókn Nautgriparæktunarfélags Íslands um leyfi til að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm til ræktunar og kynblöndunar. Það er ljóst að með þessari framsýnu ákvörðun ráðherra er stigið enn eitt framfaraskrefið í íslenskum landbúnaði. Íslenskar kýr sem aldar eru á íslensku grasi af íslenskum bændum gefa af sér hollustu mjólk á jörðinni og að henni þarf að hlúa og mynda um hana víðtæka sátt.

Nautgriparæktunarfélags Íslands fór fram á innflutningsleyfið með það að markmiði að bæta nyt íslenska kúastofnsins og auka þar með framleiðni í íslenskum mjólkuriðnaði. Það sem hins vegar Nautgriparæktunarfélaginu yfirsást er að allt sem erlent er getur verið afar hættulegt og það sem útlendingar leggja sér til munns er yfirleitt ekki boðlegt hér á landi.

Í nóvember síðastliðnum hafnaði Landssamband kúabænda tillögum um innflutning af þessu tagi með stórum meirihluta atkvæða (3/4). Það má því telja fífldirfsku af Nautgriparæktunarfélaginu að sækja um leyfið nú er kúabændur höfðu þegar tekið þessa ákvörðun fyrir íslensku þjóðina, henni til varnaðar og sparnaðar. Landbúnaðarráðherra er því að fylgja vilja þorra þjóðarinnar með þessari ákvörðun sinni auk þess sem hann verndar samkeppnishæfni ósamkeppnishæfra kúa. Nær væri að Nautgriparæktunarfélagið sneri sér að öðrum baráttumálum eins og að hafna innflutningi á erlendum matvörum eða erlendum vörum yfirleitt. Hér sannast því hið fornkveðna: Haft er saft í sveitum, nema síður sé.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)