Setja rauðu strikin strik í reikninginn?

Þeirri hugmynd virðist sífellt vaxa ásmegin að þann 1. maí næstkomandi renni upp einhvers konar ögurstund í íslensku efnahagslífi. Annað hvort komi þá ‘betri tíð með blóm í haga og sæta lánga sumdardaga’ eða skelli á gjörningaveður í íslensku efnahagslífi – allt eftir því hvorum megin við einhver ímynduð rauð strik tiltekinn mælikvarði sé á þeim tímapunkti.

Þeirri hugmynd virðist sífellt vaxa ásmegin að þann 1. maí næstkomandi renni upp einhvers konar ögurstund í íslensku efnahagslífi. Annað hvort komi þá ‘betri tíð með blóm í haga og sæta lánga sumdardaga’ eða skelli á gjörningaveður í íslensku efnahagslífi – allt eftir því hvorum megin við einhver ímynduð rauð strik tiltekinn mælikvarði sé á þeim tímapunkti.

Forkólfar verkalýðshreyfingarinnar hafa undanfarna mánuði dregið línuna milli vina rauðu strikanna og óvina þeirra. Þeir sem lækka vöruverð eru vinir en þeir sem ekki spila með eru óvinir. Engu máli virðist skipta hvort einhverjar hagrænar ástæður mæli með hækkun eða lækkun – rauðu strikin eru allt sem máli skiptir.

Í pistli Deiglunnar frá því sl. haust, þar sem rauðu strikin voru gagnrýnd, var hugmyndinni líkt við mann sem einsetti sér það eitt að halda í sér. Það vita þeir sem reynt að hafa, að slíkum tilraunum lýkur að jafnaði með miklu vatnsfalli. Það sama virðist ætla að verða upp á teningnum með rauðu strikin.

Meira að segja Ögmundur Jónasson eru búinn að átta sig á þessu en í gær setti hann fram samsæriskenningu um að verið væri að breyta vísitölunni þannig, að hún félli innan marka rauðu strikanna. En er ekki hvort eð er verið að hafa óeðlileg áhrif á vísitöluna með því að hindra eðlilega verðþróun í landinu? Hvaða gagn má hafa af vístitölu sem allir vita að grundvallast á því menn eru neyddir til að halda í sér?

Fyrir liggur að forkólfar launþegahreyfinganna ætla að segja upp öllum kjarasamningum, með tilheyrandi umróti, ef rauðu strikin nást ekki – og allir vita hvernig kapphlaup launahækkanna og verðbólgu endar. En erum við einhverju bættari með að ná því markmiði sem að er stefnt – að halda okkur innan marka rauðu strikanna? Þá munu ofangreindir forkólfar hrósa sigri – Phyrrosarsigri, því í kjölfarið mun holskefla verðlagshækkana væntanlega dynja yfir. En þær verðlagshækkanir munu engu máli skipta, því sigurinn vannst – rauðu strikin héldu.

Rauðu strikin hafa þess vegna nú þegar sett strik í reikninginn. Vegna þeirra er viðgangur markaðarins ekki eðlilegur, hagræn atriði ráða ekki för heldur þrjóska. Þetta síðasta inngrip verkalýðsforkólfanna í íslenskt efnahagslíf er ekkert annað en bergmál úr fortíðinni – þessi tími átti að vera að baki.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.