Óhæfr rekstraraðili háskóla

Vinstri menn segja að vandi Háskóla Íslands sé tilkominn vegna lágra framlaga ríkisins til skólans. Þetta er hárétt. Vandi Háskóla Íslands er m.ö.o. fólgin í því eigandi og rekstraraðili hans er óhæfur. Ríkissjóður getur ekki og á því ekki að reka stofnun á borð við Háskóla Íslands. Hins vegar gæti ríkissjóður varið ákveðnum fjármunum til háskólastarfs í landinu og sjálfseignarstofnunin Háskóli Íslands gæti þegið hluta af þeim.

Vinstri menn segja að vandi Háskóla Íslands sé tilkominn vegna lágra framlaga ríkisins til skólans. Þetta er hárétt. Vandi Háskóla Íslands er m.ö.o. fólgin í því eigandi og rekstraraðili hans er óhæfur. Ríkissjóður getur ekki og á því ekki að reka stofnun á borð við Háskóla Íslands. Hins vegar gæti ríkissjóður varið ákveðnum fjármunum til háskólastarfs í landinu og sjálfseignarstofnunin Háskóli Íslands gæti þegið hluta af þeim.

Slík sjálfseignarstofnun gæti gripið til úrræða sem yrðu til þess að efla háskólamenntun í landinu. Meðal þeirra úrræða má nefna fjöldatakmarkanir og skólagjöld. Ekki skólagjöld sem kæmu eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir menn þegar þeir útskrifuðust úr menntaskóla, heldur skólagjöld sem menn horfðu til í nokkur ár á meðan þeir hyggðu að framtíðaráformum sínum. Skólagjöld eru staðreynd við ýmsa skóla og ekki aftrar það fólki frá því að sækja nám þar.. Ætlar einhver að segja mér að það séu bara hátekjumenn sem taki meirapróf (kostnaður við slíkt námskeið nemur á annað hundrað þúsund kr.)?? Eða eru það kannski bara mannvitsbrekkurnar, sem sækja nám við hinn virðulega Háskóla Íslands, sem eiga jafnan rétt til náms?

Ungir sjálfstæðismenn halda nú um helgina málefnaþing í Garðabæ undir yfirskriftinni Ísland tækifæranna. Fjölskyldumál eru þar ofarlega á blaði enda mun næstum hver einasti stjórnarmaður SUS annað hvort hafa eignast barn á árinu eða eiga von á barni. Þessir sömu stjórnarmenn leggja nú alla áherslu á að ríkissjóður bæti kjör barnafólks í landinu, jafnvel þótt það kunni að kosta skuldum vafinn ríkissjóð einhverjar krónur. Meðal hugmynda er þriggja mánaða fæðingarorlof feðra. Að heimta sparnað og aðhald á öllum sviðum ríkisreksturs, en gefa eftir í grundvallaratriðum þegar útgjöldin þjóna manni sjálfum – það er vond heimspeki.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.