Uppgangur í Ráðhúsinu

Uppgangur heldur áfram í Reykjavík undir stjórn R-listans en sem fyrr er hann einangraður við Ráðhúsið. Hugmyndir um að setja á fót s.k. miðborgarstjórn eru enn eitt dæmið um útþenslu borgarbáknsins.

Uppgangur heldur áfram í Reykjavík undir stjórn R-listans en sem fyrr er hann einangraður við Ráðhúsið. Hugmyndir um að setja á fót s.k. miðborgarstjórn eru enn eitt dæmið um útþenslu borgarbáknsins. Á meðan þessu vindur fram er svo komið að lóðir til handa íbúum þessarar sömu borgar eru teljandi í fingrum annarrar handar og lækka þarf laun skólabarna í vinnuskólum á vegum borgarinnar.

En ekki er nú allt slæmt hjá R-listanum. Borgarstjóri hefur nú fundið bráðsnjalla leið til að lækka ferðakostnað hjá stjórnendum borgarinnar. Framvegis verða allar ferðir í boði fyrirtækja sem borgarsjóður á viðskipti við.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.