Þegar frelsi er helsi

Af mörgun innantómum slagorðum Samfylkingarinnar sker hvað mest í eyru þegar talsmenn hennar (sem fer nú ört fjölgandi) tala fjálglega um „frelsi einstaklingsins.“ Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin af kosningastjórn SF að líklegt til fylgis væri að leggja áherslu á hægristefnu.

Af mörgun innantómum slagorðum Samfylkingarinnar sker hvað mest í eyru þegar talsmenn hennar (sem fer nú ört fjölgandi) tala fjálglega um „frelsi einstaklingsins.“ Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin af kosningastjórn SF að líklegt til fylgis væri að leggja áherslu á hægristefnu. Það er líklega rétt ályktað en þessi „nýja áhersla“ er auðvitað ekkert nema skrum. Ekki þarf að skoða stefnuskrá SF lengi til sjá hvernig ætlar Samfylkingin að tryggja frelsi einstaklingsins. Hér skal fátt eitt nefnt:

Það á að hækka tekjuskatta á þá einstaklinga sem mikið vilja leggja á sig til að sjá sér og sínum farboða. Það á að hækka koldíoxíðskatt á bifreiðar svo dýrara verði fyrir fólk að njóta þess frelsis sem einkabifreið veitir því. Það á að gera upptækar aflaheimildir smárra frumherja í sjávarútvegi og bjóða þær fjársterkum risafyrirtækjum til sölu. Það á að hækka tryggingargjald á fyrirtæki um milljarða svo að þau hafi minna svigrúm til að hækka laun starfsfólks.

Það er nefnilega hugsjón jafnaðarmanna að peningar séu betur komnir í sameiginlegum sjóðum þar sem „vitrir“ stjórnmálamenn útdeila þeim til lýðsins, heldur en hjá eigendum peninganna; einstaklingunum sjálfum. Taka ætti öllu tali Samfylkingarmanna um frelsi einstaklingsins með fyrirvara, því þeirra frelsi er helsi.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.