KRÁ-ERR

Nú er íslenski boltinn byrjaður að rúlla og sem fyrr hefur Deiglan ákveðnar skoðanir á þeim málum. Það sem helst hefur vakið athygli í aðdraganda Íslandsmótsins nú er mikil gerjun í Vesturbænum. KR-ingar ætla greinilega að halda upp á aldarafmælið með glæsibrag og hafa í því augnamiði hafið rekstur útvarpsstöðvar og fest kaup á vínveitingahúsi, hvort tveggja athyglisverðar tilraunir.

Nú er íslenski boltinn byrjaður að rúlla og sem fyrr hefur Deiglan ákveðnar skoðanir á þeim málum. Það sem helst hefur vakið athygli í aðdraganda Íslandsmótsins nú er mikil gerjun í Vesturbænum. KR-ingar ætla greinilega að halda upp á aldarafmælið með glæsibrag og hafa í því augnamiði hafið rekstur útvarpsstöðvar og fest kaup á vínveitingahúsi, hvort tveggja athyglisverðar tilraunir.

En hins vegar spyr maður sig að því, hvort forgangsröðunin hjá gamla stórveldinu sé eins og hún á að vera. Ljóst er að nokkrum fjármunum hefur varið í ofantalið, sem hugsanlega hefðu nýst félaginu betur með öðrum hætti. Vallaraðstaða KR-inga er með því lakasta sem gerist meðal liða í efstu deild hér á landi og aðalvöllur félagsins er vart í boðlegu ásigkomulagi. Þrátt fyrir alla stórveldisdraumana, verða menn að hafa hugfast að þeir eru fyrst og fremst að stjórna fótboltaliði. Fótboltalið þarf góða æfingaaðstöðu og almennilegan heimavöll. Útvarp og krá leggja ekki þann grunn sem nauðsynlegur er til að ná árangri.

Engin vafi leikur á því að lið Skagamanna er lið 10. áratugarins og vert er að skoða hvernig haldið hefur verið á málum þar á bæ. Upp úr 1990 var gríðarleg áhersla lögð á uppbyggingu vallarsvæðisins á Jaðarsbökkum með það að markmiði að liðið gæti æft og keppt við bestu hugsanlegu aðstæður hverju sinni. Félagið beindi öllum kröftum sínum í þann farveg, sem líklegastur var til að skila góðu knattspyrnuliði, og góðu knattspyrnuliði fylgir sigurstemmning og gleði. Og þegar sigurgleðin er annars vegar, skiptir engu máli á hvaða krá er drukkið eða á hvaða útvarpsstöð er hlustað.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.