Þreytandi formúla þetta árið

Enn og aftur unnu Ferrari menn sigur í Formúlu 1 kappakstrinum um síðustu helgi. Rubens Barrichello kom fyrstur í mark og félagi hans, Mikael Schumacher, varð annar. Nokkuð er síðan Schumacher tryggði sér heimsmeistartitil ökuþóra og Ferrari-liðið hefur það mikla yfirburði í keppni bílasmiða að það er með 100 stigum meira en BMW-Williams liðið sem er í öðru sæti.

Enn og aftur unnu Ferrari menn sigur í Formúlu 1 kappakstrinum um síðustu helgi. Rubens Barrichello kom fyrstur í mark og félagi hans , Mikael Schumacher, varð annar. Nokkuð er síðan Schumacher tryggði sér heimsmeistartitil ökuþóra og Ferrari-liðið hefur það mikla yfirburði í keppni bílasmiða að það er með 100 stigum meira en BMW- Williams liðið sem er í öðru sæti.

Yfirburðir Ferrari manna þetta árið hafa leitt til þess að keppnirnar hafa verið lítt spennandi. Ekki er hægt að neita því að tæknilega eru Ferrari-bílarnir fremri öðrum bílum en nánast ekkert virðist geta klikkað í þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að ökuþórar hafa lítið þurft að láta reyna á heppnina þetta árið. Hér er til dæmis átt við óvæntar rigningar sem geta leitt til þess að ökumenn missi forystu. Þeir þurfa þá að skipta oftar um dekk en þeir gerðu ráð fyrir og eru stundum nýbúnir að skipta um dekk þegar þeir þurfa að skipta yfir á rigningardekk. Einnig hefur verið lítið um óvænt óhöpp ökuþóra sem hafa breytt röð fremstu manna. Þegar rifjuð eru upp slík óhöpp kemur væntanlega upp í hugann hjá mörgum broslegt atvik fyrir nokkru þegar Mika Hakkinen fór út í skóg að brynna músum eftir að hafa keyrt út af.

Þetta hefur leitt til þess að margir eru hættir að hafa fyrir því að rífa sig upp á helgarmorgnum til að horfa á Formúluna. Það sem hefur dregið marga að sjónvarpinu hingað til er að ræsing hefur oft verið spennandi og síðan dotta menn yfir sjónvarpinu þangað til að óvæntir atburði gerast og lýsendur í sjónvarpi brýna raustina og endursýna hvað gerst hefur. Þannig missir maður sjaldan af neinu, þótt að maður sofi af sér meirihluta útsendingarinnar. Í ár hefur Formúlan ekki haft mikið aðdráttarafl enda gerist lítið og ef Schumacher hefur verið á ráspól eða náð forystu eftir ræsingu er alveg eins gott að slökkva á sjónvarpinu.

Ég vona að á næsta ári verði keppnin harðari og að önnur lið eins og BMW Williams og McLaren sem eru með hörku ökuþóra vinni heimavinnuna sína í vetur og komi með sterkari lið að ári.

Latest posts by Guðrún Pálína Ólafsdóttir (see all)

Guðrún Pálína Ólafsdóttir skrifar

Guðrún Pálína hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2002.