Er ekki sama hvaðan gott kemur?

Áhangendur ríkisfjölmiðla beita jafnan fyrir sig þeirri röksemd að opinbert eignarhald á fjölmiðlum sé nauðsynlegt út frá lýðræðissjónarmiðum. Er þá gjarnan nefnt að sjónarmið allra eigi að fá að heyrast og að gæta eigi hlutleysis, sanngirni, réttætis og heiðarleika. Umræða í ríkisfjölmiðlum mun þannnig vera réttlátari og lýðræðislegri en umræða í þeim miðlum sem reknir eru af einkaaðilum.

Áhangendur ríkisfjölmiðla beita jafnan fyrir sig þeirri röksemd að opinbert eignarhald á fjölmiðlum sé nauðsynlegt út frá lýðræðissjónarmiðum. Er þá gjarnan nefnt að sjónarmið allra eigi að fá að heyrast og að gæta eigi hlutleysis, sanngirni, réttætis og heiðarleika. Umræða í ríkisfjölmiðlum mun þannnig vera réttlátari og lýðræðislegri en umræða í þeim miðlum sem reknir eru af einkaaðilum.

Samkvæmt þessum hugmyndum gegnir Ríkisútvarpið mikilvægara hlutverki en Morgunblaðið í þjóðfélagsumræðunni. Ekki af því að fréttamenn fyrrnefnda fyrirbærisins séu vandaðri en blaðamenn Morgunblaðsins og ekki af því að fagleg vinnubrögð séu fremur í hávegum höfð í Efstaleiti en í Kringlunni. Nei, heldur af því að fyrrnefnda stofnunin er rekin fyrir almannafé en Morgunblaðið fyrir tekjur af frjálsri áskrift og sölu auglýsinga.

Það eitt gerir hana í senn hlutlausa og réttláta. En er það svo? Fréttir eru skrifaðar af mönnum, enn sem komið er, og menn hafa að jafnaði sína eigin dómgreind og sitt eigið gildismat. Gæði fréttaflutnings ráðast fyrst og fremst af hæfileikum, vandvirkni og heiðarleika þeirra manna sem að honum koma. Hver ætlar að halda því fram að ríkisstarfsmenn séu hæfileikaríkari, vandvirkari og heiðarlegri en starfsmenn á almennum vinnumarkaði??

Nú hefur verið sett á laggirnar ný útvarpsstöð á gömlu Sögu FM 94,3. Þeirri stöð er ætlað að sinna almennri þjóðmálaumræðu. Þar fer fremstur í flokki Sigurður G. Tómasson, fyrrum dagskrárstjóri á Rás 2. Ætli hann sé þeirrar skoðunar að heiðarleiki hans og hæfileikar séu miklu minni nú en á þeim tíma sem hann starfaði hjá Ríkisútvarpinu. Að hann sé nú verr til þess fallinn en þá að gæta sanngirni, jafnræðis, réttlætis og heiðarleika í umfjöllun sinni? Vonandi ekki, annars væri hann varla að leggja fram krafta sína og orðspor sitt sem fjölmiðlamanns á þessum nýja vettvangi.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.