Það versta sem hefði getað gerst

Við vitum að sjúkdómurinn er ekki nógu drepandi til að ógna tilverurétti mannkyns. En  aukin dánartíðni er ekki það versta sem getur gerst. Ef sjúkdómurinn hefði lagst á nægilega marga í einu hefði niðurstaðan geta orðið niðurbrot samfélagsins: matardreifing hefði stöðvast, heilbrigðisþjónusta lamast, ef rafmagnið hefði farið af væri enginn mættur til að laga það.

Þess vegna er aðgerðir til hægja á útbreiðslunni réttlætanlegar. Það kann að virka að súrrealískt að nefna niðurbrot samfélagsins, gripdeildir og upplausnarástand sem mögulegar sviðsmyndir íslensks veirufaraldurs en því miður sýna dæmin að mörg samfélög hafi sín þolmörk, og við skulum ekkert vera að komast að því hvort það gildi um okkur líka og hvar þau þolmörk kunni að liggja.

Þess vegna voru hugmyndirnar um að láta faraldurinn ganga yfir, varhugaverðar og óraunsæjar. Varhugaverðar því þær vildu reyna á þessi þolmörk og óraunsæjar því samfélag þar sem sjúkrahús eru sprungin og biðtími er eftir útförum mun aldrei halda út óbreyttri stefnu. Þeir sem vilja loka öllu munu hafa sigur í þannig ástandi.

En að sama skapi er augljóst að um leið og búið verður að bólusetja stóran hluta fólks er hættan á samfélagshruni horfin. Við munum áfram geta lent í að fólk smitist og deyi… en það verðu ekki lengur nein hætta á að það lami samfélagið.

Hópurinn sem vill ganga lengst í sóttvörnum er byrjaður að tala sig inn á að þótt bóluefnið komi þá þurfi samt áfram að hafa miklar hömlur á landamærum, samkomutakmarkanir og aðrar reglur. Það engin ástæða til að beygja sig undir þá nálgun möglunarlaust. Tilkoma bóluefnis breytir öllu um þær ákvarðanir sem við tökum eftir það. Það verður réttlætanlegt að gera verulegar tilslakanir innanlands og á landamærunum þegar hjarðónæmi er náð. Við munum áfram þurfa að verja stök mannslíf, en gangverki samfélagsins mun ekki lengur vera ógnað.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.