Snargeggjuð samkeppni sannar gildi sitt

Til allrar hamingju hamingju fóru ríkisstjórnir ekki að grípa til þess í stórum stíl að þjóðnýta lyfjafyrirtækin í því skyni að taka þau yfir til að “flýta fyrir” þróun bóluefnis.

Það lítur út fyrir að tekist hafi að þróa bóluefni gegn Covid-19 veirunni innan árs frá því að fólk varð fyrst vart við hana. Til allrar hamingju hamingju fóru ríkisstjórnir ekki að grípa til þess í stórum stíl að þjóðnýta lyfjafyrirtækin í því skyni að taka þau yfir til að “flýta fyrir” þróun bóluefnis. Þrátt fyrir það lét fólk “vondu lyfjafyrirtækjunum” það eftir.

Niðurstöðurnar lofa góðu. Bólusetningar eiga að hefjast í nokkrum löndum á næstu dögum og vikum. Fyrirtækin Moderna, AstraSeneca og Pfizer virðast hafa unnið kapphlaupið en mörg önnur eru komin langleiðina með prófanir.

Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnir landanna hafi ekkert gert til að flýta fyrir eða stuðla að þróun bóluefnis. Hið minnsta hafa fjölmörg ríki heitið að kaupa gífurlegt magn bóluefni og mörg styrkt þróun sérstaklega. Eða gert aðrar tilslakanir. Á þingi liggur nú fyrir frumvarp það sem íslenska ríkið heitir í reynda að taka á sig skaðabótakröfu vegna Covid-bóluefnis (venjulega eru það lyfjaframleiðendur sjálfir sem eiga að bera kostnaðinn ef eitthvað fer úrskeiðis).

Covid-krísan er auðvitað ekki tilefni til hreinna lofsöngva um lágmarksríkið. Í heimsfaraldri eru kostir almenns aðgengis að heilbrigðiskerfi til dæmis ótvíræðir. En þegar kemur að hreinu og kláru kappi við tímann má svo sannarlega sjá hvernig snargeggjuð samkeppni á frjálsum markað gerir gagn.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.