Samþjöppun starfa er oft hagkvæm

Reykjavík er með þéttan atvinnukjarna. Atvinnukjarni Reykjavíkur nær frá Ánanaustum í vestri að Mörkinni í austri. Á þessu svæði eru flestir vinnustaðir höfuðborgarsvæðisins. Þarna eru hótel og veitingastaðir sem ráða fólk á lægri launum og bankar, spítalar og háskólar sem ráða fólk á hærri launum.

Margir sjá ókosti við þetta. Þorri fólks að ferðast 10-30 mínútur inn á þetta svæði á hverjum morgni og út af því aftur síðdegis. Mörgum finnst sem vegakerfið gæti nýst betur ef fólk væri að nýta það með jafnari hætti. Marga dreymir um jafnari dreifingu starfa um borgina og jafnvel hverfi sem gætu verið “sjálfbærar einingar”. Til dæmis hverfi með sjúkrahúsi, og starfsfólki sjúkrahússins í fallegu hverfi í kring. Af ýmsum ástæðum verður slík sýn sjaldnast að veruleika.

Ég ætla nefna einn augljósan kost við þéttan atvinnukjarna. Ímyndum okkur ungan tekjulágan einstakling sem telur sig ekki eiga efni á að reka bíl. Hann kýs að leigja herbergi  í Skipholtinu. Þaðan getur hann komist gangandi, hjólandi inn á allan atvinnukjarnann á innan við hálftíma. Hann getur unnið á bar, í búð, eða á sjúkrahúsinu og þarf ekki að eiga bíl til að komast til vinnu.

Meiri dreifing starfa fækkar þeim stöðum sem fólk getur búið á notið alls atvinnusvæðisins, án þess eyða stórum hluta tekna sinna í ferðakostnað.

Það er enginn að segja að allt eigi að vera á einum stað. Markaðurinn finnur þetta oftast best sjálfur. En kjarnamyndun er hagkvæm, annars hefði hún aldrei orðið. Fólk vill búa þar sem flest störf eru og fyrirtæki vilja vera þar sem þau geta valið úr sem flestu starfsfólki. Og þannig verða kjarnar til.

Í góðum borgum er reynt að hafa góðar og fjölbreyttar samgöngur inn í þessa kjarna og innan þeirra. Þetta er hægt að gera með bættum vegum fyrir bíla en líka með stórum fjárfestingum í almenningssamgöngum, á borð við Borgarlínuna. En meira um það í næstu pistlum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.