Mörk réttaríkisins

„Lýðræðislegt og nútímalegt réttaríki á sér ákveðin mörk. Það getur til dæmis ekki neytt konu sem var nauðgað til að fæða barn.“

Þetta sagði lögfræðingurinn og þáverandi forsætisráðherra Jaroslaw Kaczynski árið 2007. Og það má sjálfsagt bæta fleiru við þessa upptalningu. Nútímalegt réttarríki getu heldur neytt konu til að ganga með barn ef meðgangan er hættuleg heilsu hennar. Og nútímalegt réttarríki getur heldur ekki neytt konu til eiga barn sem ekki er líklegt að lifi.

Fóstureyðingar eru bannaðar í Póllandi og hafa verið í um tvo áratugi. Þessar þrjár undantekningar: glæpur, heilsa móður og fósturskaði eru þær einu sem leyfðar eru. Nú eru uppi áform um að fella þær brott. Óháð allri umræðu um fóstureyðingar almennt… hvernig getur hreyfing sem kennir sig við líf lagt til að lífi kvenna sé stefnt í hættu, eða krafist þess að konur gangi með fóstur sem á sér ekki lífs von? Slík hugmyndafræði upphefur ekki líf, hún upphefur fæðingar.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.