Fjarað undan skólalokunum

Sé þess kostur er mikilvægt að reyna að halda skólum gangandi. Bæði vegna barnanna og líka til að nauðsynlegir póstar samfélagsins, þeir póstar þar sem starfsfólk þarf að mæta geti virkað.

Umræða um skólalokanir var hávær í fyrstu bylgju. Margir töldu þær skynsamlegar, sumir starfsmenn skóla studdu þær vegna þess að þeir höfðu eðlilegar áhyggju af eigin heilsu. Flestir þeir sem studdu harðar aðgerðir kölluðu mjög eftir því að skólum yrði lokað.

Sóttvarnaryfirvöld vildu það hins vegar ekki. Ríkisstjórnin studdi þau og sveitarfélögin, jafnt Reykjavík sem önnur, fylgdu þeirra ráðum. Sumir skólar duttu vissulega í sóttkví. Þjónusta var minnkuð. Í borgarstjórn lagði borgarfulltrúi til að skólum borgarinnar yrði lokað, en því var hafnað.

Sé þess kostur er mikilvægt að reyna að halda skólum gangandi. Bæði vegna barnanna og líka til að nauðsynlegir póstar samfélagsins, þeir póstar þar sem starfsfólk þarf að mæta geti virkað.

Reynsla þeirra þjóða sem beitt hafa allsherjarskólalokunum hefur ekki endilega orðið betri en okkar. Í seinni bylgju virðast fleiri hafa fallist á að skynsamlegt sé að halda skólum gangandi í faraldrinum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.