EM 2021 fyrir alla – konur og karla

Nú er hafin umræða um að fresta þurfi EM karla í knattspyrnu vegna kóróna-veirunnar. Í kjölfarið verður því einnig velt upp hvort rétt sé að seinka eða hliðra EM-kvenna 2021 til að það “falli ekki í skuggann” á karlamótinu.

Nú er hafin umræða um að fresta þurfi EM karla í knattspyrnu vegna kóróna-veirunnar. Í kjölfarið verður því einnig velt upp hvort rétt sé að seinka eða hliðra EM-kvenna 2021 til að það “falli ekki í skuggann” á karlamótinu.

Það er algjör óþarfi. Besta hugmyndi í heimi er að halda mótin á sama tíma. Kvennakeppni Wimbledon fellur ekki í skuggann á karlakeppninni. “Kvenna-óskarsverðlaunin” á Óskarsverðlaunahátíðinni falla ekki í skuggann á þeim verðlaunum sem karlar fá á hátíðinni. Kvennagreinar á Ólympíuleikunum eru ekki að berjast við að fá áhorf út af öllum flottu körlunum sem eru að keppa. Þvert á móti, í öllum þessum tilfellum hafa sameiginlegir viðburðir styrkt kvennagreinarnar en ekki hitt. Eins yrði með sameiginlegt EM í fótbolta.

Ég reyndar sömu skoðunar varðandi HM. Frekar en að fjölga liðum upp í 48 karlalið hefði mátt halda eitt HM í fótbolta – fyrir karla og konur. Eflaust eru einhverjir gallar á þessari hugmynd en ég held að kostirnir séu fleiri. Þær greinar sem lengst hafa náð í jafnrétti eru þær þar sem stórmótin eru blönduð. Í knattspyrnu eru stundum enn eins og til séu tvær íþróttir, knattspyrna og “kvennaknattspyrna”. Það má alveg hætta með þá hugsun.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.