Undanúrslit í ameríska fótboltanum

Í kvöld fara fram undanúrslit í ameríka fótboltanum. Í þetta skipti eru það New England Patriots og Pittsburg Steelers sem keppa um AFC meistaratitilinn en Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons keppa um NFC meistartilitinn. Sigurvegararnir í þessum tveimur leikjum keppa síðan í Superbowl eftir tvær vikur.

Í kvöld fara fram undanúrslit í ameríka fótboltanum. Í þetta skipti eru það New England Patriots og Pittsburg Steelers sem keppa um AFC meistaratitilinn en Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons keppa um NFC meistartilitinn. Sigurvegararnir í þessum tveimur leikjum keppa síðan í Superbowl eftir tvær vikur.

Í AFC leiknum eru það Patriots sem eru taldir sigurstranglegri. Patriots eru núverandi meistarar og sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr um síðustu helgi þegar þeir unnu sannfærandi sigur á sterku liði Indianapolis Colts. Fyrir þann leik voru Colts taldir sigurstranglegri þar sem þeir höfðu sterkustu sóknina í deildinni og besta quarterbackinn, Payton Manning. Manning átti ótrúlegt tímabil í vetur. Hann setti met með því að kasta fyrir 49 snertimörkum og kastaði alls fyrir 4550 yördum.

New England liðið er hins vegar þekkt fyrir að hafa eina bestu vörnina í deildinni. Og það kom á daginn að vörn New England jarðaði sóknina hjá Indianapolis. Indianapolis liðið skoraði einungis þrjú stig í leiknum og átti í mesta basli með að endurnýja sóknartilraunir sínar. Á sama tíma var sókn New England sannfærandi. Þar fór fremstur í flokki running backinn Corey Dillon, sem átti frábæran leik. Hann hljóp fyrir 144 yarda og var lykillinn að því að New England náði að vera með boltan nærri því helmingi meira en Indianapolis. New England skoraði 20 stig og vann því leikinn 20-3.

Pittsburg Steelers á hinn bóginn rétt slapp framhjá miðlungssterku liði New York Jets í framlengdum leik í átta liða úrslitunum. Steelers liðið hefur reyndar spilað öðrum liðum betur á þessu tímabili. Þeir unnu 15 leiki en töpuðu aðeins einum. Seinni partinn í nóvember mánuði lögðu þeir meira að segja meistarana New England. Það var fyrsta tap New England í 21 leik. Steelers er því til alls líklegir og AFC leikurinn verður án efa spennandi og skemmtilegur.

Í NFC leiknum er það Philadelphia liðið sem er talið langtum sigurstranglegra. Samkvæmt veðbönkum eru um 65% líkur á því að Philadelphia sigri í kvöld. Þetta er fjórða árið í röð sem Philadelphia kemst í úrslitaleik NFC deildarinnar. Síðastliðin þrjú ár hefur liðið tapað þessum undanúrslitaleik NFL deildarinnar og á það því harma að hefna í kvöld. Philadelphia komst í þennan undanúrslitaleik með því að vinna Minnesota Vikings nokkuð sannfærandi (27-14) um síðustu helgi, og það þrátt fyrir að ein helsta sóknarstjarna liðsins, wide receivering Terrel Owens, væri meiddur.

Atlanta Falcons er af flestum talið vera veikasta liðið sem spilar um þessa helgi. Liðið sigraði í aðeins ellefu af sextán leikjum á tímabilinu áður en úrslitakeppnin hófst. Liðinu er að stórum hluta haldið uppi af sterkum quarterback, Michael Vick. Það gjörsigraði reyndar St. Louis Rams um síðustu helgi (47-17). En St. Louis liðið er mun veikara en Philadelphia.

Báðir þessir leikir verða sýndir beint á Sýn. Sá fyrri (Philadelphia gegn Atlanta) hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma. Sá síðari hefst klukkan 23:30. Góða skemmtun.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.