Útboð eða skömmtun

Í leiðara Viðskiptablaðsins í þessari viku segir um úthlutun á rekstrarleyfum vegna þriðju kynslóðar farsíma: „Engin haldbær rök hafa verið sett fram fyrir þeim hugmyndum sem haldið hefur verið á lofti um verulega gjaldtöku í tengslum við úthlutun rekstrarleyfanna.” Þetta er vitaskuld ekki rétt. En fyrst rökin hafa farið fram hjá leiðarahöfundi Viðskiptablaðsins er kannski ekki úr vegi að renna yfir nokkur þeirra enn eina ferðina.

Í leiðara Viðskiptablaðsins í þessari viku segir um úthlutun á rekstrarleyfum vegna þriðju kynslóðar farsíma: „Engin haldbær rök hafa verið sett fram fyrir þeim hugmyndum sem haldið hefur verið á lofti um verulega gjaldtöku í tengslum við úthlutun rekstrarleyfanna.” Þetta er vitaskuld ekki rétt. En fyrst rökin hafa farið fram hjá leiðarahöfundi Viðskiptablaðsins er kannski ekki úr vegi að renna yfir nokkur þeirra enn eina ferðina.

Tíðnisvið rafsegulbylgna er takmörkuð auðlind (sjá umfjöllun í Morgunsblaðsgrein minni frá 7. febrúar). Skynsamlegasta og hagkvæmasta leiðin til þess að nýta þessa auðlind er að skapa um hana skýran eignarrétt (réttara sagt nýtingarrétt). Ríkið slær því til og bútar tíðnisviðið niður í einingar og býr til nýtingarrétt með lögum. Ríkið er hins vegar afar illa til þess fallið að standa í atvinnurekstri eins og sannast hefur trekk í trekk á síðustu áratugum. Þess vegna ákveður ríkið að úthluta nýtingarréttinum yfir tíðnisviðinu til einkaaðila.

Þá vakna hins vegar áleitin spurning. Hvernig á eiginlega að úthluta nýtingarréttinum? Þannig er nefnilega mál með vexti að mikil verðmæti virðast vera fólgin í nýtingarréttinum og því eru fleiri aðilar sem hafa áhuga en bútarnir eru margir. Allir þeir sem eitthvað hafa lært í hagfræði (og auðvitað mun fleiri til) þekkja einfalda lausn á þessu vandamáli. Lausnin er að hækka verðið á bútunum þar til framboð og eftirspurn mætast. Þetta er nákvæmlega það sem útboð gerir.

Því miður virðist stór hluti fólks hafa óbeit á slíkum markaðslausnum. Það er hins vegar í rauninni aðeins ein önnur leið til þess að úthluta nýtingarréttinum, þ.e. einhvers konar skömmtun. Í því máli sem við erum að fjalla um, þ.e. úthlutun nýtingarréttar yfir tíðnisviði rafsegulbylgna, hefur skömmtunin verið færð í nýjan búning og gefið fallegt nafn, þ.e. samanburðarleið og/eða fegurðarsamkeppni. En bak við allt glansið eru ekkert annað en skömmtun. Meira að segja pólitísk skömmtun.

Í Rússlandi voru þó leikreglurnar í brauðröðinni öllum kunnar. Þ.e. sá sem hafði það af að bíða í röðinni fékk sitt brauð. Pólitísk skömmtun er verri að því leyti að hún kemst ekki hjá því að byggja að einhverju leyti á fordómum þess sem skammtar. Það sem er síðan skrítnast við þetta mál er að nú eru það ekki aðeins þeir sem eru lengst til vinstri í hinu pólitíska litrófi sem aðhyllast skömmtunina heldur einnig margir þeirra sem eru lengst til hægri.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.