Mahatma Gandhi – Martin Luther King – Gautaborg

Einhver öflugasta pólitíska nýjung síðustu aldar var án efa friðsöm mótmæli. Þessi einstaka baráttuaðferð á reyndar rætur að rekja mun lengra aftur, eða að minnsta kosti til kristinna píslarvotta á dögum Rómaveldis, en það var Gandhi sem endurvakti hana, færði í nútímalegan búning og gerði hana að einhverju öflugasta vopni þjakaðs fólks gegn ofbeldi ríkjandi valdastéttar sem um getur.

Einhver öflugasta pólitíska nýjung síðustu aldar var án efa friðsöm mótmæli. Þessi einstaka baráttuaðferð á reyndar rætur að rekja mun lengra aftur, eða að minnsta kosti til kristinna píslarvotta á dögum Rómaveldis, en það var Gandhi sem endurvakti hana, færði í nútímalegan búning og gerði hana að einhverju öflugasta vopni þjakaðs fólks gegn ofbeldi ríkjandi valdastéttar sem um getur.

Baráttuaðferð Gandhi byggðist á tvenns konar aðgerðum. Annars vegar stóð hann fyrir fjölmennum kröfugöngum og útifundum. Grundvallarreglan í slíkum aðgerðum var að mótmæla á friðsaman hátt jafnvel þótt valdastéttin mætti mótmælunum með gríðarlegu ofbeldi. Með þessum hætti tókst mótmælendum að fá siðferðisvitund almennings með sér í lið og að lokum var valdastéttinni einfaldlega ekki stætt á því að beita mótmælendunum því ofbeldi og misrétti sem viðgengist hafði.

Hins vegar stóð Gandhi fyrir borgaralegri óhlýðni (e. civil disobedience). Borgaraleg óhlýðni felst í því að brjóta vísvitandi og á opinskáan hátt gegn lögum sem maður telur vera óréttlát og taka síðan út þá refsingu sem óhlýðnin felur í sér. Þannig er víðfrægt hvernig Gandhi gékk eitt sinn niður að strönd Indlands og hóf að vinna salt úr sjó. Indverjum var á þessum tíma bannað að stunda slíka yðju og taldi Gandhi það vera eitt af því sem gerði Englendingum kleift að halda aftur af indversku þjóðinni. Gandhi var vitaskuld fangelsaður en í kjölfarið fylgdi skari annarra Indverja þar til Englendingum var einfaldlega ekki statt á því að viðhalda banninu.

Þessar baráttuaðferðir gerðu Indverjum á endanum kleift að hrekja Breta af höndum sér. Sams konar aðgerðir voru kjarninn í aðferðafræði Martein Luther King þegar hann barðist gegn því ranglæti sem blökkumenn þurftu að sæta í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum og einnig þeirra sem börðust gegn oki kommunismans í Austur-Evrópu og Kína á níunda áratugnum. Víða hafa þessar aðferðir leitt til gríðarlegra breytinga og jafnvel hruns valdhafandi stéttar.

Það er athyglisvert að bera aðferðafræði Gandhi og Martein Luther King saman við aðferðafræðina sem mótmælendur alþjóðavæðingar hafa tamið sér á síðustu árum. Nú fyrir nokkrum dögum voru sýndar myndir í fréttatíma Sjónvarpsins er grímuklæddum mönnum sem gengu berserksgang um miðborg Gautaborgar. Ólafur Sigurðsson, fréttamaður, hitti naglan á höfuðið þegar hann sagði: „Hverjum dettur í hug að fólk sem berst fyrir hugsjónum sínum þurfi að hylja andlit sín í Svíþjóð í dag, fremur en hér á Íslandi.”

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.