Stríðsspjall

Stríð í Írak er auðvitað engin lausn á neinum vanda en samstaða “gömlu Evrópu” með Saddam er það ekki heldur. Ég veit ekki hvað menn halda að gerist eignlega að loknu vopnaeftirliti Hans Blix. Búast menn e.t.v. við því að Saddam ákveði að breyta efnaverksmiðjum í leikskóla, taki upp stjórnmálasamstarf við Ísrael og boði til lýðræðislegra kosninga?

Bush Bandaríkjarforseti og ríkisstjórn hans fær ekki háa einkunn á pólitískan mælikvarða, frekar en fyrri daginn, fyrir frammistöðu sína í Íraksdeilunni. Málið virðist engan enda taka og Bush hefur tekist, aðeins á nokkrum mánuðum, á ólíkindalegan hátt að sundra Evrópuþjóðum, auka andúð heimsins á Bandaríkjunum, stefna NATO-samstarfinu í voða og jafnvel kalla fram stuðning alþjóðasamfélagsins með vitfirringum eins og Saddam Hussein. Vitleysan er orðin svo mikil að Chirac Frakklandsforseti birtist orðið á forsíðu Time með fyrirsögninni: “Give peace a chance”. Hvað næst?

Sigurglampi stríðsins í Afganistan hlýtur bráðlega að renna af bandaríkskum almenningi sem hlýtur að spyrja sig hvert þetta stefni eiginlega. En ef til vill eru margir þeirra fegnir því að forsetinn skuli vera upptekinn við málþóf og argaþras við þýska græningja og franska tækifærissinna. Hann skemmir þá ekki neitt innanlands á meðan. Hver veit hvað það væri búið að auka mikið styrki til landbúnaðar eða setja á mikið af innflutningshöftum og stáltollum ef forsetinn væri ekki upptekinn í lúdó við Evrópu?

Stríð í Írak er auðvitað engin lausn á neinum vanda en samstaða “gömlu Evrópu” með Saddam er það ekki heldur. Ég veit ekki hvað menn halda að gerist eignlega að loknu vopnaeftirliti Hans Blix. Búast menn e.t.v. við því að Saddam ákveði að breyta efnaverksmiðjum í leikskóla, taki upp stjórnmálasamstarf við Ísrael og boði til lýðræðislegra kosninga?

Hvort sem þarf til þess stríð eða ekki er nauðsynlegt fyrir framtíðina, fyrir okkur öll, að koma á lýðræði í þessum heimshluta. Fyrr kemst ekki á jafnvægi í heiminum. Lýðræði í Írak sem fengi að þroskast myndi í tímans rás smita út frá sér til Sýrlands, Saudi-Arabíu, Kuwait, Íran og fleiri einræðis- og kúgunarríkja þarna í kring. En það er nákvæmlega það sem þessar þjóðir óttast, ég leyfi mér alla vega að efast um að það sé náungakærleikurinn sem ráði för hjá samtökum Arabaríkja er þau hafa lýst því yfir á stríð gegn Írak sé stríð gegn þeim öllum. Menn geta verið á móti stríði því stríð eitt og sér er auðvitað engin lausn en við getum verið viss um eitt, eins og Sigmundur Sigurgeirsson félagi minn orðaði það: “Það er þá alla vega líklegra að Bush komi á lýðræði í Írak heldur en Saddam Hussein.”

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)