Litli fuglinn

Einu sinni var lítill fugl. Litli fuglinn elskaði allt sem var lítið. Hann elskaði skoða lítil blóm, að hreiðra um sig í lítlum trjám og að borða litla orma. En mest af öllu elskaði litli fuglinn lítil ríkisafskipti. Hann kallaði sig oft frjálshyggjufugl, og hann dreymdi um heim þar sem hið opinbera væri lítið. Jafnlítið og hann.

Einu sinni var lítill fugl. Litli fuglinn elskaði allt sem var lítið. Hann elskaði skoða lítil blóm, að hreiðra um sig í lítlum trjám og að borða litla orma. En mest af öllu elskaði litli fuglinn lítil ríkisafskipti. Hann kallaði sig oft frjálshyggjufugl, og hann dreymdi um heim þar sem hið opinbera væri lítið. Jafnlítið og hann.

Litli fuglinn var samt ekki lítill í anda. Eins og aðrir litlir fuglar elskaði hann að fljúga. Hann flaug oft, mikið og hátt. Og þegar litli fuglinn flaug hátt þá sá hann jafnvel stærstu hús urðu lítil, rétt eins og hann. Þetta gladdi mjög lund litla fuglsins. Að sjá að ekkert væri stórt eða lítið í sjálfu sér, heldur væri allt spurning um sjónarhorn.

Litli fuglinn hóf sig oft til lofts á rúmgóðum grasbala, rétt hjá hreiðrinu sínu. Hann elskaði þennan grasbala. Þetta var grasbalinn hans. Hann var auðvitað ekki “hans” í eignarréttarlegum skilningi. Í raun og veru átti hið opinbera balann. En þetta var samt eiginlega grasbalinn hans. Ég meina, hann bjó nálægt honum og notaði hann í það sem hann elskaði mest. Þannig “hans”.

En dag einn ákvað hið opinbera að selja grasbalann og leyfa einkaaðilum að byggja þar hús. Það fannst litla fuglinum bæði vont og leiðinlegt. Ekki bara út af sér heldur líka út af öðrum fuglum sem þurftu að nota grasbalann eins og hann. Í því augnabliki gleymdi fuglinn því að hann vildi hafa ríki lítið og vildi hann hafa grasbalann í almannaeigu, til að markaðurinn léti hann í friði. Og til þess að hann og aðrir litlir fuglar gætu notið hans, flogið um frjálsir og stórir.

Því kannski þótti litla fuglinum þrátt fyrir allt ekki svo mikilvægt að ríkið gerði lítið, heldur að ríkið gerði lítið fyrir aðra. Aðra en litla fugla eins og hann. En þótt einhver gæti haldið að þetta sé skrifað litla fuglinum til háðungar, þá er það ekki svo. Því ég skil ágætlega að litlir fuglar vilji fá að fljúga um frjálsir, helst með sem minnstum tilkostnaði. Og auðvitað þykir mér vænt um fugla. Líka þessa smáu.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.