Nýteprur

Baráttan gegn klámi, nekt og öðrum neðanbeltismálum er einhver auðveldasta hugsjónarbarátta sem farið verður út í. Eftir margra alda þrotlausa baráttu kirkjunnar fyrir því að fólk skammist sín fyrir að vera með tippi og píkur er ekki nema von að auðvelt sé fyrir teprurnar að fá nánast alla elítu og almenning í lið með sér.

Baráttan gegn klámi, nekt og öðrum neðanbeltismálum er einhver auðveldasta hugsjónarbarátta sem farið verður út í. Eftir margra alda þrotlausa baráttu kirkjunnar fyrir því að fólk skammist sín fyrir að vera með tippi og píkur er ekki nema von að auðvelt sé fyrir teprurnar að fá nánast alla elítu og almenning í lið með sér.

Enn þótt hinn hugsjónarlega barátta sé auðveldari en allt sem auðvelt er er hin raunverulega barátta gegn klámi, nekt og annarri slímhúðarlist gjörsamlega vonlaus og töpuð frá upphafi. Í mörg hundruð ár var kaþólska kirkjan að reyna gera kynlíf óhreint og rangt en skírlífi göfugt og gott. Samt hélt fólk nú bara áfram að ríða.

Ein stærstu rök gegn öllu sem var saurugt og skemmtilegt voru þau að um syndir væri að ræða. Það var synd að sofa hjá einhverjum af sama kyni, synd að sofa hjá einhverjum sem maður var ekki giftur, synd að stunda ákveðnar stellingar og tegundir af kynlíf og hrikalega synd að njóta einhvers af þessu.

Í baráttunni gegn klámi heyrast helst tvenns konar rök, ein tengjast mansali og ofbeldi; önnur óljósum áhrifum á samfélagið, svo sem hlutgervingu kvenna o.s.frv. Engin heilvita maður getur mælt mansali og ofbeldi bót, en markmið nýtepra er heldur ekki að banna mansal og ofbeldi heldur að banna nektardans og klám. Það að klám og nektardans stuðli að einhverri hlutgervingu einhvers er hins vegar afskaplega valtur grundvöllur undir nokkuð. Það er álíka auðvelt að neita því að eitthvað hlutgeri einhvern og að neita því að eitthvað sé synd. Sérstaklega þegar sérfræðingarnir í skilningi hugtakanna eru í báðum tilfellum þeir sömu og vilja leggja bönnin á.

Við höfum tvær leiðir í stöðunni. Ein er að berjast gegn misnotkun fólks innan dónalega hagkerfisins, hin er að leggja til atlögu við klámið sjálft. Það er auðvitað fráleit bjartsýni að hægt verði að slá á eina af frumhvötum mannsins með lagasetningu eða upplýsingaherferð. Það verður ekki hægt að fá þorra manna til að hætta að skoða klám ekki frekar en það er hægt að afhomma menn með fræðslu og bænum.

Fyrst að tvö þúsund ára hótanir um kvalir í helvíti dugðu ekki til að slá á kynþörf mannsins þá er ansi ólíklegt norrænar nýteprur muni hafa sigur í þeirri baráttu.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.