Kaupmaðurinn á horninu

Þegar ég var að alast upp á Skaganum á níunda áratugnum þá kenndi ýmissa grasa í smásöluverslun. Kaupfélagið var auðvitað á sínum stað á Kirkjubrautinni og Sláturfélagið rak verslun á Vesturgötu. Í Kaupfélagið var ekki farið nema í ítrustu neyð en oftar var maður sendur í Sláturfélagið. Ég man nú ekki hvort vöruúrvalið var mjög […]

Agnes og Friðrik

Ríkisstjórn Bandaríkjanna stóð í dag að fyrstu aftökunni á sínum vegum síðan árið 2003 þegar Daniel Lewis Lee var tekinn af lífi með eitri sem sprautað var í æðar hans. Daniel þessi hafði beðið dauðans hálfa ævina í kjölfar dómsniðurstöðu þar að lútandi árið 1997 þegar hann var dæmdur til dauða fyrir morð á þremur […]

Bakvið veggi martraðar

Mannréttindi eru brotin víða um heim upp á hvern einasta dag. Oft kemur fyrir að einstaklingar brjóti hverjir á öðrum þegar að þessum réttindum kemur en algengara er þó að ríkisvaldið – stjórnvöld í krafti her- eða lögregluvalds – fremur kerfisbundin mannréttindabrot á sínum eigin borgurum, oftar en ekki þjóðfélagshópum sem andsnúnir eru viðkomandi stjórnvöldum […]

Nútímamaður

Í morgun vaknaði ég, kveikti ljósið, tannburstaði mig, tékkaði á netinu og fékk mér kaffi. Allt gríðarlega hversdagslegar athafnir og eitthvað sem ég hef gert alla mína fullorðins tíð án þess að hugsa mig um hvaðan rafmagnið, vatnið, internetið eða kaffið kom. Ekki eina einustu mínútu. Þetta bara kemur. Það eina sem ég þarf að […]

Langa dimma vetur

Sumarið í sumar hefur farið ótrúlega vel með okkur. Flest höfum við ferðast eitthvað, notað ferðaávísunina og fengið okkur ís eða jafnvel jafnvel farið á Vestfirði og sumir (ekki ég) hafa jafnvel farið þangað sem engir bílar komast og farið inn á svæði sem eru komin í algjöra eyði. Strandirnar eru ágætt dæmi um þetta, […]

Skapar fegurðin hamingjuna?

Það er stundum haft til marks um grunnhyggni að hafa dálæti á því sem fallegt er. Um þetta vitna margvísleg orðatiltæki og vísdómsorð. Engu að síður er manneskjan svona innréttuð. Við sækjumst eftir því sem er fallegt frekar en því sem er ljótt. Við viljum auðvitað frekar eiga fallegt heimili en ljótt, frekar eiga fallegan […]

Leyndarmál frægðarinnar

Að öðlast frægð og frama er keppikefli margra og sumir gera næstum hvað sem er fyrir frægðina, þar á meðal að koma naktir fram. Flestir verða yfirleitt frægir fyrir eitthvað sem þeir hafa gert og margir eru bara frægir fyrir það sem þeir eru. Þannig er Neil Armstrong heimsfrægur fyrir að vera fyrsti maðurinn til […]

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Hvalveiðar Íslendinga hafa löngum verið umdeildar. Ég er orðinn nógu gamall til að muna eftir því að að hafa hlustað á beina útvarpsútsendingu frá atkvæðagreiðslu á Alþingi, með nafnakalli, um bann við hvalveiðum árið 1985. Amma studdi bannið og það voru henni vonbrigði þegar tillagan var felld. Nokkru síðar var bannið samþykkt og við hættum […]

Of hrædd

Í gær ferðaðist ég á milli landa í fyrsta sinn síðan kóvídkrísan hófst síðasta vetur. Það var býsna merkileg upplifun; tómir flugvellir, grímuklæddir farþegar, allt lokað. Daginn áður hafði ég fylgst með knattspyrnuleik í sjónvarpinu þar sem engir áhorfendur voru viðstaddir en yfir útsendinguna voru spiluð gerviviðbrögð ímyndaðra áhorfenda við því sem til tíðinda bar […]

Breyttir tímar

Einhvern tímann heyrði ég þá sögu að hrossaskítur hefði verið talsvert vandamál hér í höfuðstaðnum í kringum aldamótin 1900, það er að segja uppsöfnun hans vegna vaxandi mannfjölda, en hesturinn var þá auðvitað helsti fararskjótinn. Þetta vandamál hvarf svo að segja á einni nóttu þegar nýr fararskjóti reið inn í samfélagið, bíllinn.

Segulstöðvarblús

Vinir okkar í vestrinu fagna tilveru sinni sem þjóðar í dag, 4. júlí. Á fáum þjóðum hefur heimsbyggðin meiri skoðun en Bandaríkjamönnum og fáar þjóðir, ef nokkur, hefur haft meiri áhrif á gang heimsmála síðustu áratugi en sú bandaríska, þótt almennt hafi almenningur þar í landi mun meiri áhuga á sínum eigin viðfangsefnum en annarra. […]

Friðargarðurinn

Breytingar á stjórnarskránni eru í farvatninu. Svo langt er málið komið að almenningur getur nú sagt sína skoðun á frumvarpi til breytinga á stjórnskipunarlögum í samráðsgátt stjórnvalda. Við fyrstu sýn virðist vel hafa tekist til og ræður þar eflaust miklu að yfirvöld fengu til verksins Skúla Magnússon, héraðsdómara, sem að öðrum ólöstuðum er einn okkar […]

Sum börn sem gestir koma

Afskipti ríkisins af málum einstaklinga eru sjaldnast til bóta, nema þá helst ef vera skyldi þegar þegar ríkið gegnir því frumhlutverki sínu að verja einn gegn óréttmætum og ólöglegum ágangi annars. Á nýafstöðnu þingi stóð eitt mál upp úr þegar kemur að því að beita ríkisvaldinu til góðs. Málið sjálft lét ekki mikið yfir sér, […]

Sumarið er tíminn

Íslenska sumarið er engu líkt og það er ekki að undra að það íslenska skáld er vandfundið sem ekki hefur gert sumarið að yrkisefni sínu. Kannski er það hið viðkvæma eðli þess og náttúra, það vekur með manni væntingar alla dimmu og köldu mánuðina, tilhlökkun sem jafnast eiginlega helst á við tælingarmátt undurfagurra og þokkafullra kvenna.

1904: Næturfundur á Þingi

Þann 19. júní 1904 var spennustigið hátt á Alþingi Íslendinga. Þetta var föstudagur. Mikið var í húfi. Þingmenn þeyttust milli herbergja í anddyri gamla þingsins, og fyrsti íslenski ráðherrann Hannes Hafstein, var mættur í húsið, tilbúinn til að miðla málum. Ef illa tækist til við lagasetninguna var fullkominn lagaleg óvissa framundan í þeim málaflokki sem […]

Gúnda-fylgið

Úrslit forsetakosninga koma engum á óvart. Ekki einu sinni þeim frambjóðanda sem tapaði enda vegferðin til Bessastaða vonlaus frá upphafi. Forsetakosningar af þessum toga geta hins vegar verið ágætis mælikvarði á persónufylgi og fylgi við frambjóðanda í einstökum kjördæmum. Auk þess fær forsetaframbjóðandi mun meiri tíma, kynningu og athygli í fjölmiðlum en hann fengi í […]

Í fínu lagi með forsetann

Guðni Th. Jóhannesson var í dag endurkjörinn forseti Íslands með miklum yfirburðum. Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir þegar þessi orð eru skrifuð þá er ljóst að sigur Guðna er mjög afgerandi. Ef ekkert óvænt kemur til þá er líka ljóst að Guðni mun sitja sem forseti Íslands svo lengi sem hann sækist eftir því. […]

Hvenær eru ofsóknir í lagi?

Velmegun og mannréttindi eru forréttindi okkar Íslendinga í samanburði við flestar aðrar þjóðir. Nær hvergi njóta svonefndir minnihlutahópar ríkari verndar en hér á landi. Þetta er staðreynd, þótt vissulega megi alltaf gera betur og við eigum hverju sinni að horfa gagnrýnum augum í eigin barm. Því fer víðs fjarri að velmegun og mannréttindi séu hluti […]

Flíspeysur á fótboltamóti

Þegar ekið er framhjá íþróttasvæðum landsins að sumri til má gjarnan sjá hóp af flíspeysuklæddu fólki standa í kulda og næðingi í stórum hópum á hliðarlínum fótboltavalla til að fylgjast með börnunum sínum spila fótbolta. Þetta eru að öllum líkindum úthverfaforeldrar að sinna einum af þeim skyldum sem óvarðar samfarir og afleiðingar þeirra, barneignir, leggja […]

Eldhús eða öskustó

Í kjölfar þess að íslenska bankakerfið fór á hliðina komu fram á sjónarsviðið sveitir manna sem vildu siðbæta samfélagið og ekki síst stjórnmálin. Raunar var ekki margt annað lagt til málanna, hægri og vinstri var víst alveg úrelt dæmi og þetta átti að snúast um eitthvað allt annað. Það má til sanns vegar færa að […]