Uppgjörið sem varð kósí

Kosningarnar sem áttu að vera uppgjör við Panama-skjölin enduðu á að vera kósí stöðugleikakosningar um hvernig ætti að ráðstafa öllum peningum sem ríkið hefur tekið af kröfuhöfunum. Bjarni Ben, Katrín Jakobs og Viðreisn eru sigurvegarar kosninganna, Björt framtíð og Framsókn geta lýst yfir varnarsigri og Samfylkingin er taparinn. Flokkur fólksins vann svo 2. deildina, kemst á fjárlög og í notalega innivinnu. Sumarþokan Sennilega var það…

Lesa meira


Ég meinti vel þegar ég bannaði þér að opna pítsastað

Það að menn greiði erlendu starfsfólki laun svart eða undir kjarasamningum er ekki eitthvað óleysanlegt vandamál. Við erum með ríkisskattstjóra, stéttarfélög og dómstóla. Fólk ætti að geta sótt rétt sinn í dómskerfinu. Það er þekkt mál frá Danmörku þar sem stéttarfélög lögsóttu verktaka sem voru með pólska verkamenn í vinnu við að byggja Metro. Þeir unnu, verkamennirnir fengu margra mánaða yfirvinnu greidda. Því miður er…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E06

EInu mennirnir með viti fjalla um Nýju fötin keisarans út frá ýmsum hliðum. Þeir koma líka við í tveimur brúðkaupum, á Spáni og þótt þátturinn sé ekki í boði Oddsson þá er sagt frá boði með Oddsson. Flateyri kemur líka við sögu, en mjög óbeint, þannig að einungis innvígðir og innmúraðir eru líklegir til þess að átta sig á samhenginu.


Mörk réttaríkisins

„Lýðræðislegt og nútímalegt réttaríki á sér ákveðin mörk. Það getur til dæmis ekki neytt konu sem var nauðgað til að fæða barn.“ Þetta sagði lögfræðingurinn og þáverandi forsætisráðherra Jaroslaw Kaczynski árið 2007. Og það má sjálfsagt bæta fleiru við þessa upptalningu. Nútímalegt réttarríki getu heldur neytt konu til að ganga með barn ef meðgangan er hættuleg heilsu hennar. Og nútímalegt réttarríki getur heldur ekki neytt konu…

Lesa meira


Trump er falli næst

Auðvitað er ég hlutdrægur. En það auðvitað gaman að sjá Hillary pakka Trump saman í fyrstu kappræðum þeirra á mánudagskvöldið. Þótt það sé ekki nema vegna þess að ég ber virðingu fyrir stjórnmálum sem fagi og því þegar fólk hefur fyrir því að undirbúa sig. Fyrir kappræðurnar hafði heyrst að Hillary hafði æft sig í margar daga en Trump ekkert. Það sást. Hún fór með langar og…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E05

Einu mennirnir með viti taka íslensku þjóðsöguna um 18 barna föður í álfheimum til umfjöllunar en fara líka víða um annars konar velli. Þeir ræða hlutverk og valdmörk sundlaugarvarða, skoða samvinnu Johns og Yoko, fara yfir stöðuna í Framsókn og ræða um Deigluna, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Einu mennirnir með viti, nú í steríó, eru semsagt að dratta sér aftur í gang.


Borgaralaun ganga ekki upp

Á einn hátt eru hugmyndir um borgaralaun rökréttar út frá norrænum hugmyndum um velferðarkerfið. Í miðevrópskum velferðarkerfum á fólk t.d. rétt á heilbrigðisþjónustu út af einhverri ástæðu. Launamenn eru tryggðir af vinnuveitendum, sjálfstætt starfandi tryggja sig sjálfir, börn eru dekkuð af af tryggingu foreldranna og atvinnulausir af ríkinu. Allir eiga rétt á tryggingu, bara af ólíkum ástæðum. Norræna módelið tryggir alla, punktur. Það væri strangt…

Lesa meira


Stjórnarskrár sem ekki er farið eftir gera samt gagn

Sviðsmynd: Heimurinn er árgangur í Verslunarskólanum. Ríki heimsins eru nemendur í skólanum. Dag einn leggja kennararnir fyrir verkefni: Nemendurnir eiga að skrifa sér stjórnarskrá, hver og einn. Viku síðar er boðað til fundar í aðalsal skólans. Skólameistarinn heldur ræðu. Honum er ekki skemmt. “Þetta gengur ekki!” hrópar hann. “Þetta er allt eins! Þið áttuð að vinna allt sjálfstætt. En þið skrifuðuð verkefnin upp hvert eftir…

Lesa meira


Við umberum sjúkdóm þinn!

„Íslenskur kynvillingur að verki með negra“ hljómaði fyrirsögn á Tímanum árið 1952. Margir taka þessa fyrirsögn og fréttina sjálfa sem dæmi um hugarfarið á þesssum tíma. Hugarfar fordóma og umburðarleysis. En til að vera fullkomlega sanngjarn, þá gilti það ekki um alla. Skömmu eftir að fréttin birtist birtist eftirfarandi texti í Kvöldþönkum Vísis, þar sem greinarhöfundur var greinilega ekki ánægður með þá á Tímanum. Þar sagði…

Lesa meira


Hugmynd: Hátekjuskattur á sumar, mjög óvinsælar, hátekjur

Ímyndum okkur land. Landið er ríkt. Landið er réttarríki. Landinu finnst að þeir sem séu ríkir eigi að borga háa skatta. Meðallaun í þessu landi eru 1 milljón á ári. En sumir fá miklu meira. Landið hefur ákveðið að þeir sem séu með 100 milljónir á ári eigi að borga 60 milljónir í skatta. Það er auðvitað slatti. Meira en helmingur, en menn eru samt…

Lesa meira