Alvöru-einkabíllinn á leiðinni

Sumir halda að með tilkomu sjálfkeyrandi bíla muni bílum fækka vegna þessa að hægt verði að nýta bílaflotann á hagkvæmari hátt. Ég held að hin náttúrlega þróun verði þveröfug, bílum mun fjölga og þeim mun fjölga mikið. Það er auðvelt að sjá hvernig fólk kemst að þeirri niðurstöðu að með því að láta bílana rótera […]

Leikur aldarinnar er í kvöld, í alvörunni

Það líður varla sú vika að ekki sé einhver íþróttaviðburður auglýstur sem „eitthvað aldarinnar.“ Þetta er orðin svo mikil klisja að drengurinn sem kallaði „úlfur, úlfur“ er farinn að líta út fyrir að vera varkárnin uppmáluð. En það ætti að vera óhætt að hætta að auglýsa „leiki aldarinnar“ því leikur aldarinnar verður háður í kvöld […]

Uppgjörið sem varð kósí

Kosningarnar sem áttu að vera uppgjör við Panama-skjölin enduðu á að vera kósí stöðugleikakosningar um hvernig ætti að ráðstafa öllum peningum sem ríkið hefur tekið af kröfuhöfunum. Bjarni Ben, Katrín Jakobs og Viðreisn eru sigurvegarar kosninganna, Björt framtíð og Framsókn geta lýst yfir varnarsigri og Samfylkingin er taparinn. Flokkur fólksins vann svo 2. deildina, kemst […]

Ég meinti vel þegar ég bannaði þér að opna pítsastað

Það að menn greiði erlendu starfsfólki laun svart eða undir kjarasamningum er ekki eitthvað óleysanlegt vandamál. Við erum með ríkisskattstjóra, stéttarfélög og dómstóla. Fólk ætti að geta sótt rétt sinn í dómskerfinu. Það er þekkt mál frá Danmörku þar sem stéttarfélög lögsóttu verktaka sem voru með pólska verkamenn í vinnu við að byggja Metro. Þeir […]

Mörk réttaríkisins

„Lýðræðislegt og nútímalegt réttaríki á sér ákveðin mörk. Það getur til dæmis ekki neytt konu sem var nauðgað til að fæða barn.“ Þetta sagði lögfræðingurinn og þáverandi forsætisráðherra Jaroslaw Kaczynski árið 2007. Og það má sjálfsagt bæta fleiru við þessa upptalningu. Nútímalegt réttarríki getu heldur neytt konu til að ganga með barn ef meðgangan er hættuleg […]

Trump er falli næst

Auðvitað er ég hlutdrægur. En það auðvitað gaman að sjá Hillary pakka Trump saman í fyrstu kappræðum þeirra á mánudagskvöldið. Þótt það sé ekki nema vegna þess að ég ber virðingu fyrir stjórnmálum sem fagi og því þegar fólk hefur fyrir því að undirbúa sig. Fyrir kappræðurnar hafði heyrst að Hillary hafði æft sig í […]

Borgaralaun ganga ekki upp

Á einn hátt eru hugmyndir um borgaralaun rökréttar út frá norrænum hugmyndum um velferðarkerfið. Í miðevrópskum velferðarkerfum á fólk t.d. rétt á heilbrigðisþjónustu út af einhverri ástæðu. Launamenn eru tryggðir af vinnuveitendum, sjálfstætt starfandi tryggja sig sjálfir, börn eru dekkuð af af tryggingu foreldranna og atvinnulausir af ríkinu. Allir eiga rétt á tryggingu, bara af […]

Stjórnarskrár sem ekki er farið eftir gera samt gagn

Sviðsmynd: Heimurinn er árgangur í Verslunarskólanum. Ríki heimsins eru nemendur í skólanum. Dag einn leggja kennararnir fyrir verkefni: Nemendurnir eiga að skrifa sér stjórnarskrá, hver og einn. Viku síðar er boðað til fundar í aðalsal skólans. Skólameistarinn heldur ræðu. Honum er ekki skemmt. “Þetta gengur ekki!” hrópar hann. “Þetta er allt eins! Þið áttuð að […]

Við umberum sjúkdóm þinn!

„Íslenskur kynvillingur að verki með negra“ hljómaði fyrirsögn á Tímanum árið 1952. Margir taka þessa fyrirsögn og fréttina sjálfa sem dæmi um hugarfarið á þesssum tíma. Hugarfar fordóma og umburðarleysis. En til að vera fullkomlega sanngjarn, þá gilti það ekki um alla. Skömmu eftir að fréttin birtist birtist eftirfarandi texti í Kvöldþönkum Vísis, þar sem greinarhöfundur […]

Hugmynd: Hátekjuskattur á sumar, mjög óvinsælar, hátekjur

Ímyndum okkur land. Landið er ríkt. Landið er réttarríki. Landinu finnst að þeir sem séu ríkir eigi að borga háa skatta. Meðallaun í þessu landi eru 1 milljón á ári. En sumir fá miklu meira. Landið hefur ákveðið að þeir sem séu með 100 milljónir á ári eigi að borga 60 milljónir í skatta. Það […]

Hið rándýra ólympíska kommúnistaríki

Það að vera keppandi á ólympíuleikum kemst örugglega næst þeirri upplifun að búa í sæmilega velheppnuðu kommúnistaríki. Yfirvöldin skaffa fæði, húsnæði, samgöngur og afþreyingu. Allt er skipulagt. Það er skipulagt í hvaða herbergi hver og einn á að vera, hvaða rúta fer með hvern og hvert og hver á að vera mættur hvenær og hvert […]

Kosningafíkill sem finnur ekki ástríðuna á ný

Með einar kosningarnar enn í reynslubankan er ég hugsi yfir þeim næstu. Ég er búin að greina sjálfa mig sem kosningafíkil. Fjölskyldan mín og vinir hafa öll sammælst um að svo sé. Ég á mér ekki nein áhugamál sem slík, ég er núna að reyna að gera ræktina að áhugamáli, ganga á einhver fjöll og […]

Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir hati ekki veikt fólk

Kári Stefánsson ræðst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa haldið aftur af vexti heilbrigðisútgjalda eftir hrunið. Þetta er ósanngjörn gagnrýni og lýsir fremur þröngri sýn á ríkisfjármálin, sýn þar sem heilbrigðisútgjöld eru eini mælikvarði á gæsku stjórnvalda, óháð öllum ytri aðstæðum. Hið opinbera eyðir aðallega peningum í þrennt: Heilbrigðismál, félagsmál og menntamál. Hitt eru […]

Sjúkrahús eru ekki bönnuð

“Einungis má stunda þá atvinnu sem heimil er samkvæmt lögum. Þó getur ráðherra veitt tímabundna heimild til að stunda atvinnu sem ekki hefur verið sérstaklega leyfð með lögum, séu ríkir almannahagsmunir eru fyrir hendi.” Svona hljómar atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar EKKI. En sumir halda að það hljómi þannig, eða myndu vilja að það gerði það. Þegar einhver […]

Túristinn er nýja síldin – Kapp er best með forsjá

Jæja kæru vinir. Ég var á flandri um landsbyggðina síðustu sex daga og er nú komin aftur í höfuðborgina, reynslunni ríkari, með örlítinn snert af kúltúrsjokki þrátt fyrir að lengsta ferðin hafi bara verið 350 km frá Reykjavík. Nú skal það viðurkennast að ég hef verið óttaleg snobbhæna síðustu ár enda er maður óumflýjanlega alltaf […]

Þegar gulrótin hverfur

Einhver gæti sagt að nýlegir atburðir í Tyrklandi sýni að landið eigi ekki heima í Evrópu, að öll hugmyndin um ESB-aðild Tyrklands hafi allan tíma verið fáranleg. En það er ekki svo. Samanborið við önnur ríki í hinum íslamska menningarheimi er Tyrkland frjálslynt, vestrænt og veraldlegt. Og þótt eftirstríðssaga Tyrklands geymi bæði herforingjastjórnir og vafasama […]

Ein eilífðar hreinmey, í úlfahjörð, sem skrifar svo undir og deyr

Ísland er æðislegt. Frábært, stórkostlega fallegt og merkilegt. Krúttlegt og sætt. Þjóðin er krúttleg og sæt. Menningin er krúttleg og sæt. Fótboltastrákarnir eru sterkir, krúttlegir og sætir. Peppliðið er krúttlegt og sætt. Það er allt svo saklaust og hreint og fallegt á Íslandi. Ísland er yndislegt. Í þessum skrifuðu orðum eru fleiri ferðamenn en heimamenn […]

Maðurinn í stúkunni

Áfraaaaaaaam Íslaaaaaand heyrist í Norður stúkunni og Suður stúkan svarar áfraaaaaam Íslaaaaaand, þetta er hugsanlega leiðinlegasta og þunglyndislega stuðningsmanna hróp í heimi, en hvað fyrirgefur maður ekki þegar „strákarnir okkar“ vinna hvern leikinn á eftir öðrum við þessar kringumstæður og enda með að komast alla leið á #em2016. Fótboltastuðningsmenn eru alveg hrikalega öflugir miðað við […]

Hafnaboltaæðið 2016

Íslenskir hafnaboltaáhugamenn hafa lengi mátt búa við skammarlega vanrækslu íslenskra fjölmiðla á íþróttinni. Ekki eiga þeir von á betra á næstu vikum þegar hætt er við því að fátt annað komist að heldur en túrneringin í Frakklandi. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra beggja mun Deiglan halda áfram reglulegri umfjöllun um þjóðaríþrótt […]

Framtíðarsýn í stað fortíðarböls

Á þessu mikla kosningaári er kannski rétt að við setjum okkur öll viðmið um hvaða framtíð við viljum kjósa. Hvað viljum við frá fólkinu sem á að stýra landinu okkar. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða eiginleika forseta eða þingmanna, við viljum öll eitthvað sérstakt í okkar leiðtogum. Áður fyrr var það […]