Mig skorti kjarkinn í að segja NEI

Í gegnum mína ekki svo löngu ævi hef ég alltaf verið með sterkt bein í nefinu, sagt nei við því sem ég vil ekki. Á unglingsárunum drukku allir vinir mínir, og þeir drukku mikið og oft, mikið var reynt til að fá Stellu til að fá sér smá í tána, en ég bara hafði enga löngun til þess. Í dag drekk ég ekki, og hópþrýstingurinn…

Lesa meira


Hvernig verða svona vondir menn til?

Við erum öll í mismiklum áföllum vegna þess sem gerðist í París fyrir viku. Það dó fullt af saklausu fólki sem átti sér einskis ills von. Það var að fá sér að borða, hlusta á tónlist og spjalla saman á stöðum sem þau töldu sig öll vera örugg. En þau voru það ekki. Árásarmennirnir voru ofstækisfullir hryðjuverkamenn. Illa innrættir, svokallaðir barbarar. Hvernig verða þannig menn…

Lesa meira


Gangbærni borgar sig

Síðastliðna helgi var haldin ráðstefna um uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík og var þar farið yfir helstu áherslur þróunaraðila fasteigna þessa daganna og hvernig þær áherslur fara saman við áherslur og forgangsröðun þeirra sem eru að leita sér húsnæðis. Ríkjandi þema hjá ungu fólki er að komast í húsnæði þar sem ekki er jafnmikil þörf á bíl og annars. Þetta má bæði rekja til breytts neyslumunsturs…

Lesa meira


Parísaródæðin

Árásirnar í París síðastliðinn föstudag, sú í Beirút daginn áður, og á rússnesku farþegavélina yfir Sínaí 2. nóvember, virðast um margt frábrugðnar þeim hryðjuverkum sem drýgð hafa verið á Vesturlöndum á undanförnum árum. Með tilkomu og viðgangi íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak má segja að í fyrsta sinn geti Vesturlönd—og allur hinn siðmenntaði heimur—bent óhikað á hinn raunverulega óvin. Á meðan al-Qaeda og aðrir…

Lesa meira


Andinn sigrar vanda

Eyríkið Nauru í Suður-Kyrrahafi var um skeið það þjóðríki í heiminum þar sem landsframleiðsla á mann var hæst. Auður eyjunnar fólst í ríkulegustu fosfatnámum veraldar, sem eftir miðbik 20. aldar skiluðu þjóðinni gríðarlegum verðmætum. Þegar landið öðlaðist sjálfstæði frá Ástralíu var tekin ákvörðun um að grípa til ráðstafana til þess að tryggja að eyjaskeggjar þyrftu ekki að kvíða því þegar fosfatnámurnar kláruðust—sem var auðvitað óhjákvæmilegt….

Lesa meira


Er enn pabbahelgi?

Stórkostlegar breytingar hafa orðið á umgengni barna við foreldra sína eftir skilnað þeirra. Áður fyrr var það venja að barn fór aðeins aðra hvora helgi til annars foreldrisins (vanalega föðurins) en í dag hefur það aukist til muna að börn skipta tíma sínum jafnt á milli foreldra sinna. Ég held að allir geti sammælst um það að það er barninu til hins betra að þekkja…

Lesa meira


Lærdómur af landsfundi

Hvað sem mönnum kann að finnast um Sjálfstæðisflokkinn, stefnu hans eða forystumenn, þá er landsfundur flokksins merkileg samkoma og einstök í íslenskum stjórnmálum. Á landsfundi birtist stærð flokksins og styrkur hans með allt að þvi áþreifanlegum hætti. Oft hefur landsfundur verið vettvangur mikilla pólitískra sviptinga og yfirleitt vekja sviptingar sem snúast um menn fremur en málaefni meiri athygli fjölmiðla. Landsfundurinn um helgina verður að teljast…

Lesa meira


Hæstiréttur á hálum ís

Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem vinir manns eru dæmdir í fangelsi. Það gerðist þó fyrir rúmri viku þegar Hæstiréttur úrskurðaði í Ímon-málinu svokallaða. Þar sem mér er annt um hina dæmdu las ég dóminn, til að reyna að skilja af hverju ríkisvaldið ákvað að svipta þau frelsi. Við lesturinn er ekki hægt að verjast því að ugg setji að manni….

Lesa meira


Húnarnir á sigurbraut

Einhver magnaðasta saga íþróttanna í Bandaríkjunum er sorgarsaga hafnarboltaliðsins Chicago Cubs. Félagið átti gullöld sína, sem varði í rúm tvö ár, um miðjan fyrsta áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur gengi félagsins verið ömurlegt. Chicago Cubs hefur ekki orðið meistari síðan árið 1908 og ekki komist í úrslit hafnarboltadeildarinnar síðan árið 1945. Lélegt gengi Chicago Cubs er orðið nánast inngróið í þjóðarsál Bandaríkjanna. Það var…

Lesa meira


Minningahöll að molum orðin

Í síðustu viku skrifaði ég pistil um skipulagsmál í Reykjavík en sama dag var hús sem tengist æsku minni afmáð úr borgarmyndinni. Rammagerðin flutti í Hafnarstræti 19 frá áttunda áratug síðust aldar en afi minn stofnaði fyrirtækið. Það eru því fáir staðir sem ég eytt jafn miklum tíma á en þetta hús sem var rifið á miðvikudaginn. Ég er ekki sá eini sem mun sakna…

Lesa meira