Bólusetningarskylda skólabarna – já/nei/kannski?

Það er að bera í bakkafullan lækinn að þylja upp mikilvægi þess að bólusetja börn, þ.e.a.s. þau börn sem þola bólusetningu. Ekki er unnt að bólusetja öll börn, þar sem sum eru of ung fyrir ákveðnar bólusetningar, sum hafa ofnæmi fyrir bólusetningarefnum eða þola ekki bólusetningu vegna ónæmisbælandi sjúkdóma, en það er auðvitað þessi hópur sem þarfnast þess mest af öllum að aðrir séu bólusettir….

Lesa meira


Hæðumst að andstæðingnum, það tryggir okkur sigur

Það koma oft upp mál sem skipta landsmönnum upp í tvö lið eins og ESB aðild, flugvöllur í Vatnsmýri og frjáls verslun fyrir áfengi, til að nefna nokkur dæmi. Það vill þá gerast að fólk dregur sig saman og ræðir hversu vitlaus hinn hópurinn er og reynir að plotta leiðir til að fá fleiri með í liðið sitt. Upp koma eflaust hugmyndir um hvernig er…

Lesa meira


Hver þarf vínbúð opna lengur en 60 mínútur á dag á virkum degi?

Vinkona mín gerði sér dagamun fyrir stuttu og fór ásamt fjölskyldu sinni að heimsækja ömmu sína út á land í þeim megintilgangi að horfa þar saman á íslensku forkeppni söngvakeppni Evrópsku sjónvarpsstöðvanna Júróvisjón. Þegar þau voru komin á áfangastað í heimabæ ömmu þá mundu þau eftir þeim gamalgróna sið að hafa smágjöf með sér þegar maður er boðin í heimsókn og keyrðu því framhjá vínbúð…

Lesa meira


Vinstrimeirihlutinn sem eyðilagði ímynd Strætó

Ímynd skiptir máli. Vinur minn hann Gísli Marteinn sagði að þegar Reykjavíkurborg hafi farið að prófa sig áfram með „frítt í strætó fyrir námsmenn“ verkefnið fyrir allmörgum árum var það gert til að bæta ímynd. Þá höfðu ekki birst nema neikvæðar fréttir um Strætó, svo árum skipti. Nú er sama upp í teningnum. Lúxusjeppi forstjórans, endalaust klúður með yfirtöku á ferðaþjónustu fatlaðra umræða um gjaldskrárhækkanir allt þetta…

Lesa meira


Körlum er betur treyst til að stýra framúrskarandi fyrirtækjum

90% framkvæmdastjóranna sem stýra mest framúrskarandi fyrirtækjum Íslands eru karlar. Creditinfo og Viðskiptablaðið hafa gert úttekt á því hvaða fyritæki, samkvæmt þeirra skilgreiningu, teljast framúrskarandi. Um þetta skrifar Viðskiptablaðið meðal annars í frétt á vef sínum. Fyrirsögnin fréttarinnar sneiðir framhjá steiktasta og sorglegasta fréttapunktinum en hann er að aðeins 10% þessara fyrirtækja er stjórnað af konum. Þessi staða er jafnvel enn verri þegar horft er…

Lesa meira


The Pain of Paying

Dan Ariely er prófessor í sálfræði og hegðunarhagfræði (e. behavioural economics) við Duke háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur mikið skoðað hegðun fólks í mismunandi aðstæðum og eitt af því sem hann hefur rannsakað er hvernig fólki líður þegar það borgar fyrir hluti og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á líðan okkar og hvenær okkur líður verr við að greiða fyrir upplifun eða hluti….

Lesa meira


Off-takkinn

Það mætti stundum halda að off-takkann vantaði sjónvörp sumra. Til hvers annars ætti að setja endalausar reglur um hvað má og hvað má ekki sýna hvenær? Getur fólk ekki bara slökkt á sjónvarpinu eða horft á eitthvað annað? Nýlega komst það í hámæli að Ríkissjónvarpið hafi sýnt, og gelti nú allir heimsins mjóhundar, Bond mynd kl. 20:55. Klukkutíma fyrr en lög heimila. Í sjálfu sér…

Lesa meira


Íslensk verslun tolluð úr landi

Það eru allskonar gjöld sem lögð eru beint og óbeint á skattborgara þessa lands sem sum hver virðast kosta meira en þau skila til ríkisins. Vörugjöldin eru gott dæmi um óbeinan skatt sem fullkomlega ómögulegt er fyrir nokkurn mann að skilja. Ég hringdi á skrifstofu Tollstjóra rétt fyrir jólin til að reyna að komast að því af hvaða vöruflokkum vörugjöldin myndu falla niður, en ég…

Lesa meira


Á(r/g)angur

Umræða um ferðaþjónustu hefur undanfarin misseri snúist um náttúrupassa og leiðir til að takmarka ágang erlendra ferðamanna um náttúruperlur. Nauðsyn þess að tryggja viðunandi aðstöðu á fjölsóttum náttúruperlum er óumdeild en við þurfum að gæta að því að stanslaus neikvæð umræða um ágang erlendra ferðamanna fari ekki að lita almenna afstöðu okkar til ferðamanna sem kjósa að koma til Íslands. Fjöldi erlendra ferðamanna sem koma…

Lesa meira


Skeggjaði hjólreiðamaðurinn

Árið 2008 dobluðu nokkrir vinir mig til að taka þátt í stofnun Samtaka um bíllausan lífsstíl. Ég var einstaklega hrifinn af hugmyndinni enda bjó ég í næstum tvö ár í Kaupmannahöfn þar sem ég ferðaðist einungis um á hjóli eða notaði almenningssamgöngur. Gallinn var bara að eins og flestir Íslendingar þá fór ég allt á bíl. Ég sló samt til og fór á Kaffi Sólón…

Lesa meira