Über sniðugt

Leigubílstjórar um heim allan hafa á undanförnum árum steytt hnefa sína á loft vegna velgengni fyrirtækisins Uber. Samnefnt snjallsímaforrit hefur nefnilega dregið nokkuð úr viðskiptum þeirra enda er markmið þess að tengja saman viðskiptavini sem þurfa á leiguakstri að halda og þá sem eru reiðubúnir til að veita þjónustuna. Þar með er sniðið framhjá hefðbundinni, leyfisskyldri leigubílastarfsemi. Notandi greiðir fyrir farið (og þjórfé, ef því…

Lesa meira


Heimskt og illa innrætt fólk

Mönnum er tíðrætt um nauðsyn þess að bæta umræðuhefð hér á landi hvort sem um er að ræða Alþingi, fjölmiðla, samfélagsmiðla eða spjallið í kaffitímanum. Það væri ákveðið skref í þeirri viðleitni að færa umræðuna á hærra plan ef menn gætu sleppt því að ganga út frá því að aðrar eða ólíkar skoðanir en þeirra eigin jafngildi því að aðrir séu illa gefnir eða illa…

Lesa meira


Mikilvægast af öllu

Það er stundum sagt að fjárlög endurspegli best áherslur og stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Hvort það á við um sitjandi ríkisstjórn skal ósagt látið en hitt er í öllu falli ljóst að fjárlagafrumvarpið hefur dregið fram í dagsljósið hvað það er sem stjórnarandstaðan telur mikilvægast af öllu í íslensku samfélagi; ríkisrekinn fjölmiðill. Í samræmi við þingsköp voru greidd um það atkvæði á Alþingi í gær…

Lesa meira


Pay and smile?

Ég bið þig um að koma með mér í smá ferðalag, við ætlum til lands sem er uppfullt af ævintýrum. Þetta land  þarf ekki risaskemmtigarð eins og Disney land því náttúran og menningin er miklu skemmtilegri en nokkur manngerður skemmtigarður. Landið býður upp á náttúrulega rússíbana, útsýni parísarhjóla, náttúrulega flugeldasýningu og fólkið sem þarna býr hefur meira að segja verið valið vinalegasta fólk í heimi…

Lesa meira


Hann hét Albert Þór 

Við fylgdumst að inn í fullorðinsárin. Kannski of snemma. Kannski of hratt. En samt – eins og síðar kom á daginn – við máttum engan tíma missa.


Að styðja góð mál

Stjórnarandstöðunni á Alþingi virðist vera lífsins ómögulegt að fá frumvörp samþykkt. Sama hversu góð þau eru. Aðeins þau mál sem koma frá meirihlutanum eru líkleg til þess að fá brautargengi. Sama hvaða flokkar eru í meiri- og minnihluta. Þannig virkar pólitíkin. Já þannig virkar úrelt, hundleiðinleg og úr sér gengin pólitík. Pistlahöfundur starfar á öðrum vettvangi stjórnmálanna, í bæjarstjórn Grindavíkur. Fyrir þarsíðasta kjörtímabil var ákveðið…

Lesa meira


Kyrrðin sem er að hverfa

Í morgunrútínunni kemur það iðulega fyrir að ég gleymi einhverju. Lyklar, veski, jakkar, hleðslutæki fyrir tölvu, tölvan sjálf, frakkar og útiföt fyrir dætur mínar, aðra eða báðar, eru allt dæmi um hluti sem uppgötvast stundum þegar líður á morguninn að eru ekki á sínum stað með tilheyrandi skyndi u-beygjum eða skottúrum heim. Einn hlutur hefur hins vegar ekki ratað inn á þennan lista óvenjulega lengi….

Lesa meira


Viðhorfsbreyting í Sjálfstæðisflokknum

Jafnréttisbaráttan snýst ekki lengur um lagalegt jafnrétti, því hafa kynslóðirnar á undan okkur náð fram og eiga skilið þakkir fyrir það. Jafnréttisbaráttan í dag er brátta um viðhorf, að litið sé á konur og karla sem jafningja á öllum sviðum, ekki bara í stjórnmálum, líka þegar kynin velja sér starfsvettvang, í foreldrahlutverkinu o.s.frv. Með nýrri forystu koma nýjar áherslur. Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig á mikilvægi…

Lesa meira


Einsleitt háskólasamfélag

Nú gengur sá tími árs í gang þar sem þúsundir háskólanemenda þreyta jólapróf við þá fjölmörgu háskóla sem starfræktir eru á hér á landi. Þetta tímabil einkennist oft á tíðum af takmörkuðum svefni, legusárum á sitjandanum, reglulegum stressköstum og óhóflegri kaffidrykkju. En þetta er yfirleitt bærilegt fyrir þær sakir að nemendur sjá þetta tímabil einfaldlega sem lið í því að uppfylla kröfur samfélagsins um að…

Lesa meira


Teflon ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er búin að efna eitt stærsta loforðið sitt, þvert á svartsýnisspár og gagnrýnisraddir. Skuldaleiðrétting – tékk! Eins mikið og hægt er að gagnrýna og deila um þetta mál er ljóst að framkvæmdin og ekki síst framkvæmdartíminn hefur fallið vel í kramið hjá þjóðinni. Næst á dagskrá eru gjaldeyrishöftin. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa gefið til kynna að góðra frétta sé að vænta á næstunni….

Lesa meira