Á(r/g)angur

Umræða um ferðaþjónustu hefur undanfarin misseri snúist um náttúrupassa og leiðir til að takmarka ágang erlendra ferðamanna um náttúruperlur. Nauðsyn þess að tryggja viðunandi aðstöðu á fjölsóttum náttúruperlum er óumdeild en við þurfum að gæta að því að stanslaus neikvæð umræða um ágang erlendra ferðamanna fari ekki að lita almenna afstöðu okkar til ferðamanna sem kjósa að koma til Íslands. Fjöldi erlendra ferðamanna sem koma…

Lesa meira


Skeggjaði hjólreiðamaðurinn

Árið 2008 dobluðu nokkrir vinir mig til að taka þátt í stofnun Samtaka um bíllausan lífsstíl. Ég var einstaklega hrifinn af hugmyndinni enda bjó ég í næstum tvö ár í Kaupmannahöfn þar sem ég ferðaðist einungis um á hjóli eða notaði almenningssamgöngur. Gallinn var bara að eins og flestir Íslendingar þá fór ég allt á bíl. Ég sló samt til og fór á Kaffi Sólón…

Lesa meira


Frá Rushdie til Charlie

Nú þegar tæp þrjátíu ár eru liðin frá því að andlegir leiðtogar múslima í Íran kröfðust þess og hvöttu til að Salman Rushdie yrði drepinn fyrir guðlast hafa menn vaknað upp við vondan draum og sameinast að því er virðist um að verja og upphefja tjáningarfrelsið andspænis hótunum og ofbeldi.


Hatrið krafsar í kærleikann

Hryllingurinn í París í gær þar sem ofstopafullir morðingjar drápu tólf saklausa menn hlýtur að vekja með mörgum erfiðar spurningar. Voðaverkið er unnið af mönnum sem sækja réttlætingu brjálæðis síns í bókstafslestur trúarbragðatexta og hafa vafalaust í geðveiki sinni þá bjargföstu trú að þar hafi þeir unnið verk sem guð þeirra hafi velþóknun á. Og vafalítið telja þeir að hermdarverk í nafni íslam séu réttlætanlegar…

Lesa meira


Græn gjaldtaka

Margir hafa orðið til að finna náttúrupassa iðnaðarráðherra allt til foráttu, en nú síðast sagði nýskipaður umhverfisráðherra að henni hugnaðist gjaldtaka af slíku tagi mjög illa. En hverjir eru kostir náttúrupassans fram yfir aðra gjaldtökukosti á borð við komu- eða gistináttagjöld, og getur verið að hann sé umhverfisvænni en önnur gjaldtaka? Flestir virðast á einu máli um að ferðaþjónustan standi frammi fyrir fjárþörf til upbbyggingar…

Lesa meira


Mér finnst ekkert spes að deyja

Efri hæðin á þeim ágæta stað Sirkus er enn lifandi fyrir mér. Ég sé fyrir mér sjuskaðar innréttingarnar og hver gat setið hvar. Sama gildir um nokkra skúra hjá VR-II sem geymdu m.a. félagsaðstöðu stærðfræði- og eðlisfræðinema. Þar kynntist ég kærustunni minni og mörgum af mínum bestu vinum. Hvað mig varðar er ekkert af þessu er horfið. Maður á alltaf minningarnar. Og staðirnir eru ekkert…

Lesa meira


Sumt er gott, annað er slæmt

Áramótauppgjör er ekki ósvipað hálfleiksræðu. Við horfum yfir farinn veg og leggjum mat á hvernig til hefur tekist, hvað stóð uppúr og hvað hefði mátt betur fara. Sumir eru uppteknir af sjálfum sér á þessum tímamótum, hinir vanda um fyrir öðrum.


Kirkjuferðir á aðventu og jólum

Hann var meðhjálpari í Landakirkju í Vestmannaeyjum og þótti vænt um kirkjuna og kristna trú. Hann var skólastjóri og mikill skólamaður. Hann var með þetta alveg á hreinu. Skólinn sér um fræðsluna en kirkjan um trúboðið og samfélag þeirra sem vilja rækta sína góðu trú. Þetta var fyrir mörgum árum og umræðan um skóla og kirkju með öðrum hætti en núna vegna þess að samfélagið…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S2E12

Einu mennirnir með viti eru í spreng að klára tímabilið. Í þessum þætti er upplýst um afdrif pennaveskis sem annar þáttastjórnenda glataði í Madríd. Þeir fjalla líka lauslega um jólaglögg Deiglunnar og boða epískan áramótaþátt þar sem farið verður ítarlega yfir áramótaboðskap forsætisráðherra. Einu mennirnir með viti óska hlustendum gleðilegra jóla.


Heimur batnandi fer

Rétt fyrir jól, á hverju einasta ári, fyllast síður blaða og vefmiðla af fréttum um þá sem minna mega sín í jólaösinni, fjölskyldur sem eiga ekki pening fyrir jólamatnum og heimili þar sem jólasveinninn getur ekki gefið í skóinn. Stríðsfréttir, náttúruhamfarir og efnahagskreppur dynja þess að auki á okkur, á hverjum degi, allt árið um kring. Á hverju einasta ári hríslast um leið að mér…

Lesa meira