Teflon ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er búin að efna eitt stærsta loforðið sitt, þvert á svartsýnisspár og gagnrýnisraddir. Skuldaleiðrétting – tékk! Eins mikið og hægt er að gagnrýna og deila um þetta mál er ljóst að framkvæmdin og ekki síst framkvæmdartíminn hefur fallið vel í kramið hjá þjóðinni. Næst á dagskrá eru gjaldeyrishöftin. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa gefið til kynna að góðra frétta sé að vænta á næstunni….

Lesa meira


Sjúkrastofnun Sjóvá?

Hvernig væri að láta tryggingarfélag sem rekið er í hagnaðarskyni annast rekstur heilbrigðisþjónustu, umönnun sjúklinga og fleira? Það liggur við að ég heyri skandífasista allra skúmaskota skjótast fram, organdi og emjandi: Er ykkur ekkert heilagt, þarna öfgaofstopa frjálshyggjupakk?! Á nú að fara að einkavæða krabbameinið og selja liðagigtina hæstbjóðanda?! Ég átti þess kost fyrir ári síðan að kynna mér starfsemi sjúkrastofnunar í Finnlandi sem heitir…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S2E11

Einu mennirnir með viti brugðu landi undir fót og senda út þátt númer ellefu í seríunni frá höfuðborg Spánar. Þeir ræða ferðalagið, borgina. Vladimír Pútín og Guðni Ágústsson koma báðir við sögu í þættinum auk þess sem þeir lýsa því hvernig þeir bregðast við þegar þeir geta ekki fundið hluti sem þeir eru að leita að.


Er hægt að eiga staðreynd?

Í heimsstyrjöldinni fyrri kom babb í bátinn hjá fréttaþjónustu William Randolph Hearst, The International News Service. Fréttaveitan hafði fjallað um mannfall Breta með óhagfelldum hætti, og missti í kjölfarið ýmis fríðindi sem öðrum stríðsfréttariturum stóðu til boða, svo sem aðgang að víglínunum og símskeytaþjónustu bandamanna, sem gerðu þeim kleift að senda fréttir frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þessar refsiaðgerðir stjórnvalda gerðu fréttariturum INS því ómögulegt að…

Lesa meira


Skuldaleiðréttingin nýtt

Rafræn skilríki hafa verið mikið í umræðunni undanfarið þar sem ætlast er til að einstaklingar noti þau til að samþykkja eða synja skuldaleiðréttinguna. Mikil óánægja var vegna kostnaðarins við skilríkin og fannst mörgum einkennilegt að ríkið skildi skuldbinda fólk til að eiga viðskipti við fyrirtækið Auðkenni sem er í eigu einkaaðila til að sækja sér opinbera þjónustu. Sjálf vann ég við að undirbúa innleiðingu rafrænna…

Lesa meira


Aðförin að einkabílnum

Fyrr á þessu ári varð vinsæl umræðan um aðförina að fjölskyldubílum. Þar var því velt upp hvort skipulega væri unnið gegn bílaeign og kvartað undan skilningsleysi yfirvalda á hlutskipti þeirra sem væri nauðugur einn kostur að fara allra sinna leiða á sjálfrennireið. Í sumar kom fram áhugaverð skýrsla um framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu sem var unnin á vegum Sambands sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S2E10

Einu mennirnir með viti ræða um heilsu sína og lifnaðarhætti. Þeir koma á framfæri mjög áhugaverðri kenningu um hvað sé raunverulega í gangi varðandi tætarana sem lögreglan fékk frá Noregi. Kynlíf ísaldarurriðans kemur að sjálfsögðu við sögu og margt fleira.


Misskilin nautn

Maður nokkur var dæmdur í Héraðsdómi fyrr í haust fyrir að hafa strokið yfir brjóst og ber kynfæri fjórtán ára stúlku. Við sama tilefni var hann sýknaður af því að hafa látið hana strjúka yfir kynfæri sín, þar sem athöfnin var ekki „til þess fallin almennt að veita honum kynferðislega fullnægingu.“ Dómurinn er meðal annars í samræmi við dóm Hæstaréttar frá árinu 2012, þar sem…

Lesa meira


„Er þetta nú efst á forgangslistanum?“

Þetta eru rök sem heyrast iðulega þegar einhver mælir fyrir auknu frjálsræði varðandi verslun á áfengi, eins og t.d. hefur verið gert með frumvarpi sem lagt var fram á þingi fyrr í vetur. Þetta eru rök þeirra sem eru á móti breytingunni en vilja ekki stíga fram og segja það beint út. Í staðinn er málið tæklað með því að gefa í skyn að stjórnmálamenn…

Lesa meira


Hver er einfaldur?

Almenningur ber lítið traust til Alþingis samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Alþingi (Traust til Alþingis, maí 2013). Þá hefur almenn kosningaþátttaka farið minnkandi. Hvorugt er gott í lýðræðisríki. Í sömu rannsókn kom fram að umrætt vantraust beindist að mestu leyti að samskiptamáta þingmanna, framkomu þeirra, vinnulagi á Alþingi og ómálefnalegri umræðu á kostnað samvinnu. Ef bætt yrði úr þessum þáttum myndi…

Lesa meira