Kombakk plötunnar

Á fyrri árshelmingi 2015 seldust rúmlega fimm milljónir platna í Bandaríkjunum. Það þarf kannski ekki að koma á óvart í ljósi þess að blómaskeiði plötunnar lauk fyrir um 25 árum, en fimm milljónir platna er ekki sérstaklega mikið – í samanburði seldust um tíu sinnum fleiri geisladiskar auk þess sem álíka mörgum albúmum var niðurhalað. Það sem er öllu merkilegra er að á meðan bæði…

Lesa meira


What’s in it for me?

Hinar mjög svo skiljanlegu áhyggjur sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa af áhrifum viðskiptaþvingana Rússa hafa tekið á sig furðulega mynd. Ekki er hægt að álasa þeim sem eiga í góðu viðskiptasambandi við Rússland að þeir séu uggandi yfir stöðunni. Það er meira að segja skiljanlegt að þeir freistist til þess að þróa með sér þá skoðun að Ísland ætti að segja sig frá hinum léttvægu viðskiptaþvingunum…

Lesa meira


Kúkur í lauginni

Í hverri viku birtast fréttir um útskitnar náttúruperlur þar sem hlandblautur klósettpappír fýkur til í grasinu, endalausar raðir í Leifsstöð og illa útbúna ferðamenn sem hætta sér út í miskunnlausa náttúruna. Allt kemur þetta hinum almenna Íslendingi afskaplega mikið á óvart, en af hverju? 2015 er þriðja, eða jafnvel fjórða, sumarið þar ferðamannaaukning er talsvert umfram væntingar. Þrátt fyrir þetta hefur næstum ekkert verið gert….

Lesa meira


Drusla þakkar fyrir sig

Að ganga með vinum niður Skólavörðustíginn sem var fullur af fólki í baráttuhug er einhver fallegsta stund sem ég hef upplifað í íslensku samfélagi. Þetta voru ekki mótmæli þar sem þras um núverandi ástand var yfirskriftin. Nei þetta var bylting, bylting á hugarfari og bylting á samfélagi. Saman í göngunni voru börn, konur og menn, já fullt af karlmönnum. Fyrir nokkrum árum síðan tók vinur…

Lesa meira


Víst hefði RÚV getað gert betur með HM kvenna

Þegar ég hamra þessi orð með sjónvarpið fyrir framan mig og einn kaldan á kantinum er úrslitaleikur í HM kvenna að hefjast. Þetta er 12 leikur sem RÚV sýnir á mótinu, af þeim 52 sem þar fóru fram. Þegar karlamótið fór fram (Innskot: Vúhú mark fyrir Bandaríkin) sýndi RÚV langflesta leikina (nöjts, 2:0) og lét af hendi örfáa til Stöð 2 en enginn sem vildi ekki…

Lesa meira


Til hamingju með daginn

Kæru landsmenn, til hamingju með daginn. Við getum stolt haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, verandi sú þjóð heims sem stendur sig hvað best þegar kemur að jafnrétti kynjanna og kvenréttindum. Allt lagaumhverfi hér á landi tryggir jöfn réttindi karla og kvenna og hefur svo verið um áraraðir. Opinberar tölur og tölfræði sýna að staða kvenna hér á landi er góð, svo ekki…

Lesa meira


Hækkun lífeyris á að vera sjálfsögð til jafns við aðrar

Í allri umræðu um bætt kjör launafólks hefur Öryrkjabandalagið reynt að knýja fram breytingar hvað varðar örorkulífeyri. Talsmenn ellilífeyrisþega eru á sama máli og ASÍ líka þegar kemur að atvinnuleysisbótum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að þeir sem hafa, vegna veikinda eða slyss, misst getuna til að taka þátt í atvinnulífinu með sama hætti og aðrir, fari fram á að geta lifað á því…

Lesa meira


Hefur Akureyrarbær heyrt um evrópska efnahagssvæðið?

Seinustu sumur hafa Strætisvagnar Akureyrar (SVA) skorið hressilega niður þjónustu sína yfir sumartímann oftast með þeirri afsökun að ekki hafi fengist fólk til sumarafleysinga. Allt meiraprófsliðið sé að keyra túrista og enginn vill keyra strætó. Í ár á þannig að hætta akstri í heilan mánuð. Ef maður leitar að „Sumarafleysingar SVA“ finnur maður engar síður þar sem verið er að auglýsa eftir sumarafleysingum hjá SVA…

Lesa meira


Ísland best í heimi!

Í dag þarf ég að skrifa pistil og því miður er bara eitt umræðuefni sem kemur til greina, verkföll. Hver vill eiginlega að skrifa um það. Komm on! Það er nýkomið sumar og veturinn var hræðilegur. Getum við ekki bara lokað augunum, troðið puttunum inn í eyrun og vonað að allt reddist. Hefur það ekki verið þjóðarmóttóið hingað til? Því miður þá sýnist mér að…

Lesa meira


Frú forseti

Obama mun láta af forsetaembætti á næsta ári eftir frekar tilkomulitla átta ára valdatíð. Miklar væntingar voru gerðar til hans í upphafi valdatímabilsins sem honum hefur ekki tekist að standa undir. Þrátt fyrir þennan dóm virðist honum vera að takast nú rétt undir blálok forsetatíðar sinnar að skilja eftir sig ógleymanlega arfleifð, sem alla forseta dreymir um, að minnsta kosti samkvæmt F. Underwood í „House…

Lesa meira