Þetta er bara algerlega rangt hjá þér!

Hversu oft hefur einhver viðmælandi, í sjónvarpssal, sagt nákvæmlega þetta við andmælanda sem svarar í sömu mynt? Samt getur einungis annar þeirra haft rétt fyrir sér. Varla eru menn farnir að ljúga. Ekki beint en staðreyndir virðast ekki skipta máli þegar að ólíkar afstöður eru rökræddar nú til dags. Hlutverk fréttamanna í svona aðstæðum felst oftast í að henda inn einstaka spurningum til að halda…

Lesa meira


Kynfæramyndir og kynbundið ofbeldi

Fyrir nokkrum mánuðum síðan rændu hryðjuverkasamtökin Boko Haram þrjúhundruð nígerískum stelpum úr skóla þeirra, m.a. á grundvelli andstöðu sinnar við menntun kvenna. Á undanförnum mánuðum hafa fjölmiðlar flutt fjölmörg dæmi þess að vafasamar myndir af konum hafi verið settar á netið án vitundar eða samþykkis þeirra, í því skyni að niðurlægja þær. Í bandarískum fjölmiðlum var ein helsta íþróttafrétt undanfarinnar viku sú að leikmaður NFL…

Lesa meira


Fjölmiðlapólitík í leikhúsinu

Hræringar í fjölmiðlaheiminum undanfarnar vikur hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Það hefur komið berlega í ljós að fjölmiðlamenn eru ekki hlutlausir frekar en stjórnmálafræðingar eða nokkur önnur manneskja ef því er að skipta. Það er hins vegar engin klisja að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið – það hefur mjög skýra birtingarmynd á Alþingi. Samspil fjölmiðla og stjórnmálamanna er magnað fyrirbæri. Ég hef fjórum sinnum tekið…

Lesa meira


Hættum að umbera samkynhneigða

Það þykir flott að vera umburðarlyndur og menn keppast við að lýsa sjálfum sér sem umburðarlyndum einstaklingum. Sem orð er umburðarlyndi í tísku.


Á maður að standa í þessu?

Vefritið Deiglan var stofnað fyrir rúmum fimmtán árum. Á þeim tíma sem liðinn er hafa þúsundir pistla um hin ýmsu mál verið birt. Yfir hundrað manns hafa verið Deiglupennar og eftir marga liggur nú orðið umtalsvert mikið efni sem ýmist hefur birst á þessum vef, í dagblöðunum eða annars staðar.


Rammagerðin

Jæja, mánudagur í dag. Veðrið er alltaf til umræðu, hvernig sem það er. Það er farið að dimma, haustið er komið, börnin farin í skólana, sumarfríið búið og fólk að detta aftur í rútínuna. Þangað til blessuð jólin koma. Svo er ýmislegt í fréttum.


Einföldu reglurnar

Við þurftum ekkert að líta á dagatalið þessa helgina til að vita að haustið er komið. Það skall á okkur. Haustinu fylgja ekki einungis haustlægðir með fjúkandi trampólínum og stífluðum niðurföllum. Haustið er, rétt eins og áramótin, tími til að setja sér ný markmið. Fríið er búið og verið er að skipuleggja rútínuna sem framundan er næstu mánuðina. Alþingismenn koma úr fríi, rétt eins og…

Lesa meira


Höfuðsyndirnar sjö: Lostinn

Einu mennirnir með viti ljúka umfjöllun sinni um höfuðsyndirnar sjö í lostafengnu uppgjöri við sínar dýrslegustu hvatir. Hafi Einu mennirnir með viti gengið nálægt sjálfum sér í fyrri umfjöllunum þá má segja að þeir séu komnir alveg inn að skinni í þetta sinn. Hlustendur eiga ekkert minna skilið en að þáttastjórnendur komi til dyranna eins og þeir eru klæddir, séu þeir á annað borð klæddir.


Er pabbahelgi?

Eitt sinn sat ég með vinkonu minni og sagði henni mjög ákaft frá frábærum manni sem ég þekkti sem væri nýskilinn en hann væri með börnin jafn mikið og jafnvel meira en mamman, þau skiptu öllu á milli sín. Mér fannst þetta stórmerkilegt og hann var svo duglegur í mínum augum. Vinkona mín horfir á mig og segir: ,,Stella afhverju er hann duglegur, hann er ekki duglegur, hann er bara að gera það sem hann á að gera“. Þetta var ekki árið nítíu og eitthvað, nei þetta var 2011.Ég hugsaði við þessi ummæli hennar „hversu forn í hugsun er ég eiginlega“.


Fólkið sem lifir af

“Af öryggisástæðum eru farþegar beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum þangað til að flugvélin hefur numið staða og slökkt hefur verið á sætisbeltaljósum.”