Fjölhyggjan

Um daginn færði einhver mér fallega kókflösku sem á stóð: „Njóttu Coke með Pawel.“ Einn kostur við  hinn frjálsa markað er það er innbyggt í hann fordómaleysi gagnvart peningum. Menn geta þannig spurt ráðherra og rifist í blöðum um það hvort það eigi að hafa pólskumælandi starfsmenn í Vinnumálastofnun, en þegar kemur þjónustu einkafyrirtækja þá þarf slíkt ekki. Ef nógu margir munu vilja versla við banka bara…

Lesa meira


Vélarnar taka völdin

Þegar saga mannkyns er skoðuð þá blasir við ansi einsleit mynd (tölulega séð) í mjög langan tíma þar til ein uppfinning verður þess valdandi að þróun mannskyns fer af stöðnun inn á veldisvöxt. Það var beislun James Watts á gufuaflinu þar sem aldargömlum starfsháttum sem byggðust upp á nýtingu vöðvaafls (manns eða vinnudýra) voru loks aflögð. Það tók þessa uppfinningu nokkra áratugi að komast í…

Lesa meira


Strákar fyrir stelpur

Þann 20. september síðastliðinn hélt Emma Watson ræðu við upphaf herferðar á vegum UN Women sem kallast HeForShe. Í ræðunni hvatti Watson karlmenn að ganga til liðs við kvennréttindabaráttuna. Megininntak ræðunnar og herferðarinnar er að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna sé ekki einkamál kvenna og svo að raunverulegt jafnrétti sé mögulegt þurfi karlmenn að taka afstöðu með jafnrétti kynjanna. Í ræðunni minntist Watson til að mynda…

Lesa meira


Þetta er bara algerlega rangt hjá þér!

Hversu oft hefur einhver viðmælandi, í sjónvarpssal, sagt nákvæmlega þetta við andmælanda sem svarar í sömu mynt? Samt getur einungis annar þeirra haft rétt fyrir sér. Varla eru menn farnir að ljúga. Ekki beint en staðreyndir virðast ekki skipta máli þegar að ólíkar afstöður eru rökræddar nú til dags. Hlutverk fréttamanna í svona aðstæðum felst oftast í að henda inn einstaka spurningum til að halda…

Lesa meira


Kynfæramyndir og kynbundið ofbeldi

Fyrir nokkrum mánuðum síðan rændu hryðjuverkasamtökin Boko Haram þrjúhundruð nígerískum stelpum úr skóla þeirra, m.a. á grundvelli andstöðu sinnar við menntun kvenna. Á undanförnum mánuðum hafa fjölmiðlar flutt fjölmörg dæmi þess að vafasamar myndir af konum hafi verið settar á netið án vitundar eða samþykkis þeirra, í því skyni að niðurlægja þær. Í bandarískum fjölmiðlum var ein helsta íþróttafrétt undanfarinnar viku sú að leikmaður NFL…

Lesa meira


Fjölmiðlapólitík í leikhúsinu

Hræringar í fjölmiðlaheiminum undanfarnar vikur hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Það hefur komið berlega í ljós að fjölmiðlamenn eru ekki hlutlausir frekar en stjórnmálafræðingar eða nokkur önnur manneskja ef því er að skipta. Það er hins vegar engin klisja að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið – það hefur mjög skýra birtingarmynd á Alþingi. Samspil fjölmiðla og stjórnmálamanna er magnað fyrirbæri. Ég hef fjórum sinnum tekið…

Lesa meira


Hættum að umbera samkynhneigða

Það þykir flott að vera umburðarlyndur og menn keppast við að lýsa sjálfum sér sem umburðarlyndum einstaklingum. Sem orð er umburðarlyndi í tísku.


Á maður að standa í þessu?

Vefritið Deiglan var stofnað fyrir rúmum fimmtán árum. Á þeim tíma sem liðinn er hafa þúsundir pistla um hin ýmsu mál verið birt. Yfir hundrað manns hafa verið Deiglupennar og eftir marga liggur nú orðið umtalsvert mikið efni sem ýmist hefur birst á þessum vef, í dagblöðunum eða annars staðar.


Rammagerðin

Jæja, mánudagur í dag. Veðrið er alltaf til umræðu, hvernig sem það er. Það er farið að dimma, haustið er komið, börnin farin í skólana, sumarfríið búið og fólk að detta aftur í rútínuna. Þangað til blessuð jólin koma. Svo er ýmislegt í fréttum.


Einföldu reglurnar

Við þurftum ekkert að líta á dagatalið þessa helgina til að vita að haustið er komið. Það skall á okkur. Haustinu fylgja ekki einungis haustlægðir með fjúkandi trampólínum og stífluðum niðurföllum. Haustið er, rétt eins og áramótin, tími til að setja sér ný markmið. Fríið er búið og verið er að skipuleggja rútínuna sem framundan er næstu mánuðina. Alþingismenn koma úr fríi, rétt eins og…

Lesa meira