Uppgangur hacktivista

Í seinasta pistli mínum skrifað ég um hversu auðvelt það getur verið að brjótast inn í tölvukerfi. Þótt ekki sé alveg víst að það hafi verið innbrot inn á vef Mossack Fonseca, þá sýndu athuganir sérfræðinga frammá það hversu auðvelt það hefði verið. Jafnvel aðili með gríðarlega litla þekkingu hefði getað gert það. Ekkert bendir til annars en þessum innbrotum muni fjölga til muna á…

Lesa meira


Gagnastuldurinn mikli – ertu næstur?

Gagnastuldurinn hjá lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca hefur ekki farið fram hjá neinum og eðlilega hefur verið gríðarleg umræða um efni gagnanna, en minna hefur farið fyrir því að ræða hvernig gögnin fengust. Í flestum innlendum fjölmiðlum hefur þetta verið kallaður gagnaleki – þótt það geti varla talist leki – ekki frekar en ef þú er rændur með valdi að það sé hægt að kalla það lán….

Lesa meira


Velvakandi hefur náð völdum á Facebook

Þegar ég var krakki kvartaði fólkið í landinu opinberlega í lítinn dálk í Mogganum sem hét Velvakandi. Það var kvartað undan öllu milli himins og jarðar og allir máttu kvarta. Ég skrifaði sjálf eitt kvörtunarbréf þegar ég var sirka 12 ára. Ég kvartaði yfir því að fólk væri að kvarta yfir því að Carrie eftir uppáhaldið mitt hann Stephen King hafði verið sýnd í sjónvarpinu. Mér…

Lesa meira


Athafnamaður vill að fjölmiðill drepist

Stundin skrifaði grein um gjöf Íslenskrar erfðagreiningar til íslenska ríkisins og þau skilyrði sem henni fylgdu. Kári Stefánsson skrifaði pistil um frétt Stundarinnar þar sem hann kallaði fréttina skítkast, sakaði blaðamann um að ganga erinda Framsóknarflokksins og gaf til kynna að fréttin gæfi þá mynd að gjöfin væri gefin í „annarlegum“ tilgangi. Kári hefur verið safna undirskriftum fyrir auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins og sagt ýmisleg…

Lesa meira


Einlægar athugasemdir reykingafasista

Ég hef lengi verið mikill andstæðingur tóbaksreykinga. Ég hef verið kölluð reykingafasisti og Þorgrímsdóttir og móðgast ekki við það; þvert á móti. Ég hef glöð lagt baráttunni lið og eftir að reykingafólki var loks úthýst af kaffihúsum og skemmtistöðum, þræddi ég kaffihús til þess eins að styrkja verta og afsanna dómsdagsspár reykinga-klappliðsins. Ég hef jafnvel hampað Kaliforníu-leiðinni, enda útópísk útfærsla í mínum augum. Fyrir nokkrum…

Lesa meira


Fíknarvandinn og dauðasyndirnar sjö

Árið 1953 kom út bók eftir Bill nokkurn Wilson. Bókin heitir 12 spor og 12 erfðavenjur en í henni leitaðist Bill við að hjálpa fólki að vinna bug á áfengisfíkn með því að feta leið sem talin er í 12 sporum. Bill Wilson var áfengissjúkur verðbréfasali og í samvinnu við áfengissjúkan lækni, að nafni Bob Smith, stofnaði hann heimsþekkt sjálfshjálparsamtök sem kölluð eru AA. Hann…

Lesa meira


Gott boozt í byrjun árs

Eftir óhófsát sem gjarnan fylgir jólahátíðinni er megrun janúarmánaðar orðin jafn mikill fylgifiskur skammdegisdrungans og lóann er vorboðinn ljúfi. Til þess að lyfta mesta skammdegisþunglyndinu byrjar maður að plana sumarfríið og sér sig fyrir sér skokka léttklædda um ströndina á suðrænum slóðum. En maður sér augljóslega að lyfta þarf grettistaki til þess að þessi jafna gangi upp.   Misgáfuleg heilsuráð hellast yfir mann á netheimum…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E02

Einu mennirnir með viti kryfja ævintýrið um Öskubusku. Þeir ræða meðal annars um ólíkar útgáfur af sögunni klassísku og velta fyrir sér hvort Öskubuskur nútímans myndu giftast kóngafólki eða myndarlegum milljarðarmæringum. Margt fleira kemur við sögu til dæmis Millet úlpur og uppbrettir sokkar. http://media.blubrry.com/deiglan/p/content.blubrry.com/deiglan/S3Ep2_Oskubuska.mp3Podcast: Play in new window | Download (Duration: 52:45 — 36.2MB)Subscribe: iTunes | Android | Email | RSS


Draumóradeildin

Úrslitakeppnin í amerísku NFL deildinni hefst á morgun, og mun stór hluti Bandaríkjamanna hvorki tala eða hugsa um annað næstu vikurnar. Eins og allir vita þá er ameríski ruðningurinn íþrótt þar sem leikmenn halda á boltanum í höndunum og keppast við að bera inn í mark andstæðinganna og reyna á víxl að kasta boltanum fram, hlaupa með hann í flóknum mynstrum eða einfaldlega ryðjast með…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E01

Einu mennirnir með viti snúa aftur eftir langan dvala, þótt það hafi ekki verið í heila öld, eins og Þyrnirós. Þessi þáttaröð fjallar um ýmis konar ævintýri og sögur en margt annað kemst að. Þáttastjórnendur fjalla um árið 2015, bandaríska pólitík, forsetakjörið sem er framundan – og gera HC Andersen ævintýrinu um Eldfærin skil. http://media.blubrry.com/deiglan/p/content.blubrry.com/deiglan/S3Ep1_Edlf_rin.mp3Podcast: Play in new window | Download (Duration: 1:11:28 — 49.1MB)Subscribe:…

Lesa meira