Einlægar athugasemdir reykingafasista

Ég hef lengi verið mikill andstæðingur tóbaksreykinga. Ég hef verið kölluð reykingafasisti og Þorgrímsdóttir og móðgast ekki við það; þvert á móti. Ég hef glöð lagt baráttunni lið og eftir að reykingafólki var loks úthýst af kaffihúsum og skemmtistöðum, þræddi ég kaffihús til þess eins að styrkja verta og afsanna dómsdagsspár reykinga-klappliðsins. Ég hef jafnvel hampað Kaliforníu-leiðinni, enda útópísk útfærsla í mínum augum. Fyrir nokkrum…

Lesa meira


Fíknarvandinn og dauðasyndirnar sjö

Árið 1953 kom út bók eftir Bill nokkurn Wilson. Bókin heitir 12 spor og 12 erfðavenjur en í henni leitaðist Bill við að hjálpa fólki að vinna bug á áfengisfíkn með því að feta leið sem talin er í 12 sporum. Bill Wilson var áfengissjúkur verðbréfasali og í samvinnu við áfengissjúkan lækni, að nafni Bob Smith, stofnaði hann heimsþekkt sjálfshjálparsamtök sem kölluð eru AA. Hann…

Lesa meira


Gott boozt í byrjun árs

Eftir óhófsát sem gjarnan fylgir jólahátíðinni er megrun janúarmánaðar orðin jafn mikill fylgifiskur skammdegisdrungans og lóann er vorboðinn ljúfi. Til þess að lyfta mesta skammdegisþunglyndinu byrjar maður að plana sumarfríið og sér sig fyrir sér skokka léttklædda um ströndina á suðrænum slóðum. En maður sér augljóslega að lyfta þarf grettistaki til þess að þessi jafna gangi upp.   Misgáfuleg heilsuráð hellast yfir mann á netheimum…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E02

Einu mennirnir með viti kryfja ævintýrið um Öskubusku. Þeir ræða meðal annars um ólíkar útgáfur af sögunni klassísku og velta fyrir sér hvort Öskubuskur nútímans myndu giftast kóngafólki eða myndarlegum milljarðarmæringum. Margt fleira kemur við sögu til dæmis Millet úlpur og uppbrettir sokkar. http://media.blubrry.com/deiglan/p/content.blubrry.com/deiglan/S3Ep2_Oskubuska.mp3Podcast: Play in new window | Download (Duration: 52:45 — 36.2MB)Subscribe: iTunes | Android | Email | RSS


Draumóradeildin

Úrslitakeppnin í amerísku NFL deildinni hefst á morgun, og mun stór hluti Bandaríkjamanna hvorki tala eða hugsa um annað næstu vikurnar. Eins og allir vita þá er ameríski ruðningurinn íþrótt þar sem leikmenn halda á boltanum í höndunum og keppast við að bera inn í mark andstæðinganna og reyna á víxl að kasta boltanum fram, hlaupa með hann í flóknum mynstrum eða einfaldlega ryðjast með…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E01

Einu mennirnir með viti snúa aftur eftir langan dvala, þótt það hafi ekki verið í heila öld, eins og Þyrnirós. Þessi þáttaröð fjallar um ýmis konar ævintýri og sögur en margt annað kemst að. Þáttastjórnendur fjalla um árið 2015, bandaríska pólitík, forsetakjörið sem er framundan – og gera HC Andersen ævintýrinu um Eldfærin skil. http://media.blubrry.com/deiglan/p/content.blubrry.com/deiglan/S3Ep1_Edlf_rin.mp3Podcast: Play in new window | Download (Duration: 1:11:28 — 49.1MB)Subscribe:…

Lesa meira


Stjörnustríð um Bessastaði

Gengið verður til kosninga um embætti forseta Íslands nú í vor. Margir eru tilkallaðir, fjöldamargir hafa gefið sig fram en ekki er ljóst með hverjum þeirra mátturinn mun halla þann 25 júní í sumar. Reyndar mun hugur flestra íslendinga snúa að knattspyrnu þar sem Ísland leikur lokaleik sinn í riðlakeppni EM gegn Austurríki á Stade de France í París þann 22. júní. Starf forseta Íslands er áhugavert…

Lesa meira


Tímabærar umbætur á Tækniþróunarsjóð

Í kjölfar þess að Tækniþróunarsjóður birti lista yfir verkefni sem voru styrkt í þessari viku fór af stað umræða hvort það væri eðlilegt að stærri fyrirtæki væru að fá úthlutað úr sjóðum. Það var að skilja eins og gömul fyrirtæki eða fyrirtæki sem skili hagnaði væru ekki nýsköpunarfyrirtæki eða að minnsta kosti að það væri á einhvern hátt óeðlilegt að þau fengju peninga úr opinberum…

Lesa meira


Af hverju eru svona fáar konur „self made“ milljarðamæringar?

Í bókinni The Rich – From slaves to super yacts, a 2000 year history e. John Kampfner er engin kona nefnd á nafn sem sjálfsskapaður milljarðamæringur. Allar konur sem eru nefndar í þessari bók fengu auð sinn í gegnum hjónaband eða arf. Fyrir þessu eru nokkrar skýringar en sú einfaldasta stafar meðal annars af því að konur fara mánaðarlega á blæðingar (sem standa í sirka viku), ganga með og…

Lesa meira


Aðförin gæti alveg mislukkast

Það er róið nokkuð þungt að því að draga úr bílumferð í einu borg landsins að því markmiði að gera staðinn vistvænni og þannig úr garði gerðan að betra sé að ferðast um hana án bíls en áður. Nokkuð sem þeir sem eru hvað mest stressaðir yfir tiltækinu hafa nefnt Aðförina að einkabílnum. Nú virðast samt flestir nú hafa keypt rökin en ef menn passa sig ekki er ekki alveg víst að það haldi.