Ísland best í heimi!

Í dag þarf ég að skrifa pistil og því miður er bara eitt umræðuefni sem kemur til greina, verkföll. Hver vill eiginlega að skrifa um það. Komm on! Það er nýkomið sumar og veturinn var hræðilegur. Getum við ekki bara lokað augunum, troðið puttunum inn í eyrun og vonað að allt reddist. Hefur það ekki verið þjóðarmóttóið hingað til? Því miður þá sýnist mér að…

Lesa meira


Frú forseti

Obama mun láta af forsetaembætti á næsta ári eftir frekar tilkomulitla átta ára valdatíð. Miklar væntingar voru gerðar til hans í upphafi valdatímabilsins sem honum hefur ekki tekist að standa undir. Þrátt fyrir þennan dóm virðist honum vera að takast nú rétt undir blálok forsetatíðar sinnar að skilja eftir sig ógleymanlega arfleifð, sem alla forseta dreymir um, að minnsta kosti samkvæmt F. Underwood í „House…

Lesa meira


Hvað stýrir stuðningi við verkfall?

Í læknaverkfallinu í vetur var yfirgnæfandi stuðningur í samfélaginu við kröfur og verkfallsaðgerðir lækna. Það sama verður ekki sagt um núverandi verkfallsaðgerðir starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Hvað veldur? Sú harka sem birtist okkur í fréttum um helgina af verkfallsaðgerðum geislafræðinga gerði lítið til að efla samúðina með því verkfalli. Reyndar varð umræðan svo harkaleg að formaður félags geislafræðinga varð að svara því til í fréttum að…

Lesa meira


Hugleiðing um tjáningarfrelsi

Á þriðju hæð í ferköntuðum steypukumbalda á Ruschestraße í austurhluta Berlínar stendur skrifstofa. Skrifstofan er nokkuð stór; þar er mikið skrifborð, fundarborð og lítil setustofa, en að öðru leyti lætur hún lítið yfir sér. Það er upplitað parkett á gólfinu, utan blettinn umhverfis skrifborðið við fjarendann sem er hulinn rauðu gólfteppi. Húsgögnin eru íburðarlítil, úr sama upplitaða viðnum og parkettið, með bláum bómullarsessum og minna…

Lesa meira


Foreldrasamtök dreifa áfengisauglýsingum

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum birtu nýlega á fésbókarsíðu sinni myndband frá sænsku áfengisversluninni Systembolaget. Myndbandið sýnir vondan amerískan markaðsfræðing labba um verslunina og benda á leiðir til að auka hagnað. Í lokin hristir vinalega forstöðukonan hausinn og segir “Nei, svona gerum við þetta ekki hér.” Þetta er yfirgengilega klénn PR-áróður. Sérstaklega er pínlegt að menn skyldu nota ekki geta staðist freistinguna til að koma höggi á ímynd…

Lesa meira


Deildin „okkar“

Nú fer hið íslenska fótboltasumar að byrja með pompi og prakt. Því fylgir venju samkvæmt spár um gengi liðanna, leikmannahópar eru krufnir til mergjar, veikleikar og styrkleikar kortlagðir af helstu sparkspekingum og hinn gallharði stuðningsmaður bíður í eftirvæntingu með misraunhæfar vonir um gegni síns liðs. En umfjöllun um íslenska knattspyrnu fylgir gjarnan umfjöllun um fjölda erlendra leikmanna og sjaldnast er hún jákvæð, oft hlutlaust en…

Lesa meira


Stríðið við lífsviljann

Það er stríð í Miðausturlöndum. UNHCR metur að 10 milljónir manna séu á flótta undan átökunum í Sýrlandi. Sumir hafa flúið innan Sýrlands. Sumir hafa reynt að flýja til nágrannaríkjanna. Sumir reyna að flýja til Evrópu. Líkt og Hans Rosling bendir á í nýlegu myndbandi er sú kvöð lögð á flugfélög að þau gangi úr skugga um að þeir sem fljúgi til Evrópu hafi til…

Lesa meira


„Ég á afmæli í dag“—gleðilegt sumar!

Á Íslandi hefur löngum þótt gott ráð að klæða sig eftir veðri. Víðast hvar annars staðar dugir að klæða sig eftir dagatalinu. Á sumardaginn fyrsta—er sannarlega ekki alltaf hægt að treysta á að það sé komin sól og blíða. Þvert á móti er allt eins víst að hinn svokallaði sumardagur fyrsti eigi jafnmikið skylt við harðneskjulegan vetur eins og blítt vorið. Veðrinu hér á landi…

Lesa meira


Orðum fylgir ábyrgð

Á undanförnum vikum hefur nokkur umræða átt sér stað í fjölmiðlum um arkitektúr og skipulagsmál, að mörgu leyti vegna ummæla forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar, um ýmis mál sem eiga rætur að rekja innan þessara greina. Stjórnir þriggja fagfélaga sem starfa á þessum sviðum sendu þar af leiðandi út sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku til að bregðast við þeim atriðum sem hafa verið til umræðu. Þessi…

Lesa meira


Kæra valdastétt Norður-Kóreu

Kæra valdastétt Norður-Kóreu. Ég er með tilboð handa ykkur. Hættið þessu. Þessu sem þið eruð að gera. Það er ykkur fyrir bestu. Ég er ætla samt að vera hreinskilinn með það að velferð ykkar er mér ekkert sérstaklega ofarlega í huga. Ég er ekki að koma með ráð vegna þess að ég vilji ykkur vel. Ég vil hinum í landinu ykkar vel. En ég er…

Lesa meira