Hvern skaðar þetta?

Í brjóstafári liðinnar viku mátti heyra ófáar gagnrýnisraddir kveða sér hljóðs. „Ósmekklegt!“ „Þetta skilar engu!“ „Athyglissýki!“ „Hugsið um börnin!“ „Þetta er ekki femínismi!“ „Veit fólk ekki að mín útgáfa af femínisma er hin eina rétta!“ Jæja þá, líklega sagði enginn þessa síðustu málsgrein upphátt, en það mátti skilja á sumum að þessi spurning brynni á þeim líkt og særð geirvarta sem dælir blóði blandaðri mjólk…

Lesa meira


Sagan af fjárans frekjunum

Einu sinni var bær. Í þessum bæ bjó alls konar fólk með alls konar skoðanir. Þar voru líka alls konar búðir sem seldu alls konar vörur. Alls konar mjólk, alls konar brauð og ýmislegt annað alls konar sem við förum nú ekki að nefna hér. Sumar þessara búða voru lélegar of fóru þá hratt á hausinn. Aðrar voru betri, lifðu í gegnum tvær þrjár kynslóðir…

Lesa meira


Drekkurðu diet gos?

Heilsufræðin er stundum eins og lauf í vindi. Það fer oft hreinlega eftir því hvaða vindátt er, hvort súkkulaði er hollt í dag eða ekki. Hins vegar starfar fólk við það alla daga að gera rannsóknir á áhrifum matar og drykkja á líkamann.  Hinn almenni neytandi er með  þumalputtareglu. Sykur og fita eru fitandi, glútein og hveiti er agalega óhollt en það er hollt að…

Lesa meira


Hvað er það versta sem gæti gerst?

Ég hef dálítið gaman að velta fyrir mér mögulegri samfélagsþróun, enda geta litlir hlutir valdið drastískum breytingum. Þetta er að mörgu leiti nauðsynlegt, sjáið til dæmis þankagang fólks fyrir hrun. Þá virtist næstum enginn spá í framtíðina og allir nutu þess að lifa í núinu. Afleiðingarnar voru ekki beint jákvæðar. Nýlega kvartaði vinkona mín yfir háu leiguverði í miðbænum og að allar íbúðir væru fráteknar…

Lesa meira


Vinsælustu rithöfundar í heimi

Í framhaldi af alþjóðadegi kvenna þann 8. mars síðastliðinn hefur staða kvenna í heiminum og jafnrétti kynjanna verið okkur tíðrætt. Við þekkjum mætavel að í þessu samhengi er Ísland til mikillar fyrirmyndar. Til mestrar fyrirmyndar tel ég þó vera þá staðreynd að þvert á flokka, stétt og stöðu virðast allir hér á landi vera sammála um að enn þurfi að gera betur. Öðru máli gegnir…

Lesa meira


Röng mælistika á árangur réttarkerfisins

Kollektíf refsistefna virkar mjög vel, því hún eykur líkurnar á því að þeim sé refsað sem gerst hafa sekir um glæp. Eini gallinn er hins vegar að slík refsistefna hlífir heldur ekki þeim sem eru saklausir. Slík refsistefna á ekki heima í siðuðu og upplýstu samfélagi.


Hættan við gjaldeyrisinngrip

Vorið 2013 var gerð nokkuð afgerandi breyting á stjórn peningamála þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um aukna virkni bankans á gjaldeyrismarkaði. Þótt hugtakið hafi ekki verið notað þá tók bankinn í raun upp svokallað stýrt flotgengi. Þannig hugðist bankinn kaupa og selja gjaldeyri til þess að leggjast á móti bæði gjaldeyrisinnstreymi og –útstreymi og draga þar með úr tímabundnum sveiflum í krónunni.   Í reyndinni hefur…

Lesa meira


Bólusetningarskylda skólabarna – já/nei/kannski?

Það er að bera í bakkafullan lækinn að þylja upp mikilvægi þess að bólusetja börn, þ.e.a.s. þau börn sem þola bólusetningu. Ekki er unnt að bólusetja öll börn, þar sem sum eru of ung fyrir ákveðnar bólusetningar, sum hafa ofnæmi fyrir bólusetningarefnum eða þola ekki bólusetningu vegna ónæmisbælandi sjúkdóma, en það er auðvitað þessi hópur sem þarfnast þess mest af öllum að aðrir séu bólusettir….

Lesa meira


Hæðumst að andstæðingnum, það tryggir okkur sigur

Það koma oft upp mál sem skipta landsmönnum upp í tvö lið eins og ESB aðild, flugvöllur í Vatnsmýri og frjáls verslun fyrir áfengi, til að nefna nokkur dæmi. Það vill þá gerast að fólk dregur sig saman og ræðir hversu vitlaus hinn hópurinn er og reynir að plotta leiðir til að fá fleiri með í liðið sitt. Upp koma eflaust hugmyndir um hvernig er…

Lesa meira


Hver þarf vínbúð opna lengur en 60 mínútur á dag á virkum degi?

Vinkona mín gerði sér dagamun fyrir stuttu og fór ásamt fjölskyldu sinni að heimsækja ömmu sína út á land í þeim megintilgangi að horfa þar saman á íslensku forkeppni söngvakeppni Evrópsku sjónvarpsstöðvanna Júróvisjón. Þegar þau voru komin á áfangastað í heimabæ ömmu þá mundu þau eftir þeim gamalgróna sið að hafa smágjöf með sér þegar maður er boðin í heimsókn og keyrðu því framhjá vínbúð…

Lesa meira