Við hægrikrúttin

Ég er hægrikrútt. Hægrikrútt eru hægrimenn sem vinstrimenn umbera. Vinstrimönnum þætti ekkert að því ef sumir, ja, jafnvel margir hægrimenn hyrfu úr lífi þeirra. En þeir hefðu ekkert á móti því að halda nokkrum hægrikrúttum. Ekki til að við myndum stjórna neinu, heldur sem kryddi í tilveruna og sem málefnalegri en ávalt mjög svo kurteisri stjórnarandstöðu við stjórn upplýstra sósíaldemókrata. Til að vera hægrikrútt þarf…

Lesa meira


Steypum yfir miðbæinn!

Miðbær Reykjavíkur einstaklega skemmtilegur nú til dags. Í öllum veðrum er Laugavegurinn þéttsetinn og jafnvel hægt að týnast í fjöldanum. Minnir mann dálítið á erlendar stórborgir. Þó eru ekki allir sáttir við þetta fyrirkomulag. Sumir segja að fyrirhuguð hótelbygging í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll sé menningarslys og sami hópur fer ekki beint fögrum orðum skipulagið á Íslandsbankareitnum við Lækjargötu. Þetta fólk óttast að Reykjavík verði…

Lesa meira


Græðgi er vond

Það er vitað frá aldaöðli að þorstinn eftir ríkidæmi er vís leið til þess að týna sjálfum sér. Algjör samstaða er um þetta meðal trúarbragða heimsins og helstu hugsuða mannkynssögunnar—allt frá Móses til Krists, Búddha, Múhammeðs og Yoda. Ásælni er ein af höfuðsyndunum; það er synd að vera upptekinn af því að vilja komast yfir sífellt fleiri efnislega hluti. Það er illt að vera gráðugur….

Lesa meira


Hávaðabelgur í öfugum hundi

Þótt ég hafi hlustað á foreldraviðtal eftir foreldraviðtal, í raun alla mína skólagöngu, um að ég væri of hávær í skólanum og yfir höfuð í lífinu sá ég alltaf fyrir mér að þetta myndi eldast af mér. Ég yrði ekki eins hávær þegar ég yrði fullorðin.   Þá myndi ég ganga um alla liðlangan daginn yfirveguð og alvörugefin. Heima hjá mér og um helgar myndi…

Lesa meira


Meira frelsi og meira frítt stöff

Undanfarið hefur verið mikil umræða um höfundalög og netið. Ekki í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki í það seinasta. Píratinn Helgi Hrafn skrifaði frábæra grein þar sem hann útskýrði sjónarmið Pírata, eftir ádeilu frá Agli Helgasyni sem kallaði afstöðu Pírata vandræðalega gagnvart „þjófnaði“. Eins og Helgi benti á þá er baráttan töpuð nema með gríðarlega miklu inngripi inn í einkalíf fólks. Menn geta haldið…

Lesa meira


Bílaborgin og föðurlandið

Eitthvert skrýtnasta deilumál okkar sem búum í höfuðborginni er deilan um einkabílinn. Deilan tekur á sig ýmsar myndir. Þannig virðist þeir sem eru á móti einkabílnum líka á móti flugvellinum í Vatnsmýri, en bílafólkið er á hinn bóginn sagt andvígt þéttingu byggðar. Þá vill bílafólkið ekki eyða meiri pening í almenningssamgöngur á meðan hinir hjólandi hipsterar vilja ekki fleiri mislæg gatnamót. Þessar víglínur eru alveg…

Lesa meira


Eftirvæntingarvísitala helgarinnar í enska boltanum

Þegar maður byrjar að fylgjast með íþróttum eftir langt hlé getur það virkað yfirþyrmandi að finna réttu leikina til þess að horfa á og gerast spenntur yfir. Sönn stórveldi íþróttanna eru yfirleitt á sínum stað, en þegar litið er á liðaskipan í efstu deildum með tíu til fimmtán ára millibili þá hefur töluvert breyst. Fyrir fimmtán árum var til að mynda röð efstu liða í…

Lesa meira


Þjóðgarður í stað virkjana

Við Íslendingar búum við þann lúxus að eiga fjölmargar auðlindir ólíkt mörgum öðrum þjóðum. Við eigum fiskinn í sjónum og stóra landhelgi. Við eigum hreint og ómengað vatn. Við eigum víðfema óspillta náttúru. Við eigum náttúrundur eins og Geysi og stærsta jökulinn í Evrópu. Eldfjöll sem spúa túristagosi og hjálpa til við auglýsa landið okkar þegar við höfum ekki efni á því. Við eigum heitt…

Lesa meira


10 ástæður fyrir því að allir viti bornir menn ættu að gerast fanatískir hafnarboltaaðdáendur

Öðru hverju—en þó ekki oft—kem ég sjálfum mér á óvart. Eftirminnilegt dæmi um það er þegar ég varð heltekinn af bandarískri sjónvarpsþáttaröð um hóp ungmenna sem bjó saman sumarlangt í lítilli og heldur óhrörlegri íbúð í litlum bæ í New Jersey í Bandaríkjunum. Þátturinn var nefndur eftir bænum—Jersey Shore. Það er útbreidd skoðun að þessi þáttur sé einhver lágkúrulegasta afþreying sem fyrirfinnst í allri þeirri…

Lesa meira


Hvað getum við gert?

Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa snert streng í hjarta margra og hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum á flótta undan stríðsátökum hafa vart látið nokkurn mann ósnortinn. Íslendingar hafa gert skammarlega lítið í gegnum árin til þess að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að aðstoða flóttamenn.   Frá því Ísland byrjaði að taka á móti flóttamönnum árið 1956 höfum við…

Lesa meira