Ísland í NATO

Heimsmyndin hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og allar okkar nánustu nágranna- og vinaþjóðir hafa brugðist við því með aukinni áherslu á öryggis- og varnarmál, ekki síst innan raða eða í samstarfi við NATO. Ísland nýtir sér þekkingu bandalagsins m.a. til að efla og móta viðbrögð okkar við fjölþátta ógnum. Það er því óskiljanlegt að hlusta á ekki bara einn heldur þrjá kjörna fulltrúa tala þetta mikilvæga varnarsamstarf niður.

Í vikunni sem er að líða fór fram sérstök umræða um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Umræðan fór fram að beiðni Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Málshefjandi tilheyrir flokki sem lýsir sig andsnúinn veru okkar í NATO og fór yfir það í framsögu sinni að bandalagið væri úrelt þar sem ógnirnar sem steðjuðu að heimsbyggðinni væru gjörbreyttar frá því sem var við stofnun og upphafsár þess. Líklega var Kolbeini Úkraína ekki ofarlega í huga þegar hann rifjaði þetta upp.

Ég  tek undir með Kolbeini að mörgu leyti hvað varðar gjörbreytta stöðu í öryggismálum heimsins.  Um það geta flestir verið sammála. Í dag er viðfangsefnið ekki kalt stríð sem skiptir heiminum að meginstefnu í tvennt. Áskoranir og ógnir í öryggisumhverfi okkar hafa tekið á sig nýja og flóknari mynd, m.a. í formi fjölþátta ógna. Og ríki sem ekki aðhyllast sömu gildi og við byggja upp getu, líka hernaðargetu, víða um heim. Það væri því fullkomlega óábyrgt að segja skilið við eitt árangursríkasta varnarbandalag sögunnar, bandalag sem hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárás í 72 ár. 

Heimsmyndin hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og allar okkar nánustu nágranna- og vinaþjóðir hafa brugðist við því með aukinni áherslu á öryggis- og varnarmál, ekki síst innan raða eða í samstarfi við NATO. Ísland nýtir sér þekkingu bandalagsins m.a. til að efla og móta viðbrögð okkar við fjölþátta ógnum. Það er því óskiljanlegt að hlusta á ekki bara einn heldur þrjá kjörna fulltrúa tala þetta mikilvæga varnarsamstarf niður. Kalda stríðið er þeim e.t.v. í fersku í minni, en þeir virðast fullkomlega skeytingarlausir um þá öryggishagsmuni sem í húfi eru í nútímanum. Er það samt ekki mótsögn?

Latest posts by Diljá Mist Einarsdóttir (see all)

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Diljá hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2006.