Völva Deiglunnar

Fyrir hver áramót talar tímaitið Vikan alltaf við völvuna sína til að reyna komast að því hvað nýja árið á að bera í skauti sér. Þetta er skemmtileg lítil hef sem margir hafa gaman að fylgjast með. Margir hafa líka gaman af Star Trek og ætti að setja þessi tvo hluti í sama flokk.

Fyrir hver áramót talar tímaitið Vikan alltaf við völvuna sína til að reyna komast að því hvað nýja árið á að bera í skauti sér. Þetta er skemmtileg lítil hefð sem margir hafa gaman að fylgjast með. Margir hafa líka gaman af Star Trek og ætti að setja þessi tvo hluti í sama flokk.

Því þegar spáð er fyrir nýju ári er yfirleit taldar upp nokkrar staðreyndir sem eru frekar augljósar eða líklegar og þeim blandað saman við eitthvað stórfenglegt, alveg eins og vísindaskáldsagnahöfundar gera. Þannig að með þessu ætti hver sem er að geta búið til sína eigin spá.

Þess vegna ætla ég að vera svo skemmtilegur og skella fram nokkrum punktum um það sem gerast mun á næsta ári. Ég tek fram að ég er engin Völva en ég hef gaman að því að búa til sögur.

1. Árið 2011 munu verða mikil vandræði í ríkisstjórninni. Það er möguleiki á að þeim muni ljúka snemma árs með stjórnarslitum og nýrri ríkisstjórn. Nú ef ekki þá mun sama gamla bullið halda áfram út árið.
Það eru því litlar líkur á kosningum á árinu 2011, þar sem núverandi valdhöfum langar til að hafa völd aðeins lengur og munu þeir því frekar bjóða öðrum að taka þátt.

2. Í borginni á Bestiflokkurinn eftir að missa meira fylgi. Jón Gnarr mun sæta mikilli gagnrýni frá Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki, aldrei að vita nema hann muni líka fara fyrir brjóstið á feministum. Það eru alveg gífurlega litlar líkur á því að Gísli Marteinn segi sig úr Sjálfstæðisflokknum.

3. Verðbólga á eftir að hækka og stýrivextir munu fylgja henni. Gjaldeyrishöftin munu vera áfram en það verður mikið talað um að afnema þau.

4. ESB samninganefndin mun verða við vinnu út árið og mun lítið koma frá henni. Aftur á móti mun mikið heyrast í gömlu stjórnmálamönnum, erfiða armi Vinstri grænna, Morgunblaðinu og Heimsýn varðandi ESB.

5. Það munu verða jarðhræingar við Ísland (ég get meir að segja lofað því).

6. Fólk mun verða svekkt yfir aðgerðum fyrir heimilin. Það mun koma gagnrýni frá þeim sem finnast aðgerðirnar of litlar og frá þeim sem finnast aðgerðirnar of miklar.

7. Vinsældir Obama forseta Bandarríkjanna eiga eftir að aukast nú þegar Repúlikanar eru komnir aftur með einhver völd. Samt á hann eftir fá mikla gagnrýni, sérstaklega frá sjónvarpstöðinni FOX News.

8. Árið 2011 á eftir að vera eitt það heitasta síðan mælingar hófust.

Þessar staðreyndir hérna að ofan eru allar annað hvort augljósar eða bara mjög líklegar. Er þá ekki gaman að bæta við þetta nokkrum punktum þar sem maður tekur sér smá skáldaleyfi.

9. Dyrhólaey mun hrynja í sjóinn sökum ágangs sjávar og jarðhræringa.

10. Forseti Írans mun þurfa segja af sér sökum kynlífshneykslis. Hann mun síðar verða dæmdur til fangelsins vegna þess.

11. Bylting mun verða á markaði rafbíla og munu þeir fara að hafa tilfinnanleg áhrif á bílamarkaðinn á heimsvísu.

12. Stórir elendir fjárfestar munu reyna fyrir sér á Vestfjörðum en munu eiga í miklum erfiðleikum með verkefni sín vegna afskipta ríkisstjórnarinnar.

13. Stríð mun byrja á Kóreuskaganum sem verður stutt og munu kjarnorkuvopn ekki vera notuð. Suður-Kórea mun verða sigurvegarinn og Kínverjar munu ekki styðja Noður-Kóreubúa.

14. Twilight Eclipse mun verða sigursæl á Óskarsverðlaununum.

15. Nýr stjórnmálaflokkur mun kjúfa Framsókn í tvennt.

Ég vona að þið hafið haft jafngaman af þessu og ég. Staðreyndin er þegar hlutir eins og völvur eru annars vegar þá eru lítið um markverðar niðurstöður. Því að þegar að mótrökum er alltaf svarað með nýjum rökum þá er ekki um vísindi að ræða heldur svo kölluð gervivísindi. Gleðilegt ár öll sömul og njótið vel.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.