Radíó Deiglan – 20_06 – Lundúnir á línunni

Radíó Deiglan er send út frá Lundúnum og Vesturbæ Reykjavíkur að þessu sinni. Hafsteinn Gunnar Hauksson og Þórlindur Kjartansson ræða saman um ástandið í heiminum, hugleiða hugleiðslu og gera sér mat úr gildismati. Hljóðgæðin líða fyrir fjarlægðina og tæknihalla, en hlustendur geta vonandi hlustað framhjá því að þessu sinni. Eins og margt annað er það allt í stöðugri endurskoðun og vonandi framför.

Einu mennirnir með viti – 20_05

Eftir rúmlega eins árs fjarveru snúa Einu mennirnir með viti aftur í Radíó Deigluna. Þar sem annar þeirra útskrifaðist af náttúrufræðibraut MR þykir þeim óhætt að veita ráðleggingar í tengslum við útbreiðslu smitsjúkdóma, en meginefni þáttarins er hæfnimat út frá námskröfum 6. bekkjar í grunnskóla sem annar þáttastjórnandinn framkvæmir á hinum.

Radíó Deiglan 20_04

Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann, Þórlindur og Þorbjörg Sigríður tala um vorboðann ljúfa í vestrinu áður en persónuleiki annars þáttastjórnandans er krufin. Svo er farið yfir hina umdeildu sjónvarpsþætti Exit og er þeim sem ekki vilja kynnast framvindunni bent á að bíða með að hlusta.

Radíó Deiglan 20_03 – Framtíðin

Brynjólfur Ægir Sævarsson leit í heimsókn í Radíó Deigluna föstudagskvöldi til þess að leysa öll helstu vandamál heims, einkum þau sem snúa að framtíðinni.

Radíó Deiglan 20_02 – HFMVK-Fagmennska

Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann ræðir um atvinnumennsku, fagmennsku, verkferla, viðbragðsáætlanir, fagaðila og fleiri spennandi málefni sem fólk þyrstir í að kryfjuð séu til mergjar.

Radíó Deiglan 20_01 – HFMVK – Fallni prinsinn

Hægra fólkið með vinstri kjörþokkann, Þórlindur Kjartansson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fjalla ítarlega um ástandið í bresku konungsfjölskyldunni. Því er meðal annars spáð að hugsanlega muni Harry eiga fleiri hjónabönd í vændum.

Radíó Deiglan 1908 – Fullveldiskaka

Bjarni Már Magnússon, Deiglupenni, Íslandsmeistari og doktor í lögum mætti uppfullur fróðleiks í Radíó Deigluna. Rætt var um fullveldið í gamni og alvöru auk þess sem eftirminnileg heimsókn Bjarna Más á kosningafund Donalds Trump var rifjuð upp.

Radíó Deiglan 1907 – Keppnisferð

Þórlindur Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson, Deiglupennar og íþróttabókahöfundar, fóru til Minneapolis í stífa keppnisferð. Þeir bjuggu við þröngan kost í iðnaðarhverfi í nístandi kulda, en létu það ekki á sig fá og mættu á tvo körfuboltaleiki og þrjá hafnaboltaleiki—auk þess að taka upp hlaðvarpsþátt.

Radíó Deiglan 1906

Andri Óttarsson og Árni Helgason Deiglupennar, lögmenn og handritshöfundar mættu í Radíó Deigluna til þess að ræða um dóm Mannréttindadómstól Evrópu og reyna bæði að skilja og útskýra á sama tíma. Fátt er skemmtilegra en hressileg umræða um lög og lagatækni; og Radíó Deiglan bregst ekki sinum sárafáu hlustendum hvað það varðar.

Radíó Deiglan 1905

Pawel Bartoszek, Deiglupenni ársins, stærðfræðingur, borgarfulltrúi, faðir og hlaupari rifjar upp minningar frá íþróttaferlinum og talar um lýðræðið í Póllandi og á Íslandi. Í þættinum setur Þórlindur þeim báðum markmið fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem Pawel segir vera „innan marka heilbrigðrar skynsemi.“

Einu mennnirnir með viti – S3E11

Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn og að þessu sinni er áherslan lögð á hina skapstóru feðga; Sonny og Vincent. Þáttastjórnendur velta fyrir sér hvernig skólakerfið hefði tekið á persónuleika Santinos og ræða líka um það hvar þeir hefðu haft höfuðstöðvarnar ef þeir hefðu stofnað mafíu á Íslandi. Búddismi kemur líka […]

Radíó Deiglan – Fyrirheitna landið

Einu mennirnir með viti eru með jafnvel með enn meira viti en venjulega því með þeim í þættinum er Guðmundur Rúnar Svansson nýkominn úr mikilli reisu til fyrirheitna landsins. Eins og vænta má eru áratugalangar deilur fyrir botni Miðjarðarhafsins leystar í þættinum auk þess sem í honum er að finna ýmsan þjóðlegan og alþjóðlegan fróðleik […]

Einu mennnirnir með viti – S3E10

Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn. Í þessum þætti beina þeir sjónum sínum að helstu kvenpersónum myndarinnar og áhrifum þeirra á söguna. Feðraveldið er tekið til bæna og femmínisminn er allsráðandi rétt fyrir jólin.

Einu mennnirnir með viti – S3E09

Einu mennirnir með viti snúa aftur með umfjöllun um Guðföðurinn. Í þessum þætti fjalla þeir fyrst og fremst um hinn dáðlausa Fredo Corleone. Farið er yfir hið vægast sagt stormasama samband hans við Michael, litla bróður sinn, og hinn sviplegu og sögufrægu endalok hans, og leikarans sem fór með hlutverk hans.

Radíó Deiglan 1704 – Samsæri

Þórlindur Kjartansson og Andri Óttarsson sóttu fyrirlestur sérlega áhugaverðs rithöfundar í Hörpu og ræddu í kjölfarið saman um samsæriskenningar. Í þættinum er rætt um sitthvað áhugavert, en í honum er einnig að finna upplýsingar um hverjir það eru sem raunverulega stjórna heiminum og hvað þeir hafa í hyggju.

Radíó Deiglan 1703 – Gervigreind

Þórlindur Kjartansson og Kristján Freyr Kristjánsson Deiglupennar tala saman um gervigreind og áhrif hennar á daglegt líf, hættunum sem kunna að fylgja henni og eru ekki alls kostar sammála um að hversu miklu leyti tæknin mun leysa mannfólkið af hólmi á ýmsum sviðum.

Lundi og Mundi – 3. mars 1977

Nýr þáttur hefur göngu sína á Radíó Deiglunni. Þórlindur Kjartansson og Guðmundur Rúnar Svansson stjórna þættinum „Mundi og Lundi.“ Í þættinum er farið yfir helstu mál sem efst voru á baugi á þessum degi, en þó ekki á þessu ári. Í fyrsta þættinum er fjallað um helstu málefni dagsins þann 3. mars 1977. Þá var […]

Einu mennnirnir með viti – S3E08

Einu mennirnir með viti halda áfram umfjöllun um klassísk ævintýri; en beina nú sjónum sínum að hinu nýklassíska ævintýri um Corleone fjölskylduna. Í fyrsta hluta af sex er fjallað um þrjá af mönnunum sem mættu til Don Corleone í upphafi myndarinnar og óskuðu eftir greiða. Einu mennirnir með viti biðjast velvirðingar á hljóðgæðum í þessum […]

Radíó Deiglan 1701

Í fyrsta þætti Radíó Deiglunnar spjalla Þórlindur Kjartansson og Guðmundur Rúnar Svansson um embættistöku Trump í Bandaríkjunum, velta fyrir sér hvað veldur því að hann náði kjöri, meta áhrifin á Ísland og ræða líkurnar á því að honum verði með einhverjum ráðum komið úr embætti áður en kjörtímabilinu hans líkur.

Einu mennnirnir með viti – S3E07

Einu mennirnir með viti fjalla um ævintýrið um Mjallhvíti (og dvergana sjö) og koma að venju víða við. Vísað er í lærðar sálfræðigreinar og óformlegar kannanir á klámmyndagerð. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra. Einu mennirnir með viti óska hlustendum gleðilegra jóla.