Línuleg menntun er liðin tíð

Sá tími er liðinn þegar sem fólk menntaði sig til ákveðinna starfa, sem það sinnti svo í 40 ár áður en það fékk gullúr og var að lokum lagt inn á stofnun eða með öðrum hætti afskrifað úr daglegu lífi. Opinber menntakerfi eru þó enn byggð upp eins og línuleg dagskrá fjölmiðlanna í takt við þennan liðna tíma.

Sá tími er liðinn þegar sem fólk menntaði sig til ákveðinna starfa, sem það sinnti svo í 40 ár áður en það fékk gullúr og var að lokum lagt inn á stofnun eða með öðrum hætti afskrifað úr daglegu lífi. Opinber menntakerfi eru þó enn byggð upp eins og línuleg dagskrá fjölmiðlanna í takt við þennan liðna tíma.

Í fyrndinni voru fjölskyldur nefndar eftir lífsviðurværi sínu. Fagþekking var þá mjög dýrmæt og erfðist gjarnan lið fyrir lið. Nöfnin eru enn til og meðal forseta Bandaríkjanna eru menn með eftirnöfn sem þýða flísalagningamaður, vagnstjóri og klæðskeri. Orðsifjafræðingar halda því fram að nafn núverandi forseta sé komið frá fagi sem vélar hafa að mestu yfirtekið nú til dags: hnappagerð. Þessir forsetar höfðu ekki lengur þá starfa sem þeir hétu eftir. Klæðskerinn og flísarinn voru báðir fæddir inn í fjölskyldur landeigenda og keyptu eflaust að slíka vinnu. Vagnstjórinn var hnetubóndi og núverandi forseti hefur haft öðrum hnöppum að hneppa.

Skólakerfið er byggt þannig upp að eftir grunnskóla býðst okkur að fara í framhaldsnám á bók eða iðn. Sveinspróf, stúdentspróf, háskólapróf og jafnvel meistara eða doktorsgráður fylgja í kjölfarið. Því næst er óhætt að hefja störf. Í flestum tilfellum eru nýútskrifaðir starfsmenn frekar illa fleygir á nýjum vettvangi og þurfa gjarnan að læra til verka, tungutak og annað sem tengist starfinu. Smám saman lærist það þó með reynslunni.

Þetta hefur gefist ágætlega fram undir það síðasta. Nú stöndum við þó frammi fyrir því að æ hraðari tæknibreytingar munu hafa áhrif á hverja einustu starfsgrein sem við þekkjum. Meira og minna öll viðskiptamódel sem við þekktum um aldamótin verða breytt innan fárra ára. Rétt eins og flest viðskiptamódel frá miðri síðustu öld eru breytt í dag.

Mikill fjöldi nýrra starfa, sem við þekkjum ekki í dag, mun verða til á næstu árum. Það eru ekki til meistarapróf eða sveinspróf í þessum greinum í dag. Enginn sem útskrifast úr námi í dag mun ná neinum teljandi árangri í starfi til lengdar, nema með því að bæta markvisst við sig þekkingu í gegnum allan sinn starfsferil. Það á jafnt við um bók- og iðnnám. 

Börnin mín, sem eru sex og átta ára gömul, skilja ekki alveg hugmyndina um línulega dagskrá. Ég hef svosem ekki lagt mikið á mig til að útskýra fyrir þeim hvernig hún stjórnaði lífi mínu þegar ég var á þeirra aldri. Á fimmtudagskvöldum fór maður út að leika. Í júlí lék maður úti öll kvöld! 

Örlög línulegrar menntunar verða þau sömu. Við sjáum þetta best í uppsprettu nýrra skóla hér heima og ytra. Þessir skólar eru undantekningalítið með höfuðstöðvar á internetinu, enda er skóli ekki lengur hús. Þeir bjóða upp á fagþekkingu sem háskólar og iðnskólar eru seinir að bjóða upp á. Fjöldi þeirra býður upp á þekkingu tengda því sem við höfum kallað áhugamál. Bæði vegna þess að við höfum meiri tíma til að sinna þeim, en ekki síður vegna þess að skil vinnu og áhugamála eru að verða óskýrari.Símenntun verður æ nauðsynlegri öllum framförum. Það er mikilvægt að skoða hvaða áhrif þetta hefur á stefnu stjórnvalda í menntamálum. Það kann að vera að það sé ekki hlutverk ríkisins að bjóða upp á menntun fyrir fullorðið fólk sem er farið að vinna fyrir sér, en þetta breytta módel þýðir að dagskráin sem ríkið býður börnum og ungmennum upp á að morgni ævinnar þarf að taka mið af því sem tekur við er kvölda tekur.

Latest posts by Brynjólfur Ægir Sævarsson (see all)