Íslandsvinirnir í Greenpeace?

Heimsþróun í verslun undanfarin ár hefur verið á þá leið að nokkrar stórmarkaðakeðjur hafa vaxið með miklum hraða og yfirtækið nær alla smásöluverslun, sérstaklega með matvæli. Þessi þróun er ein af þeim sem mótar heiminn hvað mest þessa stundina. Hér skal litið á eina ófyrirséða hliðarafleiðingu sem gæti haft mikil áhrif á Íslandi

Stúlka á baðströnd. Myndin tengist ekki efni greinarinnar

Ein afleiðing af þessari gríðarlegu fækkun á smásöluverslunum er sú að það er ekki lengur neitt vandamál að finna aðila sem bera ábyrgð á innkaupum fyrir heilu þjóðirnar. Á Bretlandi eru fjórir aðilar: Morrison, Sainsbury’s, ASDA (Wal-mart) og Tesco með samtals 75% markaðshlutdeild af öllum matvörumarkaðnum. Í sjávarfangi 90%. Ef menn eru óhressir með vörur sem eru til sölu í Bretlandi þá þarf bara að tala við fjóra aðila til þess að taka á málinu.

Það er í þessu umhverfi, þar sem örfáir risastórar stórmarkaðskeðjur berjast um hylli neytenda með því að auglýsa ímynd sína sem fyrirmyndarfyrirtæki, sem ólíklegustu hlutir geta gerst.

Þannig hafa náttúruverndarsamtök á við Grænfriðinga og Marine Stewardship Council á undanförnum mánuðum krafist þess af breskum stórmörkuðum að þeir taka til í innkaupamálum sínum varðandi sjávarfang. Þetta hafa þeir gert með stuttum en hávaðasömum mótmælum þar sem þeir grípa til gífuryrða og fullyrða hiklaust að einn eða annar stórmarkaður sé “versti fisksali Bretlands”.

Afleiðingin? Enginn vill vera verstur og þannig hafa allir stóru stórmarkaðirnir gefið undan þessum þrýstingi og samþykkt að breyta innkaupaháttum sínum þannig að þeir kaupi ekki hráefni úr ósjálfbærum veiðistofnum né versli þeir við sjóræningjabáta sem veiða ólöglega.

Stysti viðbragðstími stórmarkaðar frá mótmælum til fréttatilkynningar um bætta hegðun var einn dagur. Afleiðingar þess að grasrótarsamtök geta á örstuttum tíma breytt innkaupaferli heillar þjóðar á þennan hátt eru að mestu leyti ófyrirséðar.

Fyrir Íslendinga eru nokkrir hlutir sem þessi þróun í Bretlandi getur þýtt.

Þetta hefur haft jákvæða hluti í för með sér fyrir marga íslenska útgerðamenn. Á heimasíðu Grænfriðunga er til dæmis sérstaklega minnst á línuveiddan þork og ýsu frá Íslandi sem dæmi um fisk sem fólk má kaupa með góðri samviku (hjá Marks og Spencer).

Síðan má spyrja sig að því hvað ætli gerist ef Íslendingar hefja atvinnuhvalveiðar og Grænfriðungar ásamt MSC mönnum ákveða að nota þetta nýfundna vald sitt yfir innkaupum bresks almennings gegn Íslendingum?

Heimildir og frekari lestur:

.Heimasíða Greenpeace í Bretlandi um málið

Heimasíða Marine Stewardship Council

The Guardian

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.