Sjálfstæðisflokkurinn og evrópskir hægriflokkar

Þann 30. apríl næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu fyrstu ríkisstjórnar þess fyrrnefnda, hinnar s.k. Viðeyjarstjórnar. Þar með urðu straumhvörf í íslenskri pólitík, sem áratugina á undan hafði einkennst af grundroða og hentistefnu.

Þann 30. apríl næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu fyrstu ríkisstjórnar þess fyrrnefnda, hinnar s.k. Viðeyjarstjórnar. Þar með urðu straumhvörf í íslenskri pólitík, sem áratugina á undan hafði einkennst af grundroða og hentistefnu. Frá þessari stjórnarmyndun hafa landsmenn í tvígang veitt Sjálfstæðisflokknum endurnýjað umboð til að mynda og leiða ríkisstjórn. Það er athyglisvert, að Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins einn þriggja hægri flokka í V-Evrópu sem fer með stjórn landsmála. Af hverju skyldi hægri flokkur á Íslandi ítrekað fá endurnýjað umboð þjóðarinnar á meðan flestir aðrir evrópskir hægri flokkar eiga í vök að verjast?

Því er auðvitað erfitt að svara en ýmsir yrðu kannski fljótir til svara og segðu að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki hægri flokkur í neinum venjulegum skilningi, heldur sósíaldemókratískur miðjuflokkur. Eflaust er eitthvað til í því, en aðrir lýsa Sjálfstæðisflokknum sem boðbera hinnar köldu og hörðu nýfrjálshyggju, sem svo er kölluð, og ku vera hið versta fyrirbæri. Kannski á Sjálfstæðisflokkurinn hylli sína því að þakka, að hann er fellur undir hvoruga skilgreininguna. Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í samanburði við aðra evrópska hægri flokka, skýrist hugsanlega fyrst og fremst af því, að hann hefur borið gæfu til að láta sókn gamalla krataflokka og sósíalista yfir að miðju, og stundum yfir hana, ekki hagga sinni stöðu á hægri vængnum. Sumir evrópskir hægriflokkar féllu í þá gryfju, að stíga enn lengra til hægri þegar vinstrimenn flúðu hina gjaldþrota vinstristefnu.

Aðeins í Finnlandi og á Spáni, auk Íslands, fara evrópskir hægriflokkar með forystu landsmála. En hin hefðbundna hægristefna ræður þó ríkjum í álfunni allri, þó auðvitað í ýmsum afbrigðum. Hinn nýi Verkamannaflokkur Blairs er ekki vinstri flokkur og ekki er rekinn mikill sósíalismi hjá Sósíaldemókratanum Schröder í Þýskalandi. Meira að segja hinn skandinavíski sósíalismi er aðeins skugginn af sjálfum sér. Þess vegna er jafnvel enn athyglisverðara að velta fyrir sér pólitísku landslagi á Íslandi. Umhverfissósíalistar (VG) eru næst stærsta stjórnmálaflið á Íslandi á meðan sósíaldemókratar (Samf.) berjast í bökkum með sína nýju og fínu þriðju leið. Krötunum hefur þannig mistekist að taka upp nýja siði eins og kollegum þeirra á meginlandinu tókst, en standa þess í stað eftir rúnir trausti og trúnaði þjóðarinnar. Skýringin á sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins er þar með komin fram: hægristefnan sigraði og það er aðeins einn trúverðugur flokkur sem boðar hana hér á landi.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.