Fjölgun ráðherra og siðbót Guðmundar Árna

Athygli fjölmiðla beinist nú mjög að viðræðum stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Það er í takt við fréttamat þeirra flestra, að mestum tíma er varið í fjalla um hverjir skipa munu ráðherrastóla en ekki hvaða málum ríkisstjórnin mun beita sér fyrir. Það nýjasta er að hugsanlega verði ráðherrum fjölgað úr tíu í tólf.

Athygli fjölmiðla beinist nú mjög að viðræðum stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Það er í takt við fréttamat þeirra flestra, að mestum tíma er varið í fjalla um hverjir skipa munu ráðherrastóla en ekki hvaða málum ríkisstjórnin mun beita sér fyrir. Það nýjasta er að hugsanlega verði ráðherrum fjölgað úr tíu í tólf.

Guðmundur Árni Stefánsson, 2. þingmaður Samsuðunnar í Reykjaneskjördæmi, var í einkaviðtali við Róbert Marshall, fyrrum leiðtoga ungra Samsuðunga og nú algjörlega hlutlausan fréttamann á Stöð 2, um hugsanlega fjölgun ráðherra. Komst Guðmundur þannig að orði að fjölgunin væri einungis til þess að finna stóla undir þá þingmenn sem vildu setjast í ráðherraembætti og myndi kosta ríkissjóð stórfé.

Nú eru aðstandendur Deiglunnar ekki áhugamenn um útþenslu ríkisbáknsins og því hægt að taka undir gagnrýni á fjölgun ráðherra. Það er þó vert að rifja upp embættisverk Guðmundar sjálfs er hann sat á ráðherrastóli; hans er helst minnst fyrir að finna embættisstóla handa vinum og vandamönnum sem vildu setjast í góð og vel launuð embætti. Ef minni okkar Deiglumanna bregst ekki, þá hrökklaðist Guðmundur Árni einmitt úr embætti vegna slíkra stöðuveitinga.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.