Valgerður Sverris er sorry

Í frosthörkunum undanfarið varð tjón á fasteignum í eigu íslenska ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Tjónið nemur að minnsta kosti tugum milljóna króna ef ekki hundruðum. Ekkert eftirlit var með fasteignunum sem nú standa tómar eftir brotthvarf varnarliðsins. Sá ráðherra sem ber ábyrgð á því að fasteignanna var ekki gætt sem skyldi heitir Valgerður Sverrisdóttir og er utanríkisráðherra. Hún er sorry yfir þessu.

Í frosthörkunum undanfarið varð tjón á fasteignum í eigu íslenska ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Tjónið nemur að minnsta kosti tugum milljóna króna ef ekki hundruðum. Ekkert eftirlit var með fasteignunum sem nú standa tómar eftir brotthvarf varnarliðsins. Sá ráðherra sem ber ábyrgð á því að fasteignanna var ekki gætt sem skyldi heitir Valgerður Sverrisdóttir og er utanríkisráðherra. Hún er sorry yfir þessu.

Allt frá því að varnarliðið yfirgaf Keflavíkurflugvöll og þorpið í námunda við hann í september síðastliðnum hafa fasteignir þar, sem nú eru í eigu íslenska ríkisins, staðið tómar af sumpart skiljanlegum ástæðum, enda hefur enn ekki verið planlagt hvernig þær skuli nýttar eða þeim ráðstafað. Upplýst hefur verið að frá því að fasteignirnar urðu tómar og varnarliðið fór hefur enginn fylgst sérstaklega með þessum eignum. Eftirlit hefur einvörðungu beinst að mannaferðum á svæðinu og hefur sýslumaður á Keflavíkurflugvelli annast það.

Þá hefur einnig verið upplýst að á meðan fasteignir þessar hafa verið mannlausar hefur kynding í þeim verið í lágmarki. Afleiðingin er sú að í frosthörkunum upp á síðkastið sprungu vatnsrör í nítján húsum á svæðinu. Skemmdir af þessum völdum voru miklar og nemur tjónið tugum ef ekki hundruðum milljóna króna.

Við blasir að það er á ábyrgð utanríkisráðherra að búa svo um hnúta að eftirlit sé haft með fasteignum á Keflavíkurflugvelli meðan þær standa tómar. Í þeim efnum hefur ráðherranum orðið verulega á því að engu eftirliti hafði verið komið á. Afleiðingin er sú sem nú birtist. Ráðherrann hefur með vanrækslu sinni bakað íslenska ríkinu mikið tjón. Ríkið, sameiginlegir sjóðir landsmanna, mun bera þetta tjón enda tekur ríkið almennt ekki vátryggingar. Ráðherra baðst afsökunar á þessu í vikunni. Spurningin sem menn standa frammi fyrir nú er hvort einföld afsökunarbeiðni sé fullnægjandi, eins og atvikum er háttað. Hvort ráðherrann þurfi hér ekki einfaldlega að bera frekari ábyrgð á vangá sinni.

Í sumum ríkjum hins vestræna heims, t.d. á Norðurlöndum, hefðu ráðherrar sagt af sér ef þeir yrðu berir að vanrækslu sem þessari sem kostað hefði ríkissjóð miklar fjárhæðir og er þá ekki verið að tala um að ríkið sæki bótakröfur á hendur ráðherranum vegna vanrækslu. Hér á landi hefur aldrei viðgengist í neinum mæli að ráðherrar segi af sér þó að ærin ástæða hafi oftsinnis verið til. Það mun að líkindum ekki gerast í þetta skipti frekar en fyrri daginn.

Valgerður Sverrisdóttir er sorry yfir þessu.

Latest posts by Arnar Þór Stefánsson (see all)