Benjamín Franklín

Þegar menn heyra nafn Benjamíns Franklins tengja þeir það stundum við forsetaembætti Bandaríkjanna. Hann gengdi þó aldrei því embætti en hefur verið talinn einn klárasti og mikilsmetnasti bandaríkjamaður allra tíma. Hér verður farið gróflega yfir helstu æviatriði.

Þegar menn heyra nafn Benjamíns Franklins tengja þeir það stundum við forsetaembætti Bandaríkjanna. Hann gengdi þó aldrei því embætti en hefur verið talinn einn klárasti og mikilsmetnasti bandaríkjamaður allra tíma. Hér verður farið gróflega yfir helstu æviatriði.

Benjamín Franklín fæddist í Boston árið 1706. Hann fluttist ungur til Philadelphia þar sem hann hóf störf sem prentari. Fljótlega hóf hann útgáfu á eigin efni, frægast af því var árlegt almanak undir nafninu Poor Richards Almanak þar sem hann safnaði saman heilræðum og frumsamdi þónokkur sjálfur til dæmis hið velþekkta spakmæli: “bjór er sönnun þess að Guð elskar oss og óskar okkur hamingju”.

Í Philadelphia var hann ótrúlega atkvæðamikill. Hann stofnaði fyrsta almenningsbókasafn bandaríkjanna, fyrsta sjúkrahúsið, fyrsta sjálfboðaliðsslökkvuliðið, Háskólann í Pennsylvaníu (University of Pennsylvania) og fjölmargar aðrar stofnanir og félög.

Sem uppfinningamaður gerði hann fjölmargar uppfinningar og er sérstaklega þekktur fyrir rannsóknir sínar á rafmagni. Sérstaklega er fræg tilraun hans þar sem hann lét flugdreka sem lykill var bundinn við fljúga í þrumuský til að sanna að eldingar væru rafmagnaðar.

Hann var mjög mikilsvirtur sem stjórnmálamaður en hann fékk þó gagnrýni fyrir að hygla vinum og ættingjum í opinber embætti. Hann var meðal annars kenndur við miklar endurbætur á póstkerfinu. Franklin bjó um margra ára skeið bæði í Bretlandi og Frakklandi þar sem hann talaði fyrir málstað nýlendnanna.

Franklín var sérlega vinsæll í Frakklandi en það var einmitt stuðningur Frakka sem var Bandaríkjunum svo mikilvægur í frelsisstríðinu. Franklín sagði víst við tækifæri að hver maður ætti tvö föðurlönd, sitt eigið og Frakkland. Samband landanna hefur síðan versnað.

Þegar Franklín kom aftur til Bandaríkjanna þá var hann fenginn í hið vandasama verkefni að skrifa stjórnarskrá Bandaríkjanna ásamt fleirum. Hann var elsti maðurinn (81 árs) sem skrifaði undir hið merka skjal. Franklin var sá eini af feðrum Bandaríkjanna (the founding fathers) sem skrifaði undir öll þrjú meginskjöl stofnunnar Bandaríkjanna: Sjálfstæðisyfirlýsinguna, Parísarsamninginn (um lok frelsisstríðsins árið 1793) og Stjórnarskránna.

Undir lok ævi sinnar þá vann Franklín að sjálfsævisögu sinni sem hann skrifaði að eigin sögn til góðs fyrir allt mannkyn. Þegar Franklín lést árið 1790 hafði hann einungis klárað að skrifa um líf sitt til 51 árs aldurs. Sjálfsævisaga hans er talin sú besta síns tíma og sýnir hvernig menn geta farið úr engu yfir í að vera á meðal mestu manna síns tíma.

Heimildir: www.wikipedia.com

Sjálfsævisaga Benjamíns Franklíns: http://www.ushistory.org/franklin/autobiography/

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.