Hvað varð um þjóðarstoltið?

Í lok sumars 2008 skrifaði ég hressan pistil um þjóðarstoltið, „Að finna fyrir Þjóðarstoltinu“, og hvernig íslenska þjóðin sameinaðist í ótrúlegri stemningu þegar Silfurstrákarnir komu heim af Ólympíuleikunum í handbolta. Það er skemmtilegt að rifja upp hversu magnað andrúmsloft ríkti í samfélaginu á þessum tíma. Sumarið hafði náð hámarki, allir áttu nóg af peningum og vitleysan í hámarki….mikið var þetta góður tími!

Í lok sumars 2008 skrifaði ég hressan pistil um þjóðarstoltið, „Að finna fyrir Þjóðarstoltinu“, og hvernig íslenska þjóðin sameinaðist í ótrúlegri stemningu þegar Silfurstrákarnir komu heim af Ólympíuleikunum í handbolta. Það er skemmtilegt að rifja upp hversu magnað andrúmsloft ríkti í samfélaginu á þessum tíma. Sumarið hafði náð hámarki, allir áttu nóg af peningum og vitleysan í hámarki….mikið var þetta góður tími!

Eins og við vitum öll hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að ég skrifaði þennan bjartsýnispistil hérna um árið. Að sama skapi hefur stemningin í þjóðfélaginu gjörsamlega umturnast. Á meðan íslenska þjóðin barðist við bankahrun, veika krónu, atvinnumissi og óvissu stundaði ég framhaldsnám erlendis. Að námi loknu kom í raun aldrei neitt annað til greina en að flytja aftur heim til Íslands þó svo tækifærin væru óendanleg erlendis. Ég fann þó strax fyrir því hvernig andrúmsloftið heima fyrir hafði breyst. Flestir undruðu sig á því hvers vegna í ósköpunum ég ætlaði að flytja aftur til Íslands þar sem ástandið bauð kannski ekki upp á mörg tækifæri. Bjartsýnin var ekki ofarlega í huga fólks.

Ég fór að velta þessari kúvendingu á þjóðfélaginu fyrir mér í aðdraganda Eurovision. Þessi keppni er nú ekki ný af nálinni og á ári hverju fylgir henni mikil umfjöllun, væntingar og spenna en einhvern vegin hefur mér fundist andrúmsloftið öðruvísi þetta árið. Af þeim litlu umræðum um keppnina og skoðanaskiptum sem hafa átt sér stað milli vina og vinnufélaga hefur mér fundist stemningin verið á heldur lágu plani. Fæstir hafa trú á að lagið eða hópurinn sem slíkur geri góða hluti og fáir gáfu sér tíma til að horfa á undanúrslitin síðastliðinn þriðjudag. Það kom því skemmtilega á óvart að sjá hópinn komast áfram í úrslitakeppnina.

Í kjöfar velgengni Eurpvision hópsins (til þessa) hafa vissulega skapast umræður um hvernig fer næstkomandi laugardag. Ég er ekki frá því að viðhorf almennings hafi breyst og skyndilega er fólk farið að tala um og hafa „áhyggjur“ af því hvað gerist ef Íslandi lendir í fyrsta sæti. Möguleiki sem þótti svo fjarlægur fyrir aðeins nokkrum dögum. Hvernig er það með okkur, þurfum við Íslendingar alltaf að fá samþykki og viðurkenningu annarra þjóða til að finna fyrir þjóðarstoltinu? Hvort sem það er í handbolta, söngvakeppni eða einhverju öðru. Einhverra hluta vegna finnst okkur Íslendingum við stærstir og mestir þegar við vinnum sigra á erlendri grundu.

Næstkomandi laugardagur verður spennandi og viðburðaríkur. Úrslit í Eurovision og Sveitarstjórnarkosningar bjóða upp á tvöfalda skemmtun þar sem kosið verður um frægð og frama bæði hérlendis og erlendis. Kosningabaráttan hefur að sama skapi verið heldur bragðlaus og borið vott um áhugaleysi almennings sem kannski má rekja til nokkurs vonleysis sem finna má í þjóðfélaginu. Það sem skiptir því eflaust mestu máli er að sigurvegaranir á báðum vettvöngum nái að standa undir væntingum og láti verkin tala á meðan tækifæri gefst. Það er aldrei að vita nema það hjálpi þjóðinni að endurheimta stolt sitt sem svo sárlega vantar til að byggja upp samfélagið að nýju.

Latest posts by Sæunn Björk Þorkelsdóttir (see all)