Verða allt sem þú getur

Það er alkunna að íþróttamenn, hvort sem um ræðir í hóp- eða einstaklingsíþróttum, hafa þjálfara til að styðja sig á braut til betri árangurs. Án þjálfara er hætt við að framþróun íþróttamanna gangi brösuglega, þjálfun verði ómarkviss, markmið óljós og ef til vill óraunhæf og stuðningur eða hvatning til frekari afreka ekki til staðar. En hvað um þá einstaklinga sem vilja einfaldlega skara fram úr í eigin lífi? Hinn venjulega Jón eða Gunnu sem vilja vaxa sem mest og ná betri árangri en áður. Höfum við kost á afreksþjálfun í eigin málum?

Það er alkunna að íþróttamenn, hvort sem um ræðir í hóp- eða einstaklingsíþróttum, hafa þjálfara til að styðja sig á braut til betri árangurs. Án þjálfara er hætt við að framþróun íþróttamanna gangi brösuglega, þjálfun verði ómarkviss, markmið óljós og ef til vill óraunhæf og stuðningur eða hvatning til frekari afreka ekki til staðar.
En hvað um þá einstaklinga sem vilja einfaldlega skara fram úr í eigin lífi? Hinn venjulega Jón eða Gunnu sem vilja vaxa sem mest og ná betri árangri en áður. Höfum við kost á afreksþjálfun í eigin málum?

Merkilegt nokk, já, með markþjálfun (e. coaching).

Markþjálfun er aðferð miðar að því að gera einstaklinga færari um að ná markmiðum sínum og láta drauma sína verða að veruleika og er upprunnin úr þjálfun afreksíþróttafólks. Markþjálfun fer fram með samtali á milli markþjálfa og þess sem hlýtur markþjálfun, hérna kallaður viðskiptavinur. Í samtalinu leiðir markþjálfinn viðskiptavininn áfram með kröftugum spurningum sem miða að því að skýra framtíðarsýn hans, markmið og drauma. Það samtal leiðir svo til mótunar aðgerða sem viðskiptavinurinn ákveður sjálfur. Þeim aðgerðum er síðan fylgt eftir í samtölum aðila og ný markmið skilgreind.

En virkar þetta?

Já, markþjálfun virkar. Ástæðan fyrir því er sú að í þjálfunarferlinu fer fram vitundarsköpun hjá viðskiptavininum þar sem framtíðarsýn verður skýrari, hann tekur ábyrgð á eigin gjörðum, eða aðgerðaleysi, og framförum, eða stöðnun. Með kröftugum spurningum fær markþjálfinn viðkomandi til að fara út fyrir þægindaramma sinn og draga lærdóm af. Með því móti gefst kostur á frekari vexti, betra jafnvægi einstaklingsins, meiri ákveðni en nokkru sinni áður og árangurinn lætur ekki á sér standa.

Fyrir hverja?

Markþjálfun nýtist öllum þeim sem vilja taka framförum í eigin lífi, hvort heldur sem það tengist starfi eða einkalífi. Markþjálfun hefur stundum verið nefnd stjórnunaraðferð framtíðarinnar og hefur reynst mörgum fyrirtækjum nytsamlegt verkfæri til frekari vaxtar og betri árangurs.

Lykilatriðið er að viðhorf stjórnandans er að standa utan leiksviðs eins og leikstjóri, veita “leikurum” endurgjöf og hvatningu án þess að taka sýninguna yfir, eða eins og knattspyrnustjóri sem undirbýr leik sinna manna, hvetur og leiðbeinir sitt lið til afreka án þess að gerast aðalstjarnan í leiknum.

Markþjálfun er ótvírætt kostur fyrir alla þá sem vilja sigrast á hindrunum sínum og ná hámarksárangri. Hver vill ekki verða allt sem hann mögulega getur?

Latest posts by Ingunn Guðbrandsdóttir (see all)