Jafnrétti til náms

Jafnrétti til náms er mönnum afar hugleikið nú til dags. Deiglan þekkir sögu tveggja vinkvenna utan af landi sem þetta jafnrétti hefur farið misjafnlega með. Báðum gekk þeim vel í grunnskóla og eftir að hafa lokið stúdentsprófi í meðallagi kom að ákvörðun um hvert skyldi halda.

Jafnrétti til náms er mönnum afar hugleikið nú til dags. Deiglan þekkir sögu tveggja vinkvenna utan af landi sem þetta jafnrétti hefur farið misjafnlega með. Báðum gekk þeim vel í grunnskóla og eftir að hafa lokið stúdentsprófi í meðallagi kom að ákvörðun um hvert skyldi halda.

Fyrir Siggu vafðist ekki að taka ákvörðun, hún hafði lengi hugsað sér að taka meirapróf, kaupa flutningabíl og nýta viðskiptafræðinám úr fjölbraut við eiginn atvinnurekstur. Dísa var ekki eins ákveðin en lét þó innrita sig í félagsfræðideild Háskóla Íslands og ætlaði að sjá til hvernig málin myndu þróast.

Fyrir nokkru hittust vinkonurnar á kaffihúsi og voru liðin þrjú ár frá útskrift úr fjölbraut. Sigga var komin með meirapróf og þurfti hún að greiða um 130 þús. kr. fyrir nokkurra vikna námskeið. Hún fékk síðan vinnu hjá flutningafyrirtæki og með mikilli vinnu nær hún að þéna um 150 þús kr. á mánuði. Þegar skattar og leiga hafa verið greidd á hún u.þ.b. 40 þús kr. til ráðstöfunar. Dísu fannst vinkona sín hafa farið heldur vitlausa leið. Sjálf var hún búin að vera þrjá vetur í háskólanum (var reyndar að byrja í mannfræði í haust eftir að hafa kunnað frekar illa við sig í sálfræðinni og ekki þolað kennarana í stjórnmálafræði) og hafði greitt samtals rúmlega 70 þús. í skólagjöld. Hún býr í niðurgreiddu leiguhúsnæði stúdenta.

Það er ljóst að allir eru jafnir en sumir eru þó greinilega jafnari en aðrir. Þeir, sem kjósa að fara snemma út á vinnumarkaðinn og hasla sér völl með óhefðbundna menntun í farteskinu, þurfa að bera þungar byrðar m.a. til að aðrir, sem hljóta þá að vera eitthvað jafnari, eigi jafna möguleika á menntun.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.