Fjölgun

Deiglan hefur nú göngu sína að nýju eftir óvenjulangt sumarleyfi, sem þó er ekki nema rúmum mánuði lengra en sumarfrí íslenskra kennara, í hverju þeir eru á fullum launum. Sumarið hefur um margt verið viðburðaríkt.

Deiglan hefur nú göngu sína að nýju eftir óvenjulangt sumarleyfi, sem þó er ekki nema rúmum mánuði lengra en sumarfrí íslenskra kennara, í hverju þeir eru á fullum launum. Sumarið hefur um margt verið viðburðaríkt. Helst er frá því að segja að samkeppnisaðili Deiglunnar, Morgunblaðið, bar í sumarbyrjun víurnar í ritstjóra Deiglunnar með þeim afleiðingum að hann hljóp frá öllum skuldbindingum sínum og gekk til liðs Árvakur. Þar mun hann starfa næstu mánuði en þó sinna verkefnum fyrir Deigluna í íhlaupum.

Annars er það helst að frétta að í dag fæddist drengur á Sjúkrahúsi Akraness sem er skyldur umræddum ritstjóra í beinan karlleg, þótt liðurinn sé aðeins einn. Já, það sem sett var fram í 7. tbl. Deiglunnar frá 18. apríl sl. varð loksins að veruleika í dag. Drengurinn fæddist kl. 11:42, vó 4150 gr. og var 54 sm að lengd. Meðfylgjandi mynd er af frumburðinum, örfárra klukkustunda gömlum. Fæðingin gekk eins og í sögu. Vatnið fór í 60 km fjarlægð frá Sjúkrahúsi Akraness og barnið var komið í heiminn tveimur og hálfum klukktíma síðar. Drengurinn fæddist í vatni undir ljúfum tónum Högna Stefáns (Cat Stevens). Móður og barni heilsast vel.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.