Má gagnrýna góð markmið?

Þrátt fyrir allir séu sammála um þetta markmið, þá er varhugavert að yfirvöld ætli sér að treysta á þessa samstöðu og gefa afslátt á þeim leikreglum sem almennt gilda í samfélaginu. Að almenningur búi við það að settar séu harðar reglur án þess að alveg skýrt sé að þær eigi sér stoð í lögum. Sú nálgun og hugmyndafræði byggir nefnilega líka á því að vernda allan almenning.

Líðan var í byrjun eins og við værum stödd í grunnbúðum fjalls á leið upp ógnarháan tind. Við horfðum daglega á stöðufund þremenningana sem lýstu aðstæðum á fjallinu þann daginn og orð þeirra til almennings og skynsöm nálgun sefuðu oft áhyggjur og kvíða. Ég er í hópi hinna fjölmörgu sem er þakklát fyrir það hve góða sérfræðinga við höfum átt í þessari baráttu og fyrir þeirra góðu verk í þágu okkar.

Samstaða og ábyrgð afstaða almennings hefur raunar verið eitt megineinkenni á nálgun þjóðarinnar í að verjast heimsfaraldrinum. Þar hefur verið aðdáunarvert finnst mér að sjá fólk leggja mikið uá sig í þágu samfélagsins alls og til að verja þá sem viðkvæmastir eru fyrir. Þrátt fyrir allir séu sammála um þetta markmið, þá er varhugavert að yfirvöld ætli sér að treysta á þessa samstöðu og gefa afslátt á þeim leikreglum sem almennt gilda í samfélaginu. Að almenningur búi við það að settar séu harðar reglur án þess að alveg skýrt sé að þær eigi sér stoð í lögum. Sú nálgun og hugmyndafræði byggir nefnilega líka á því að vernda allan almenning. 

Ákvörðun um að fyrirskipa dvöl íslenskra ríkisborgara í sóttvarnarhúsi, meira að segja íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi, á grundvelli reglugerðar en ekki með lögum speglar ákveðið virðingarleysi fyrir réttindum almennings. Við fyrstu sýn sýnist mér sem lagastoðin fyrir þessari ákvörðun sé hæpin og um reglur sem þessar á ekki vafi að ríkja. Sóttvarnarlög eru eðlilega skýr um vistun smitaðra ís sóttarnarhúsi en vistun ósmitaðra í sóttvarnarhúsi er hins vegar alls ekki augljós samkvæmt lagatextanum sjálfum. Sóttvarnarhús er í nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra auk þess skilgreint með öðrum hætti en gert er í lögunum sjálfum.

Birtingarmyndir þessa áfalls sem þjóðin er að upplifa eru margar. Þær eru sannarlega misalvarlegar og sumar reyndar alveg lausar við að vera alvarlegar. Við horfa upp á eitt mesta samdráttarskeið í sögunni. Atvinnuleysi er langtum meira en við eigum að venjast og vísbendingar eru um alvarleg áhrif á líðan ungs fólks. Atvinnuleysi er raunar áberandi hátt meðal ungs fólks og ef það varir lengi getur það haft neikvæð áhrif langt fram í tímann. 

Ég er í hópi þeirra sem stutt hefur sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, en það þýðir ekki að við getum litið alveg fram hjá því hver kostnaðurinn af þeim er. Það er einmitt hluti af samstöðunni að gæta að því að það þarf að verja aðra hagsmuni einnig. Stórt verkefni núna lýtur þannig einfaldlega að líðan fólks, auk hins augljósa sem er að hluti landsmanna getur ekki stundað störf og býr við áhyggjur af afkomu. 

Nú nálgumst við tindinn en þar þarf líka að fara varlega, ekki síður en þegar við lögðum af stað. Við finnum sárt til með þeim sem hafa veikst, þeim sem hafa látið líifð og fjölskyldum þeirra og við erum sannarlega meðvituð um hættuna af heimsfaraldrinum. Við þráum daginn þegar við verðum komin upp fjallið. Á toppi fjallsins þegar við rifjum upp gönguna viljum við líka geta sagt að erfið ferðin og göfugt markmið samfélagsins hafi verið náð án þess að samfélagssáttmálinn breyttist.

Latest posts by Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (see all)

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Obba hóf að skrifa á Deigluna sumarið 2001.