Til varnar fuglum og köttum

Í fjölmiðlasamfélagi nútímans berast fréttir og upplýsingar hraðar á milli heldur en nokkurn tímann áður í sögunni. Alkunna er að í gegnum Internetið er unnt að senda upplýsingar á nánast hvaða formi sem er. Besta dæmi um breytta tíma er að ekki sést lengur í Mogganum texti sem gjarnan var undir erlendum myndum áður fyrr svohljóðandi: ,,Símamynd-Reuter” og sem þótti svalt á sínum tíma og til marks um að Mogginn fylgdist með.

Í fjölmiðlasamfélagi nútímans berast fréttir og upplýsingar hraðar á milli heldur en nokkurn tímann áður í sögunni. Alkunna er að í gegnum Internetið er unnt að senda upplýsingar á nánast hvaða formi sem er. Besta dæmi um breytta tíma er að ekki sést lengur í Mogganum texti sem gjarnan var undir erlendum myndum áður fyrr svohljóðandi: ,,Símamynd-Reuter” og sem þótti svalt á sínum tíma og til marks um að Mogginn fylgdist með.

,, Þetta er Grímur Gíslason, sem talar frá Blönduósi”.

Fókuspunktur fjölmiðla í nútímanum er oft þröngur og einhæfur og endurspeglar fyrst og fremst ritstjórnarstefnu fjölmiðils og áhugasvið starfsmanna hans, en þarf ekki endilega að endurspegla það sem er fréttnæmt. Fjölmiðlar eru samt allra góðra gjalda verðir og ekki skal túlka ofangreind orð Helgarnestisins á þann veg að það vilji ritskoðun.

Á síðustu vikum hafa fjölmiðlar skýrt frá öllum stöðum þar sem grunur leikur á um að svokölluð fuglaflensa hafi greinst og hefur með fréttaflutningi verið hægt að fylgjast með þróun og útbreiðslu veikinnar meðal farfugla í Evrópu. Rætt hefur verið við sérfræðinga um veikina og hvaða áhrif hún geti haft og skýrt hefur verið frá viðbrögðum almennings við veikinni.

,, Þetta er veira, pensilín virkar ekki”

Skýrt hefur verið frá því að köttur á eyjunni Rügen í Eystrasalti hafi greinst með fuglaflensu og hafi drepist af þeim orsökum-í kjölfarið var skýrt frá viðbrögðum almennings í París og Berlín sem hefur losað sig við ketti í athvörf eða látið lóga þeim. Og ekki bara ómerkilegum blendingsköttum, heldur háættuðum hreinræktuðum síamsköttum líka.

,,Afsakið, gæti ég fengið eins og tylft af Tami flu”

Sífellt fleiri myndir berast af algölluðum sérfræðingum með maska og gúmmíhanska sem hirða upp hræ af fuglum víðs vegar um Evrópu. Slíkar myndir höfða aðallega til hræðslu og lítið til skilnings eins og meirihluti fréttaflutnings um efnið virðist gera.

,,Ætli kjarnorkubyrgið sem afi byggði, sé loftþétt og við getum flutt þangað á meðan Fuglaflensan er á sveimi?”

Niðurstaðan; almenningur verður hálf móðursjúkur á síbyljunni um mögulegan heimsfaraldur.

Fjölmiðlar virðast stundum hálf-sefasjúkir þegar kemur að heimsendaspám. Minnast má frétta af kúariðu og HABL sem tröllriðu fréttum á sínum tíma og ætla mátti að nú væri þetta bara búið. Mikilvægt er því að fjölmiðlar sinni fræðsluhlutverki sínu og upplýsingaskyldu við almenning og fjalli um hlutina á faglegan hátt og kappkosti að leiða í ljós heildarmynd- eða greiningu á ástandinu í stað þess að koma með smáa bita sem lítið upplýsingagildi hafi í sjálfu sér og ala á hræðslu og jafnvel fáfræði.

Í öllu þessu fári liðinna daga og vikna var því Helgarnestinu hálf partinn létt þegar greint var frá því að kúariða hefði greinst í Svíþjóð. Í þeirri frétt var fólgin örlítil vonarglæta þess að fókuspunktur fjölmiðlamanna færðist yfir í eitthvað annað en umfjöllun um fuglaflensu og við gætum farið í hana gömlu og góðkunnu umræðu um kúariðu og nautakjöt.

,,MÖÖÖÖÖÖ”

Sjálft ætlar Helgarnestið að horfa á tvær myndir um helgina. Annars vegar The Birds eftir Hitchcock og hins vegar söng-og gamanleikinn Cats.

Góða helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.