Rís Fönix

Íslendingar hafa á undanfarinni öld vanið sig við að vera vertíðarfólk. Þegar það er vertíð, eða sláturtíð; þá er tekið á því af hörku og málin eru kláruð fljótt og vel. Það er því kannski eðlilegt að þegar vöxtur varð um efni fram þá, í stað þess að fara í gegnum margra ára hægt samdráttarskeið, kom höggið snarpt á örfáum vikum og geta menn þeim mun fyrr hafið endurreisn.

Íslendingar hafa á undanfarinni öld vanið sig við að vera vertíðarfólk. Þegar það er vertíð, eða sláturtíð; þá er tekið á því af hörku og málin eru kláruð fljótt og vel. Það er því kannski eðlilegt að þegar vöxtur varð um efni fram þá, í stað þess að fara í gegnum margra ára hægt samdráttarskeið, kom höggið snarpt á örfáum vikum og geta menn þeim mun fyrr hafið endurreisn.

Á samdráttartímum skapast möguleikar fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Ein af ástæðum þess er sú að traustum störfum fækkar og afburðafólk hugar frekar að eigin rekstri. Á samdráttartímunum milli áranna 1987 og 1991 komust á legg fyrirtæki eins og Bakkavör, Össur, Marel og Bónus. Internetþynnkan skapaði fyrirtæki á við CCP, Caoz, Calidris og Marorku.

Samfara þeirri endurreisn sem er í vændum mun að einhverju leyti fara fram endurskoðun á því gildismati sem hefur drifið okkur áfram á undanförnum árum. Á sama tíma þá verðum við að hafa í huga að framtíð okkar er í því fólgin að okkur takist að fá hugmyndaríkt, kraftmikið fólk til þess að gera Ísland að sinni bækistöð á meðan það skapar þær nýju hugmyndir sem munu breyta heiminum.

Nú er tíminn til þess að hugsa djarft, leita lausna. Sjálfbærni og græn orka eru lykilorð framtíðarinnar í heiminum og Íslendingar eru svo vel settir að vera sérfræðingar á þessu sviði. Nú þarf að skapa verðmæti úr þessu. Ekki huglæg verðmæti heldur verðmæti af því tagi sem hægt er að senda út í heim og fá greitt fyrir.

Það verður að gæta að því að á meðan endurskoðun á gildismati á sér stað þá má hún ekki gerast með þeim hætti að svo hamlandi lög verði sett hér í hefndarreiðikast gegn fyrirtækjum að starfsumhverfi frumkvöðla stórversni.

Þegar maður á lífsblóm, þá byggir maður hús. Maður rífur það ekki upp með rótum af reiði yfir því sem búið er.

Á morgun, Laugardag, mun ungt fólk koma saman í Háskólabíói kl 11:00 til þess að snúa bökum saman á ráðstefnu með yfirskriftinni Hugspretta.

Þar mun fólk ræða um tækifærin, möguleikana og horfa til framtíðar.

Ungt fólk allsstaðar að er hvatt til þess að mæta og taka afstöðu með framtíðinni.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.